Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.10.2009, Side 9

Víkurfréttir - 01.10.2009, Side 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. OKTÓBER 2009 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ������������������������� �� �������������������� ������������������� �� ���������������� ���������������������������������� �� �������������� ��������� Starfsemi Fjörheima er komin á fullt eftir sum- arfrí. Opnað var með stóru balli föstudaginn 11. septem- ber þar sem um 250 krakkar mættu og skemmtu sér mjög vel. Það sem helst ber að nefna í starfi Fjörheima þetta árið er öflug klúbbastarfsemi. Hljómsveitarval er samstarfs- verkefni á milli Njarðvíkur- Heiðar- og Akurskóla, þar sem nemendum eru kennd undirstöðuatriði í hljómsveit- arbransanum. Hljómsveitarvalið er lokaður klúbbur en Ævintýraklúbbur er opinn klúbbur ætlaður nemendum í 8. - 10. bekk. Margt skemmtilegt verður í boði í þeim klúbbi, sambland af skemmtun og fræðslu, gistinætur, ferðalög og margt fleira. Klúbburinn er á mið- vikudagskvöldum frá 19:30 - 21:30. Þá verður opið hús á mánudags- og miðvikudags- kvöldum frá 19:30 - 21:30. Böll eru haldin annan hvern föstudag og eru þau öll með ákveðnu þema. Alls kyns keppnir verða í gangi. Má þar nefna fótboltakeppni, danskeppni, fatahönnunar- keppni og söngvakeppni. Hægt er að láta sækja sig með því að hringja í síma- númer sem birt er á forsíðu Fjörheima, fjorheimar.is. Að auki gengur strætó upp í Fjörheima samkvæmt áætl- unarkerfi. Einnig eru leigðir strætóar á stærri böllin. Þjóðlagatónlist á Top of the Rock Þjóðlagahljóm- sveitin Rósin okkar mun halda tónleika í Top of the Rock - Ásbrú fimmtu- daginn 1. október kl. 21:00. Þar mun hljómsveitin leika þjóðlög úr ýmsum áttum; norsk, írsk, skosk og íslensk. Undanfarna mánuði hefur hljómsveitin getið sér gott orð fyrir líflegan tónlistar- flutning víða um land. Það er ekki nokkur ástæða fyrir unnendur góðrar tónlistar að láta þetta framhjá sér fara. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Listamaðurinn Todd McGrain sækist eftir því að koma fyrir listaverki tileinkuðu geirfugl- inum í fjörunni neðan við Valahnjúk á Reykjanesi. Formlegt erindi þess efnis hefur borist Menningarráði Reykjanesbæjar sem hefur samþykkt staðsetningu verksins fyrir sitt leyti. Styttan af geirfuglinum er hluti af stærra verkefni lista- mannsins sem kallast „Lost Bird Project“ og er tileiknað fimm útdauðum fuglateg- undum. McGrain hefur gert fimm skúlptúra af fuglunum, einn fyrir hverja tegund. Hann hefur unnið að verk- efninu undanfarin fimm ár. Þann 3. júní 1844, voru tveir síðustu geirfuglarnir í heim- inum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag og er einn þeirra á Nátt- úrúfræðistofnun Íslands. Fjörheimar komnir á fullt Listamaður heiðrar minningu geirfuglsins Nýtt nafn á gönguleið Alls hafa 570 íbúar tekið þátt í skoðanakönnun um nýtt nafn á strandleiðina sem liggur frá Gróf í átt að Stapa. Alls bárust yfir 70 til- lögur sem dómnefnd skar niður og íbúar gátu sagt álit sitt á þeim. Nú eru einungis sex tillögur eftir sem kosið er um en dómnefnd mun taka endanlega ákvörðun um hvaða nafn verður notað fyrir þessa skemmti- legu gönguleið. Þær tillögur sem standa eftir eru: Strandleið Ölduslóð Öldustígur Fjöruslóð Fjörustígur Strandstígur Réttir í Krísuvík á laugardaginn Réttir verða í Krísuvík á laugardaginn kl. 13:00 í nýrri rétt. Þeir Suðurnesjamenn sem vilja taka þátt í réttarstemmingu í náttúru Krísuvíkur geta fylgt skiltum frá Grindavík sem munu vísa leiðina. Aðalfundur Tón-listarfélags Reykja- nesbæjar verður haldinn á Kaffi Duus fimmtudaginn 8. október kl. 20.00. Á fundinum verða hefð- bundin aðalfundarstörf. Þá hvetur stjórnin hvetur nýja félaga til að mæta. Aðalfundur Tónlistarfélags Reykjanesbæjar eftir viku

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.