Víkurfréttir - 22.04.2009, Blaðsíða 8
8 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
Fólk bundið við hjólastóla
kemst ekki inn á allar kosn-
ingaskrifstofur stjórnmála-
flokkanna í Reykjanesbæ.
MND félagið á Íslandi kann-
aði aðgengi hjólastóla sl.
föstudag og var það niður-
staða könnunarinnar að full-
nægjandi aðgengi var aðeins
hjá Frjálslynda flokknum og
hjá Samfylkingunni. Það var
þó ekki fullkomið þar sem að-
staða á salerni var ekki fyrir
fatlaða en þeir komust þó inn
á salernin í hjólastólunum.
Meðfylgjandi er samantekt úr
ferðalaginu um Reykjanesbæ.
Farið var að kosningaskrif-
stofum Frjálslynda flokksins,
Vinstri grænna, Framsóknar-
flokksins, Sjálfstæðisflokksins
og Samfylkingarinnar. Skrif-
stofa Framsóknarflokksins var
læst og mannlaus þegar komið
Fólk í hjólastólum kemst ekki á allar kosningaskrifstofur
var að henni á opnunartíma
verslana sl. föstudag. Aðrar
voru opnar.
Hjá Frjálslyndum
Kristinn Guðmundsson, sem
á sæti í stjórn MND félagsins
á Íslandi, komst auðveldlega
inn um dyrnar hjá Frjálslynda
flokknum á skrifstofu þeirra
við Hafnargötuna í Keflavík.
Þeir hafa skrifstofu sína í ný-
lega endurbyggðu verslunar-
húsnæði. Hjólastóllinn komst
alla leið inn á salerni þar sem
Krist inn gat athafnað sig.
Boðið var upp á veitingar og
starfsmaður flokksins var með-
vitaður um samþykktir Sam-
einuðu þjóðanna um jafnan
rétt allra.
Hjá Vinstri grænum
Útsendari MND fé lags ins
komst ekki inn á kosninga-
skrifstofu Vinstri grænna sem
er í gömlu verslunarhúsnæði
við Hafnargötuna. Þar er hár
þröskuldur þar sem rafdrifnir
hjólastólar fara ekki yfir. Hjá
VG buðust menn til að kippa
hjólastólum inn fyrir. Kristinn
sagði það ekki í boði, enda
stóll og maður yfir 200 kg. Þar
sem stóllinn komst ekki inn
þótti ekki ástæða til að kanna
aðgengi að salerni. Útsendari
MND félagsins gat fengið veit-
ingar í hjólastólinn út á stétt
og starfsmaður VG var með-
vitaður um samþykktir Sam-
einuðu þjóðanna um jafnan
rétt allra.
Hjá Vinstri grænum var lofað
að vinna bót á málum varð-
andi aðgengi hjólastóla að
kosningaskrifstofu þeirra við
Hafnargötu.
Hjá Sjálfstæðisflokknum
Guðjón Sigurðsson, formaður
MND félagsins á Íslandi og
Kristinn Guðmundsson, stjórn-
armaður, komust auðveldlega
inn á kosningaskrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins við Hólagötu
í Njarðvík. Hún er rekin í hús-
næði sem á sínum tíma var inn-
réttað sem veitingahús. Hins
vegar er ekkert aðgengi fyrir
hjólastóla á salerni. Veitingar
voru í boði og starfsmenn
flokksins voru meðvitaðir um
samþykktir Sameinuðu þjóð-
anna um jafnan rétt allra.
Hjá Samfylkingunni
Samfylkingin rekur kosninga-
skrifstofu sína í Reykjanesbæ
í húsnæði fyrrum bílasölu
við Bolafót í Njarðvík. Þar
eiga hjólastólar auðvelt með
að komast inn um stórar inn-
keyrsludyr, þar sem væri þess
vegna hægt að koma inn sér-
útbúnum lyftubíl fyrir hjóla-
stóla. Hjólastóll kemst inn á
salerni en þar vantar þó betri
aðstöðu fyrir hjólastólafólk.
Samþykktir Sameinuðu þjóð-
anna voru á hreinu og allir
sammála um þær. Veitingar
voru í boði.
Hjá Framsóknar-
flokknum
Kosningaskrifstofa Framsókn-
arflokksins í Reykjanesbæ var
lokuð og læst þegar útsendarar
MND félagsins voru þar á ferð
sl. föstudag um kl. 17:45. Þar
eru engir þröskuldar til að fara
yfir en ekki vitað um annan að-
búnað fyrir hjólastóla.