Heima og erlendis - 01.12.1946, Blaðsíða 7

Heima og erlendis - 01.12.1946, Blaðsíða 7
sen, er tjáÖi sig ekki hafa tíma til þess aÖ korna. Hannes Hafstein og kona hans komu þó ekki fyr en seinna um kvöldið, höfðu veriö í boði hjá konungi, en náöu „puns- bollunni" hjá „Kára" og ræður og söngur skiptust á langt fram á nótl. Áróra DiÖrikka Ingibjörg, greifinna Traihpe var dóttir hins þjóðkunna háyfir- dómara þórðar Sveinbjörnssonar og ágætrar seinni konu hans Kristínar, fæddrar Knud- sen. Hún fæddist í Reykjavík 1853. Ung fór hún utan og giftist Christian greifa Trampe, sem lengi var póstmeist- ari á Jóllandi, en síðast mörg ár í Præstö. þau eignuðust 7 hörn, 3 syni og 4 dætur. Elsti sonur- inn Jörgen var lengi gózeigandi, en er nú við skrifstofustörf í Höfn; Friörik var embættis- maður í bæjarstjórn Kaupmannaliafnar, þar til bann dó fyrir nokkrum árum, en yngsti sonurinn Christian er „Oberst" í hernum; mikils metinn maður. Dæturnar Christiane, Ingeborg, Halldóra og Emma giftust allar og eiga mörg börn. Aróra Trampe var vel vaxin og fríö sýn- Uru, eins og systkini hennar öll, og mesta dugnaðar kona. Hún sá vel um barnahóp sinn og varð auk þess að sinna póstmeist- arastörfunum, því maður hennar var fremur aogjörðalítill, en mesta valmenni. Alla lífstíð tangaði hana til íslands, en föðurland sitt sa hún aldrei aptur, miklar annir bönnuðu Þar til hún yfir áttrætt dó 1934. Hún liggur §rafín við hlið manns síns í Præstö á Sjá- landi. Leiði Jóhanns Sigurjónssonar skálds er a0 fínna á Vestre Kirkegaard í Kaupmanna- höfia, Afdeling VI, Række 12 nr. "/45. pví er haldið allvel við, en er þannig skreytt, að það hiröir sig aö mestu sjálft, það er klætt jj'sI. mosa" og brendir steinar í milli minna a íslenzk hraun og þúfur. kg minnist ennþá jarðarfarar hans, í heið- skiru veðri og steikjandi hita. Líkræðuna fteh tengdafaðir Jóhanns en við gröf hans alaði vinur hans, Anker Kirkeby ritstjóri. Hann endaði ræðu sína á þessa leið: „þú varst nýlega á Islandi og vildir koma á höfn á Norðurlandi, þá höfn lifðir þú ekki að sjá en nú ert þú sjálfur í höfn. þökk fyrir allt, Jói". Á steininn á gröf Jóhanns er letrað: Digteren JÓHANN SIGURJÓNSSON F. 19/G 1880. D. 3n/8 1919 OG HANS HUSTRU Íslenzka ríkiö hefur greitt fyrir grafreit hans í 70 ár, svo að ekki er að óttast um hvílustað hans fyrst um sinn. HAFNAR-ANNALL -ciðalfundur íslendingafélagsins var haldinn 22. október. Hér voru aó þessu sinni mörg ný andlit, flest ungt fólk og kvenfólkiö auðvitað í miklum meirihluta. Sjálfur aðal- fundur var víst sá stysti í sögu félagsins, stóð aðeins í 12 mínútur, stjórn endurkosin og enginn hafði neitt að athuga við gerðir hennar. Aö aðalfundi loknum las Magnús Ásgeirsson rithöfundur upp kvæði eftir sjálf- an sig, og svo faðmaðist æskan í dansi. -Télag ísl. stúdenta hélt fund föstudaginn 15. nóvember í húsi danska Stúdentafélagsins (Tornværelset). Hér voru um 70 manns karla 31

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.