Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.10.2009, Síða 10

Víkurfréttir - 01.10.2009, Síða 10
10 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Kaffitár hefur afhent Björginni, geðræktarmiðstöð á Suð-urnesjum, 200 þúsund króna styrktarfé sem fékkst með kaffi,- súkkulaði,- og kleinusölu á síðustu Ljósanótt. Um var að ræða samstarfsverkefni þar sem starfsmenn gáfu vinnu og MS, Nói Síríus, Innnes og HP kökugerð á Selfossi gáfu hráefnið. Á myndinni tekur Unnur Svava Sverrisdóttir (tv) við ávísuninni fyrir hönd Bjargarinnar frá fulltrúum Kaffitárs, þeim Brynju Dögg Kristbergsdóttur og Guðrúnu Jensdóttur. Fréttir af sauðburði er eitt-hvað sem við heyrum af snemma vors en ekki á þessum árstíma. Þó eru til undantekningar á því eins og sýndi sig í Grindavík á laugardaginn þegar ærin Rjúpa bar tveimur lömbum. Nafngiftin á hinum nýfæddu lömbum lýsir kringumstæð- unum best því annað lambið fékk nafnið Stormur og hitt Slydda í tilefni af veðrinu sem ríkti utan við fjárhúsin á laugardagskvöldið þegar þau komu í heiminn. Ærin Rjúpa bar ekki í vor. Hefur greinilega verið upp- teknari af einhverju öðru en að fjölga sér. Hún var þá sett út með hrútunum í viku og einn þeirra, hrúturinn Týr, stóð sína pligt greinilega með prýði. Líney Hauksdóttir er á leið út að borða með alla fjölskylduna í boði Securitas á Reykjanesi. Ástæðan er sú að hún tók þátt í leik sem Securitas efndi til á sýningunni Reykjanes 2009 sem stóð yfir Ljósnæturhelgina í Íþróttaakademíunni. Hátt á fimmta hundrað sýningargesta tóku þátt í leiknum og kom nafn Líneyjar upp úr pottinum. Hún fer því út að borða með fimm manna fjöl- skyldu sína á Thai Keflavík. Bókaspjall og ætt- fræði á Bókasafni Reykjanesbæjar Þriðjudaginn 6. okt. nk. kl. 20, hittast bók- menntaunnendur á bóka- safninu og spjalla um áhugaverðar bækur. Á sama tíma hittast einnig félagar í Ættfræðifélaginu á Suðurnesjum og ræða saman um ættfræði. Allir áhugasamir eru velkomnir. Stafgöngudagurinn á laugardaginn Næstkomandi laugardag, þann 3. október, verður Alþjóðlegi göngu- og staf- göngudagurinn haldinn á Íslandi. Þetta er í fjórða sinn sem stafgöngudagurinn er haldinn hér á landi og það hefur alltaf verið góð mæt- ing hjá Suðurnesjamönnum í stafgöngukennslu á þessum degi. Á Suðurnesjum verður gengið frá bílastæð- inu í Bláa lóninu og hring- inn í kringum Þorbjörn. Að göngu lokinni ætlar Bláa lónið að bjóða í Lónið. Kennsla fyrir byrjendur er kl. 10:50 og síðan verður lagt af stað í gönguna kl. 11:30 Tvö ný strætó- skýli í Garðinn Blikksmiðja Ágústar Guð- jónssonar mun smíða tvö ný strætisvagnaskýli fyrir Sveitarfélagið Garð. Tilboða var leitað á tveimur stöðum og býðst blikksmiðjan til að smíða strætisvagnaskýli fyrir 890 þúsund krónur stykkið með virðisaukaskatti. Hinn aðilinn sem leitað var til ákvað að bjóða ekki í verkið. Strætóskýlin verða tilbúin í ársbyrjun 2010 og kostn- aður af framkvæmdinni verður settur á fjárhags- áætlun næsta árs. Sauðburður í september! Líney fer út að borða Kaffisala skilaði 200 þús- undum til Bjargarinnar Ærin Rjúpa með lömbin sín tvö, Storm og Slyddu. Mynd/www.grindavík.is Hj á l p r æ ð i s h e r i n n í Reykjanesbæ vill vekja athygli á söfnunarátaki sem verður fyrstu vikuna í októ- ber. Safnað er fyrir starfi Hjálpræðishersins á Íslandi og sem starfsemi má nefna barna- og unglingastarf í Reykjanesbæ og á Akureyri, dagsetur útigangsmanna í Reykjavík og margt fleira. Hjálpræðisherinn í Reykja- nesbæ vill vekja athygli bæj- arbúa á þessu söfnunarátaki með því að halda tónleika við Nettó mánudaginn 5. okt. þar sem gospelkórinn KICK mun syngja fyrir vegfarendur og þriðjudaginn 6. okt. en þá munu börnin úr gospelkór- unum syngja. Það er ósk Hjálpræðishersins í Reykja- nesbæ að bæjarbúar taki vel í átakið og styrki starfið með kaupum á merkjum og/eða pennum. SÖFNUNARÁTAK HJÁLPRÆÐISHERSINS

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.