Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.04.2009, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.04.2009, Blaðsíða 10
10 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR GÖNGUM HREINT TIL VERKS Opinn fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi boða til fundar að kvöldi sumardagsins fyrsta, 23. apríl nk. kl. 20.00. Fundurinn verður á Nesvöllum og eru allir hjartanlega velkomnir. Minnum á: Kaffi og meðlæti á kosningaskrifstofunni á sumardaginn fyrsta milli kl. 14.00 og kl. 17.00 á Nesvöllum á kjördag, 25. apríl frá kl. 14:00 Kosningavöku á Kaffi Duus frá kl. 22:00 Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins verður haldið Þetta greinarkorn er skrifað í kjölfar þeirrar orrahríðar sem átti sér stað við ráðningu í stöðu s k ó l a s t j ó r a Hóps skóla í G r i n d a v í k . E f t i r a ð é g h a f ð i a f l a ð þverpóli tísks stuðnings við umsókn mína þá ákvað sam- starfsflokkurinn Framsókn, að koma í veg fyrir ráðninguna og veita mér ærlega ráðningu í leiðinni. Bókun Framsóknar- manna á bæjarstjórnarfundi í kjölfarið vakti síðan mikla at- hygli og úlfúð meðal fólks. Til þess var leikurinn gerður. Gefið var í skyn að um pólitíska spill- ingu hefði verið að ræða. Póli- tísk ráðning hljómar sóðalega og ekki síst nú á dögum. Slík ráðning á sér stað í skjóli meiri- hluta eins flokks eða tveggja. Ef hins vegar pólitískir andstæð- ingar styðja málið er varla um pólitíska ráðningu að ræða? Sumir pólitískir andstæðingar hafa verið duglegir við að sverta mannorð mitt og verða það lík- lega áfram. Í bæjarstjórn Grindavíkur hefur gilt sú regla að fá utanaðkom- andi aðila til að meta hæfi um- sækjenda. Venjan hefur verið að velja úr hópi þeirra sem ut- anaðkomandi aðilar telja hæfa. Nær alltaf hefur bæjarstjórn síðan valið annan en þann sem utanaðkomandi aðilar telja hæf- astan og að mínu mati hefur alltaf verið tekin rétt ákvörðun. Í samþykktum Grindavíkur kemur einmitt fram að bæjar- stjórn ráði forstöðumenn og því þurfa bæjarfulltrúar að mynda sér skoðun: Bæjarstjórn ræður starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bænum, svo sem yfirmenn stofn- ana og deilda bæjarins, og veitir þeim lausn frá störfum. Eng inn um sækj enda vegna skólastjórastöðu við Hópsskóla er með stjórnendanám sem menntun en nokkrir eru nú í námi. Ég var metinn hæfur og hef það umfram hina umsækj- end urna að vera bæði með grunnskólakennarapróf frá KHÍ og hafa jafnframt reynslu sem skólastjóri. Í starfsmannastefnu Grindavík- urbæjar segir einnig að ef starfs- maður Grindavíkurbæjar sé jafnhæfur skuli honum veittur forgangur til starfsins. Þá er ég menntaður sérkennari og hef kennt hér í Grindavík síðan 1987 ef frá eru skilin árin 1992- 1996 er ég var skólastjóri á Þing- eyri. Það er augljóslega mikill galli að mati sumra að teljast Grindvíkingur og ennþá verra að hafa 18 ára reynslu af því að mennta margar kynslóðir Grind- víkinga. Það versta við mig er líkast til það að ég er Samfylk- ingarmaður og hef unnið að því árum saman að efla atvinnu- líf og mannlíf í Grindavík í gegnum störf mín í bæjarstjórn Grindavíkur. Það mun ég gera áfram. Nokkrar staðreyndir í lokin: Það er ekki á valdi neins að meina mér að sækja um störf á vegum Grindavíkurbæjar. Það getur heldur enginn ætlast til að ég dragi umsókn mína til baka. Ég vék til hliðar í ráðningaferlinu og Hörður Guðbrandsson kom inn. Ég lýsti því yfir að ég myndi draga mig út úr pólitík ef ég fengi starfið. Ég er fjölskyldumaður og þessar árásir á persónu mína hafa haft áhrif á fjölskylduna enda byggj- ast þær fyrst og fremst á rætni en ekki rökum. Garðar Páll Vignisson, sérkennari. Nokkrar staðreyndir um ráðningar og ekki ráðningar Garðar Páll Vignisson skrifar: ÚTKALLSSÍMI VÍKURFRÉTTA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.