Heima og erlendis - 01.12.1946, Blaðsíða 6

Heima og erlendis - 01.12.1946, Blaðsíða 6
A fundi þessum 15. febrúar lí)05 var þetta nýja félag slofnaÖ og nefndist „Kári”. Auk þeirra, sem liöfðu skrifaö undir fundarboðið en mættu á stofnfundinum og gerðust félag- ar, voru þessir: Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur, dr. Sig- fús Blöndal, þorsteinn þorsteinsson (níi skrif- stofustjóri Hagstofu Isl.), Pétur Bogason (nú yfirlæknir við Sollerod Sanatorium), Stefán G. Stefánsson (fyrv. Amtsforv.), Gisli Bryn- jólfsson (seinna læknir í Khöfn) og Jónas Einarsson (seinna á Isl. skrifstofunni hér). Seinna hættust svo nokkrir yngri stúdentar í hópinn, en mér er ekki kunnugt um nöfn þeirra, enda eru fundarhækur „Kára“ glatað- ar, eins og margra annara félaga sem hér hafa verið. Heimildarmaður minn um þennan félags- skap segir um tilgang „Kára“: „Eins og sést á stefnuskránni, var aöaltil- gangur félagsins að hafa siðmennandi áhrif á íslenzka stúdenta í Höfn. En markmið félagsins var einnig að mennta og fræða stúdenta með fyrirlestrum og liafa vekjandi áhrif á þá i öllum andlegum efnum. Enn- fremur að eíla kurteislega framkomu þeirra á mannamótum og í ræðum og ritum“. Um félag þetta í heild og starfsemi þess segir heimildarmaður minn: „það var ekki í byrjun nein óvild að mun eða flokkadráttur milli „Kára“ og Stúdenta- félagsins, því fiestir félagar „Kára“ voru á- fram í Stúdentafélaginu, en þeir reyndu sem flokkur að sefa verstu æsingarnar á fundum. Kárungar vildu fara hægar í sakirnar í stjórnarbaráttunni, en hinir og studdu frum- varpið frá 1í)08 um ríkissamhandið milli Islands og Danmerkur. Af þessum ástæðum og þeim orðrómi, að Kárungar hefðu verið stuöningsmenn ísl. sýningarinnar í Tivoli 1905, var þeim brugðið um íhaldssemi og dansklyndi af félögum og stjórn Stúdenta- félagsins og leiddi þetta til nokkurs rígs milli félaganna um hríð. Allir félagar „Kára“ voru Heimastjórnarmenn og var því mjög lítið um þetta sífelda stjórnmála þras á fundum þess. Mest har þó á ríg þessum af hálfu gamla Stúdentafélagsins“. þó að hurtrekstur Yaltýs Guðmundssonar megi teljast höfuð orsök til stofnunar fél. „Kára“, gerðist hann ekki félagi þess og kom þar víst aldrei. Formenn félagsins þau 5—6 ár sem það starf- aði, voru: Finnur Jóns- son, Sigfús Blöndal, þor- steinn þorsteinsson og Vaklimar Erlendsson. Félagið liélt fundi að jafnaöi einu sinni í mánuói og voru þar oft fluttir fyrirlestrar um hitt og þetta, meðal ann- ars af þessum mönnum: Finni Jónssyni, Boga Th. Melsteð, Sigfúsi Blöndal, þorkeli þoi’kels- syni, Birni Bjarnasyni, Bjarna Jónssyni (víst seinna bankastjóra), þorsteini þorsteinssyni og Pétri Bogasyni. það virðist hafa verið líf í þessu félagi, það efndi til skógarfara á sumrin og skemmti- samkomu stöku sinnum að vetrinum. þó mun samkoman 31. marz 1908 vera með hinum meiri í sögu félagsins. Hún var hald- in í tilefni þess, aö hér stóöu þá yfir samn- inga umleitanir milli Islendinga og Dana, og var ísl. nefndarmönnunum hoðið þangað. þeir þáðu allir boðið nema Skúli Thorodd- PROGRAM fyrir fund i Studentafélaginu „Kári“ þridjud. 31. marz i Wittmacks Lokaler Kl. 8. 1 Prof. Dr phil. F Jovsson. Um stjornarhag-i Islands II U m r æ ð u r. III. M u si k. a. *. Sveinbj,rmson: 1 Kmm*m | | The Vikings Grave | Heir Qislason. b. G. Meyerbeer: Krönungsmarsch J Fjorhent Klaver: H. Alberti: Le Troubadour j Frknrn Agnes Jensen og Kelar Bela: Lystspilouverture 1 Michella Petersen. c, Schubert: Aufenthalt Songur: Mozarl: In diesen heiligen Hallen | Herr Gislason. d. H. Kling: Spanske Danse Violin og Klaver: Boíeldieu: Den hvide Dame Frk. Agnes Jensen og Jos Gungl: Oberlander Herr Strohberg. e. Leoncavallo: Prolog til Bajai ser 1 Songur: Mozart: Don Juan 1 llerr Gislason. Akkompagnatrice: Frk. Agnes Jensen. Klaver: Hornung & Moller. IV Samdrykkja, ræðuhold. Skemmtiskrá „Kára“ 31. marz 1908. 30

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.