Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.10.2009, Page 4

Víkurfréttir - 01.10.2009, Page 4
4 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 VÍKURFRÉTTIR EHF. Framkvæmdir við fimm-tíu milljarða króna raf-rænt gagnaver Verne Global á Ásbrú, gamla varnarsvæð- inu í Keflavík, eru í fullum gangi. Mörg hálaunastörf fyrir Íslendinga verða til þegar starfsemin fer í gang innan skamms tíma. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar segir að þetta rafræna gagnaver muni m.a. nýta ís- lenska rokið til að kæla flók- inn tölvubúnað en stofnun þess muni hafa mikla og margvíslega þýðingu og ekki aðeins fyrir nærsamfélagið. Forráðamenn íslensk/banda- ríska fyrirtækisins, Verne Global kynntu gang mála í uppbyggingu þess fyrir frétta- mönnum í dag. Mörg þúsund fermetrar húsbygginga varnar- liðsins eru í endurbyggingu, verða stækkaðar og fá nýtt hlutverk. Þær munu hýsa gríð- armikinn búnað, risavaxin tölvusalarkynni og rafafls- Snarpar umræður um nýja aðal- skipulagstillögu Alls komu 48 athugasemdir og ábendingar fram vegna Aðalskipulags Voga 2008 - 2028 sem kynnt var í vor en athugasemdafrestur rann út í byrjun júlí. Málið varð tilefni snarprar um- ræðu á bæjarstjórnarfundi í Vogum í síðustu viku þar sem fulltrúar minnihlutans sátu hjá í atkvæðagreiðslu við afgreiðslu málsins. Þeir halda því fram að gengið hafi verið gegn vilja íbúanna. Sjá nánar í frétta- safni Víkurfrétta á vf.is. Biðlisti í tónlist- arskólann Hundrað sextíu og sex nem- endur eru á biðlista Tónlist- arskóla Reykja- nesbæjar. Mest er ásóknin í píanó,- fiðlu,- og gítarnám en þó er biðlisti í nám á flestöll hljóðfæri. Alls sækja nú 402 nem- endur forskólann og aðrir nemendur eru 368 talsins. Þetta kom fram á fundi Fræðsluráðs í síðustu viku. Dregið hefur verið saman í stöðugildum og þar af leiðandi færri nemendur teknir inn í skólann vegna aðhalds í fjármálum. Einnig hefur verið dregið úr samspili, hljómsveitar- starfi og undirleik, segir í fundargerð ráðsins. 45 kennarar/stjórnendur starfa við skólann í 26,8 stöðu- gildum. Aðrir starfsmenn eru tveir í 1,75 stöðugildi. Kalka hækkar verðskrá um 5% Sorpbrennslu- stöðin KALKA hefur ákveðið að hækka verð- skrá sína um 5% frá og með 1. október nk. Á heima- síðu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja kemur fram að helstu ástæður þess- arar hækkunar séu miklar hækkanir sem hafa orðið á helstu kostnaðarliðum Kölku að undanförnu. Verðskráin hafi þar að auki ekki breyst frá 1.okt. 2008. Framkvæmdir á fullu við 50 milljarða kr. gagnaver Verðlaunahafar í ratleik í Bátasafni Gríms Karlssonar Á Ljósanótt var boðið upp á skemmtilegan fjölskylduratleik í Bátasafni Gríms í Duushúsum. Á annað hundrað þátttak- endur, fjölskyldur og skólahópar, flökkuðu um safnið í leit að vísbendingum um ýmislegt sem tengist sjómennsku og sjáv- arútvegi. Dregið var úr réttum lausnum og hlutu hinir heppnu nýja Ljósanæturdiskinn, könnu merkta Bátasafninu, penna og viðurkenningarskjal. Þeir sem hlutu verðlaun voru; Magnús Örn Hjálmarsson, Þorbjörn Óskar Arnmundsson, Ásta Rún Arn- mundsdóttir og hún Sigurlaug sem kom frá Hafnarfirði með ömmu sinni. Árni Sigfússon á tali við starfsmenn ÍAV og Verne Global. varastöðvar auk annars sem tengist starfsemi gagnaversins sem verður keyrt áfram með grænni, íslenskri jarðvarma- orku. Í vöruhúsi og stórverslun Varnarliðsins forðum, Navy Exchange verða í náinni fram- tíð stórir salir fullir af flóknum tölvubúnaði. Fyrirtækið hefur gert samn- inga við stór íslensk fyrir- tæki eins og Landsvirkjun um orkuöflun sem og fleiri nauðsynlega þjónustuaðila. Ís- lenskir aðalverktakar sjá um byggingaframkvæmdir með um fimm tugi starfsmanna á svæðinu. Forstjóri Verne Global vonast til að geta greint frá fyrsta viðskiptavin- inum á næstunni en báðir að- ilar eru að ljúka samningum við íslensk stjórnvöld. Árni Sigfússon segir að þetta sé ekki lengur falleg hugmynd heldur sé verkefnið komið vel af stað og eigi eftir að verða svæðinu til hagsbóta og skapa mörg fjölbreytt störf. „Þessi gerð af hátækni mun leiða til nýrrar íslenskrar fagþekk- ingar. Hún mun nota græna orku og verða mikill styrkur fyrir atvinnulífið, ekki aðeins á Reykjanesi heldur landinu öllu“. „Við erum spennt að sýna Ís- lendingum hvað við erum að fara að gera hérna. Aðstæður eru þær allra bestu í heim- inum fyrir svona starfsemi og við hlökkum til að hefjast handa. Framkvæmdir við stór húsakynni eru í fullum gangi og hér eru um 50 starfs- menn frá Íslenskum aðalverk- tökum og aðrir fimmtíu eru við önnur störf við undir- búning starfseminnar,“ sagði Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Meðal þess sem kemur sér vel fyrir gagnaverið er kælikerfið sem er mikilvægt fyrir allan tölvubúnaðinn. Í gögnum Verne er það kallað „free cool- ing“ en þar nýtist íslenska rokið og veðráttan hér á landi mjög vel. Jeff sagði að meðal mikilvægra atriða í staðsetn- ingunni hér á Suðurnesjum væri nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Þá lofaði hann allt samstarf sem fyrirtækið hefur átt við íslenskar stofnanir og aðila og nefndi meðal ann- ars Landsvirkjun, Landsnet, Mannvit og Reykjanesbæ. Byggingakranarnir á Ásbrú eru þeir einu á landinu sem ekki eru notaðir sem vindhanar. Séð yfir framkvæmdasvæðið hjá Verne Global á Ásbrú.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.