Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.04.2009, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 08.04.2009, Qupperneq 1
www.heklakef.is Sölu- og þjónustuumboð í Reykjanesbæ K.Steinarsson NÆSTUM NÝIR BÍLAR 15. tölublað • 30. árgangur • Miðvikudagurinn 8. apríl 2009 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 Við opnum í dag! ó SPARNAÐUR Næsta blað f immtudaginn 16. apríl. Opnum aftur skrifstofur Vík urfrétta þriðjudaginn 14. apríl kl. 0 9 Ekkert hik í Helguvík Það er erfitt að sjá að það sé kreppuástand eða nokkurt framkvæmdahik á mönnum vegna álvers Norðuráls í Helguvík. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta var á ferð um Helguvíkurhöfn síðdegis á mánudag iðaði hafnarsvæðið af lífi, þar sem búkollur brunuðu um svæðið hlaðnar grjóti, sem ekið var í sjóvarnargarð við olíubryggjuna. Innan hafnarinnar voru dýpkunarprammar við mokstur og borvinnu. Stórvirkar vinnuvélar möluðu niður bjargið í Helguvíkinni og þar stendur hafnargerð yfir á fullu í tengslum við væntanlegt álver. Á álversslóðinni voru flutningabílar að koma með mikið stálvirki, sjálfa stálgrindina í fyrstu kerskálana. Stálgrindin verður reist strax í næstu viku, eftir páska. Á meðan takast alþingismenn á um afgreiðslu á fjárfestingarsamningi iðnaðarráðuneytis vegna álversins í Helguvík. Uppbygging í Helguvík skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og í landinu. Hér á Suðurnesjum nálgast atvinnuleysi 2000 manns og er það langmesta atvinnuleysið á landinu. Álversframkvæmdir eiga að geta skapað a.m.k. 1000 störf. Víkurfréttaljósmyndir: Hilmar Bragi - dýpkunarframkvæmdir og hafnargerð á fullu Við opnum í dag! ó SPARNAÐUR Fréttavakt á vf.is um páskana

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.