Víkurfréttir - 01.10.2009, Síða 12
12 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
✔ Hvað ætlaðir þú að
verða þegar þú yrðir stór?
Lögfræðingur
✔ Hvaða verk í tónlistarsög-
unni vildir þú hafa samið?
Hef aldrei hugsað þetta svo-
leiðis - frekar hvað það er
gaman að framkvæma þessi
stórkostlegu verk sem eru
til - alveg frá La Boheme
e. Puccini (Ljósanótt) til
syrpu af lögum frá Blues
Brothers-myndum (sem
lúðrasveitin mín spilaði
fyrir NBA leik í Orlando í
fyrra) og allt þar á milli!
✔ Syngur þú í sturtu?
Nei - ekki nema þegar maður
er komin með lag á heil-
ann (sem gerist af og til!)
✔ Afdrifaríkasta
ákvörðun lífs þíns?
Að fara í háskólanám til
Íslands! Tók einn vetur á
meðan ég var í háskóla - þá
byrjuðum við Bjössi saman
og þá var ekki aftur snúið!
✔ Besta ráð sem þú
hefur fengið?
Æfingin skapar meistarann.
✔ Hefurðu gert eitthvað
verulega kjánalegt?
Ekki svo ég muni eftir
✔ Uppáhaldskvikmyndir?
Gamanmyndir
✔ Uppáhaldstónlist?
Big Band tónlist
✔ Uppáhalds hljóðfæri?
Trompet en franskt horn og
fagott eru líka orðin ansi hátt
skrifuð! Ég spila á trompet
og börnin á hin hljóðfærin
✔ Áhugamál önnur
en tónlist?
Að ferðast.
✔ Hvaða stað í heiminum
langar þig mest til að skoða?
Hef lengi langað að fara til
Nýja Sjálands og Ástralíu
✔ Hefurðu fylgst
með sápuóperu?
Reyndi þegar ég var
lasin þegar ég var í há-
skóla - tókst ekki!
✔ Hefurðu grátið við
að horfa á bíómynd?
Margoft!
✔ Hvernig tölvupóst
myndir þú vilja fá í dag?
Alltaf gaman að heyra í
Bjössa eða börnunum.
✔ Ertu á Facebook?
(Hve marga vini?)
Já, á 245 vini.
Tónlist er líf og yndi
Karenar J. Sturluson,
aðstoðarskólastjóra
Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar.
Hún var um síðustu
helgi sæmd Lund-
anum, verðlaunum
Kiwanis klúbbsins
Keilis. Þau eru veitt
þeim sem hafa látið
gott af sér leiða eða
unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarfélagsins.
Nafn: Karen Janine Sturlaugsson
Aldur: 53
Fjölskylduhagir: Gift, 2 börn og 1 barnabarn!
Staða: Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Víða á Reykjanesinu liggja
gamlir járnahaugar frá gam-
alli tíð þegar ekki tíðkaðist
að endurvinna neitt. Má þar
nefna við Stapann þar sem
í fjörunni liggja stórar báta-
vélar og stórir málmhlutir
sem Ægir konungur hefur
ekki náð að brjóta mélinu
smærra, gömlu öskuhaugar
Varnarliðsins sáluga (með-
fylgjandi mynd), á Ásbrú, úti
í miðri Miðnesheiðinni eru
gamlir öskuhaugar, gömlu
námurnar milli Garðs og Sand-
gerðis og víða. Í aðflugstefnu
að Keflavíkurflugvelli fyrir
flugbrautina 02-20 sést vel úr
lofti þessi ómynd sem gömlu
Varnarliðshaugarnir eru og
einnig á Miðnesheiðinni sést
í járnadrasl á víð og dreif.
Undirritaður vill gera stórá-
tak í að endurvinna allt þetta
járnadrasl, skapa með því
verðmæti sem felast í því að
brotajárnið verður að gjald-
eyri, þetta skapar einhverjum
aðilum störf og þetta bætir
ímynd okkar í þeirri viðleitni
að lifa í sátt við umhverfið.
Ég skora á alla opinbera
aðila sem og aðra umsjón-
araðila og landeigendur á
Reykjanesi að skora á íslensk
stjórnvöld að eitthvað að því
fjármagni sem Varnarliðið
skildi eftir til að hreinsa upp
eftir sig mengun verði deilt
út til þeirra aðila sem vilja
virkilega gera góðverk. Það
er því miður af nógu að taka
í þessum málaflokki og ef
til vill verður skrifað meira
um önnur tækifæri sem bíða
okkar í þeim málum seinna.
Hérna er kjörið tækifæri til að
byrja að skapa Reykjanesskag-
anum forystu í því að verða
Umhverfisvænsta samfélag Ís-
lands og þó víðar væri leitað.
Kær kveðja.
Tómas J. Knútsson,
formaður Bláa hersins
PÓSTKASSINN · vf@vf.is
Liggja fjármunir grafnir hérna?
Auglýsingasíminn er 421 0001
- sókn er besta vörnin!