Víkurfréttir - 22.01.2009, Qupperneq 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 22. JANÚAR 2009 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
S
I
44
69
8
01
/0
9
Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningar-
verkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa.
Markmið þess er að hvetja landsmenn
til þess að fara eftir ráðleggingum
Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera
hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum.
Lífshlaupið
byrjar 4. febrúar!
• Vinnustaðakeppni
• Hvatningarleikur í skólum
• Einstaklingskeppni
Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun
Samstarfsaðilar
Ólympíufjölskyldan
Skráning og nánari upplýsingar
á vefsíðunni: lifshlaupid.is
Fersk sending
K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T
ORKU- OG TÆKNISKÓLI
Vélarnar stjórna
heiminum
Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú nám í orkutæknifræði og mekatróník
við framúrskarandi aðstæður á Keilissvæðinu undir leiðsögn sérfræðinga
í fremstu röð. Nemendur útskrifast með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands.
Orkutæknifræði veitir sterkan grunn í beislun og nýtingu jarðvarmaorku
og virkjun á öðrum grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum. Í mekatróník
(e. mechatronics) fá nemendur þverfaglega menntun í hönnun og smíði
rafeinda- og tölvustýrðs vélbúnaðar.
Nánari upplýsingar á www.keilir.net.
Nú vantar fólk til að stjórna vélunum
Keilir og Háskóli Íslands kynna B.S. nám í tæknifræði
Hafrannsóknastofnun Ís-
lands, sem rekur tilrauna-
eldisstöð vestur á Stað við
Grindavík, pakkaði eitt þús-
und sandhverfuseiðum í flug
til Hong Kong, skömmu fyrir
jól. Sendingin gekk að óskum
og lifðu öll seiðin við kom-
una til Hong Kong. Áður var
búið að senda tvær tilrauna-
sendingar.
Að sögn Agnars Steinarssonar,
sjávarlíffræðings við stöðina
vestur á Stað, eru íslenskir að-
ilar sem eiga sandhverfustöð
skammt frá Hong Kong, sem
hafa pantað sandhverfuseiðin
en verið er að stækka stöðina
og taka inn nýjan fisk, bæði
frá Chile og Íslandi. Seiðin
Sandhverfuseiði
send til Hong Kong
eru flutt í sjó í plastpokum,
tveir pokar eru í hverjum
kassa ásamt súrefni, kælingu,
svæfi lyfjum o.s.frv. Flutn-
ingurinn frá stöð til stöðvar
tekur alls 38 tíma með milli-
lendingu í London. Annars
er nánast öll framleiðslan af
sandhverfunum í tilraunaeldis-
stöðinni vestur á Stað seld til
Silfurstjörnunnar á Kópaskeri.
Þangað fara u.þ.b. 100 þúsund
seiði á ári. Þar eru framleidd
um 150 tonn af sandhverfu
á ári sem síðan er flutt með
Norrænu á markað í Evrópu.
Þá er öfl ug fram leiðsla á
þorskseiðum við tilraunastöð-
ina á Stað eða um 200-300 þús-
und seiði á ári.
Agnar Steinarsson, sjáv-
arlíffræðingur, vigtar
sandhverfuseiðin.
Daglegar fréttir á vf.is
- rjóminn af tíðindum dagsins, fréttir, mannlíf og íþróttir