Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2009, Page 23

Víkurfréttir - 26.02.2009, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 26. FEBRÚAR 2009 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Grindvíkingar mörðu sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfubolta í Toyota höllinni sl. föstudag. Lokatölur voru 82-85 fyrir gestina í jöfnum og spennandi leik. Staðan var 77-77 þegar um 3 mínútur voru til leiksloka. Tvær þriggja stiga körfur Brentons Birmingham og Arnars Freys Jónssonar komu þeim í sex stiga forskot á lokakaflanum og það bil náðu heimamenn ekki að brúa í blálokin. Brenton skoraði 18 stig fyrir Grindavík en stigaskor þeirra dreifðist jafnt í leiknum og voru 6 leikmenn sem skoruðu 10 stig eða meira. Sigurður Þorsteinsson var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst. Grindavík fær Breiðablik í h e i m s ó k n í k v ö l d . Njarðvíkingar sem innbyrtu góðan sigur á Þór á Akureyri 79-84 leika gegn toppliði KR annað kvöld. Nau›synlegir eiginleikar: Jákvætt hugarfar, kraftur, nákvæmni, miklir hæfileikar í mannlegum samskiptum og vilji til a› gera betur í dag en í gær. Æskilegt er a› vi›komandi hafi reynslu af sambærilegu starfi. Umsóknir sendist á ingibjorg@dominos.is fyrir 8. mars. Nánari uppl‡singar veitir starfsmannastjóri, Ingibjörg Gunnarsdóttir í síma 585 0800. Verslunarstjóri Domino’s Pizza óskar eftir umsóknum í stö›u verslunarstjóra í Reykjanesbæ 58·12345 www.dominos.is Keflavíkurstúlkur hefndu fyrir tapið gegn KR í bikarúrslit- unum með öruggum sigri í Toyota höllinni á konudaginn. Keflavíkurstúlkur innbyrtu sannfærandi sigur 79-70 og var allt annað að sjá til þeirra en í bikarúrslitunum. Forráðamenn deildarinnar færðu stúlkunum konudagsblóm og fleira huggulegt í tilefni dagsins. Í gær léku Keflavíkurstúlkur stórleik við efsta liðið, Hauka og Grindavík gegn Val. Nánar um það á vefsíðu Víkurfrétta, vf.is. Konudagssigur hjá Keflavíkurstelpum Naumur sigur UMFG í Keflavík Ómar Jóhannsson, markvörður úrvalsdeildarliðs Keflvíkinga í knattspyrnu, leikur að öllum líkindum ekki með liðinu á næsta á kep- pnistímabili. Hann þarf um miðjan mars að gangast undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í öxl. Ómar var í vandræðum með öxlina allt síðasta sumar, þá ekki verra en svo það hindraði hann í því að spila. „Þetta háði mér ekkertsérstak- lega í leikjum en stundum gat ég ekki æft. Svo fór ég bæði í góða endurhæfingu og hvíld eftir tímabilið og allt benti til þess að ég væri að ná mér þegar bakslagið kom og jafnvel verra en áður,“ sagði Ómar í samtali við VF. Hann segir ekki útséð með það hvort hann missi af öllu tímabilinu en hann verði frá í einhverja mánuði og líklega megnið af tímabilinu. „Læknirinn nefnir 3 – 4 mánuði lágmark en aðgerðin á væntanlega eftir að leiða þetta betur í ljós. Það er leiðinlegt að lenda þessu. Ég var að komast í ágætis form eftir að hafa unnið í þessum meiðslum og sá bara fram á gott tímabil,“ segir Ómar. Hann segir engar áhyggjur hafa af markvörslunni hjá liðinu á meðan hann verði í burtu. „Magnús Þormar er góður markvörður og ég treysti honum mjög vel,“ svarar Ómar aðspurður væntanlegan stað- gengil. „Aðgerðin er 11. mars og svo tekur við endurhæfing. Maður verður að reyna vera bjartsýnn en raunsær á sama tíma og vona að maður nái inn í liðið aftur sem fyrst. Ég verð frá í einhvern tíma og þá verður Maggi væntanlega búinn að hirða af mér sætið. Það gefur auga leið að ég á ekkert þetta sæti og þarf ábyggilega að hafa fyrir því að ná því aftur.“ Nick Bradford lék með Grindavík gegn sínum gömlu félögum og sagði að það hafi verið erfitt. VF-mynd/hildur Treysti Magnúsi -segir Ómar Keflavíkurmarkvörður Birkir Már setur skólamet Sundmaðurinn Birkir Már Jónsson stóð sig vel í Sun Belt deildinni á úrtöku- mótinu fyrir NCAA. Birkir setti tvö skólamet í einstak- lingssundum og tvö met í boðsundum ásamt því að synda næsthraðasta tíma í sögu skólans í 100m bak- sundi. Birkir setti skólamet í 100m og 200m flugsundi og er greinilega í fínu formi. Birkir Már ætlar að koma og keppa með ÍRB á IM 50 og er það okk-ur mikið gleðiefni, segja þjálf- arar ÍRB í fréttaskeyti. Sport alla daga á vf.is Sendið okkur íþróttafréttir á pket@vf K-Markaðurinn í Samkaup Körfuknattleiksdeildin í Keflavík hefur í fjáröflunarskyni sett af stað markað, K-Markaðinn, í nýja verslunarhúsnæði Samkaupa. Þar er hægt að versla á vægu verði ýmiskonar varning eins og hillusamstæður, vettlinga, vinnuföt, tískuföt, skó, hljómplötur (vinyl), bækur og blöð. Deildin væri afar þakklát þeim sem sjá sér fært að styrkja körfuknattleikinn með seljanlegum hlutum. Stærri hluti er sjálfsagt að sækja. K-Markaðurinn er opinn milli kl. 13 og 19 alla daga nema sunnudaga. Upplýsingar gefur Þóra í síma 861-2042. Glóðarbikar í knattspyrnu Glóðarbikarinn er heiti á knattspyrnumóti í Reykjaneshöllinni. Þátt taka fjögur lið, öll af Suðurnesjunum. Leikið er eftir keppnisreglum utandeildarinnar og verður fyrsta umferð nk. laugrdag frá kl. 16. Aðrir keppnisdagar verða 1., 15. og 28. mars. Sjá nánar á http:// geirfuglar.123.is/page/22735/ Hákon og María sigruðu Púttklúbbur Suðurnesja hélt mót á dögunum sem styrkt var af HS orku hf. Úrslit urðu eftirfarandi: Karlar Hákon Þorvaldsson 62 Eiríkur Ólafsson 63 Birkir Jónsson 64 Bingó Hákon Þorvaldsson 12 Konur María Einarsdóttir 70 Ása Lúðvíksdóttir 71 Gerða Halldórsdóttir 71 Bingó Helga Árnadóttir 8 Þorsteinn formaður Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka Íþróttafréttamanna og fyrrum íþróttafrétta- maður á Stöð 2, er nýr formaður knattspyrnu- deildar Grindavíkur. Jón H. Gíslason gaf ekki kost á sér sem formaður og var Þorsteinn Gunnarsson kosinn nýr formaður í hans stað. Jónas Þórhallsson og Eiríkur Leifsson eru einnig nýir menn í stjórn en Gunnar Már Gunnarsson og Sigurður Gunnarsson gáfu ekki kost á sér. Sigurður steig niður úr stjórn eftir 15 ára setu og var honum þakkað sérstak- lega fyrir framlag sitt. Í skýrslu stjórnar kom fram að hagnaður af rekstri deildarinnar var 1.376.817 kr af rúmlega 77 milljóna kr veltu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.