Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.10.2009, Síða 13

Víkurfréttir - 01.10.2009, Síða 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. OKTÓBER 2009 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hættum skutlinu - notum strætó! Frábært barna- og fjölskylduleikrit eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson með tónlist eftir Villa Naglbít. Næstu sýningar: Laugardaginn 3. október kl. 14.00 Sunnudaginn 4. október kl. 14.00 Sunnudaginn 11. október kl. 17.00  - Athugið breyttur sýningartími. Miðaverð kr. 2500 - Hópafsláttur ef pantað er fyrir 10 eða fleiri kr. 2200 - Miðasala á www.midi.is og í síma 823-5477 Sýnt í Hafnargötu 7a, Grindavík, gengið inn hjá Mamma Mia FIMM STJÖRNUR Í FRÉTTABLAÐINU!  „GRÍÐARVEL UNNIÐ HANDRIT“ „SALURINN VELTIST UM AF HLÁTRI“ „GAMAN!!!“ E.B.FRÉTTABLAÐIÐ EKKI MISSA AF ÞESSARI FRÁBÆRU SKEMMTUN. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Í LEIKHÚSINU! ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi, tengdasonur, mágur og besti vinur, Gunnar Þór Sveinbjörnsson, Vatnsnesvegi 23, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 29. september sl. Erla Sigríður Sveinsdóttir, Sigurður Árni Gunnarsson, Birna Valgarðsdóttir, Magnús Þór Gunnarsson, Kristjana Arnarsdóttir, Árni Steinn, Jakob Máni og Viktor Magni Sveinbjörg Þóra Gunnarsdóttir, Sævar Leifsson, Elísabet Ester, Sigurður Gunnar og Viktoría Sól, Anna Pála Sigurðardóttir, Sveinn Ormsson, Helga Sveinsdóttir, Magnús Steinar Sigmarsson, Anna María Sveinsdóttir, Brynjar Hólm Sigurðsson Í dag, fimmtudaginn 1. októ-ber hefur göngu sína ný strætóáætlun sem aðallega mun taka mið af þörfum íbú- anna í Garði og Sandgerði. Með nýja kerfinu er verið að sameina áætlun Garð og Sandgerðis í eitt öflugt kerfi með níu ferðum á dag. „Við erum jafnframt að auka við ferðir um helgar og tengja þetta við strætó Reykjanes- bæjar. Núna verður ekið í gegnum Sandgerði og Garð inn í Reykjanesbæ um Hring- braut og að Reykjaneshöll í stað stoppistöðvar við SBK áður. Þannig er komin teng- ing við FS og Vatnaveröld. Þá erum við jafnframt með þessu að tengja notendur þjónust- unnar við rútuferðir SBK til Reykjavíkur með stoppistöð við Myllubakkaskóla, þaðan sem stutt er í banka, sjúkraús, verslanir og aðra þjónustu. Við teljum okkur að með tiltölulega hóflegum viðbót- arkostnaði séum við að ná fram gríðarlegum samgöngu- bótum fyrir íbúana undir kjör- orðunum Hættum skutlinu - notum strætó,“ segir Ás- mundur Friðriksson, bæjar- stjóri í Garði. Um er að ræða samstarfsverk- efni SBK, Hópferða Sævars, Sveitarfélaganna Garðs og Sanderðis og Strætó Reykjanes- bæjar. Um tilraunaverkefni er að ræða fram að áramótum en þá verður staðan metin út frá notkun íbúanna og ákvörðun tekin um framhaldið. Fyrsta ferð frá Reykjaneshöll er kl. 6:14 á morgnana og síð- asta ferð kl. 22:57. Um helgar er fyrsta ferð kl. 07:35 og síð- asta kl. 22:50. Áætlunina er hægt að kynna sér nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. Á virkum dögum eru níu ferðir og fjórar hvorn daginn um helgar. Alls eru þetta því 53 ferðir á viku að viðbættum skólabíl. -stórbætt þjónusta við notendur strætó í Garði og Sandgerði Við þessa nýbreytni verður efnt til leiks í strætistvögnum þar sem farþegar fá miða sem sem þeir fylla út og geta skilið eftir í vögnunum. Verðlaunin eru ekki af verra taginu, hvorki meira né minna en ut- anlandsferð fyrir tvo og ým- islegt fleira. Þá er rétt að taka fram að þessar strætisvagna- ferðir eru fríar. Þann 8. október næst-komandi munu Samtök Náttúrustofa á Íslandi (SNS) standa fyrir náttúrustofu- þingi. Þetta er í fimmta skipti sem slíkt þing er haldið í tengslum við ársfund félags- ins. Að þessu sinni sér Náttúru- stofa Reykjanes í Sandgerði um undirbúning þingsins og verður það haldið í Samkomu- húsinu í Sandgerði. Dagskráin hefst klukkan 09.30 með ávarpi umhverfisráðherra og stendur til 17:00. Þingið er öllum opið, bæði á allt þingið eða einstaka fyrir- lestra. Sjá nánar á vf.is Náttúrustofuþing 2009 í Sandgerði

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.