Heima og erlendis - 01.12.1946, Blaðsíða 8

Heima og erlendis - 01.12.1946, Blaðsíða 8
og kvenna, sem við gömlu fauskarnir hér þektum fæst af. Eftir að form. hafði sett fundinn, fiutti Páll A. Pálsson dýralæknir ræðu til hinna nýkomnu stúdenta að heiman. Af því að ýmislegt í ræðu hans á erindi til íleiri en þeirra er á hlustuðu, skal hér tek- inn kafli úr ræðu hans. Eftir að hafa drepið á andúð Islendinga gagnvart Dönum áður fyrri, sagði hann: „Af eigin reynslu þekki ég að mér og öðrum var það heldur til baga hér fyrstu árin, að við höfðum fyrirfram gert okkur ákveðnar skoðanir um þjóðina, skoð- anir sem alls ekki eru heppilegar þegar maÖur á að starfa hér um nokkra ára skeið. Takið því nú þegar til endurskoðunar hvað ykkur finnst rétt í þeim kenningum, sem að ykkur hefur verið haldið í þessu efni og hvað rangt, það er eitt af frumskilyrðunum til þess, að þið komist í nánari kynni við þjóðina og lærið að dæma hana í réttu ljósi. það ætti nú að vera af sú tíð, er íslenskir stúdentar geröu sér far um t d. að tala dönsku með framburði sem væri sem allra óskiljanlegastur dönsku fólki, og margan annan tepruskap, sem oft stafaði af minnimátt- arkend. En þó mikil breyting ætti nú að vera á orðin afstöðu okkar gagnvart Dönum, þá er líklega ekki hægt að segja, að eins mikillar breytingar sé vart hjá Dönum gagn- vart oss. Enn „hlær heimskinginn að oss" hér á Hafnarslóð eins og á dögum Bjarna. En fylhst ekki þótta og vandlætingu þess vegna það er ekki ómaksins vert, enda á engan hátt Islandi í hag. Sjálfum ykkur og löndum ykkar gerið þið meira gagn með því að fræða „heimskingjan" um hag okkar og háttu. En fari hann með villu og öfgar, þá segið þið honum hið rétta og það með fullri einurð. En því geri ég þetta að umtalsefni hér að ég veit þess dæmi, að íslenskir stúdentar hafa stundum, þegar þeir hafa mætt van- þekkingu og skilningsleysi hjá hérlendu fólki, fyllst þótta og jafnvel fyrirlitningu, sem stundum hefur endst öll þau ár sem þeir hafa dvalið hér, og hefur það náttúrlega verið sjálfum þeim óheppilegast". Páll fór síðan nokkrum orðum um Stú- dentafélagðið og sagði: „Hér hafa vitanlega verið menn af öllum flokkum og oft hefur verið deilt ærið hart þegar stjórnmál hafa verið rædd. Þ° hygg eg að fiokkadráttar hafi aldrei gætt eins og heima á Fróni. Mér finnst menn hafa verið sanngjarnari og víðsýnni hér. Kanske stafar það af því, aó við höfum staðið í nokkurri fjarlægð frá viðburðunum heima. En ef um hagsmunamál félagsius eða stúdenta yfirleitt hefur veriö að ræða, hefur samheldnin verið órofin. Sum ykkar kannist kanske nokkuð við hin pólitísku fé- lög í háskólanum heima og þann fiokka- drátt, sem þar ríkir annað veifið. Slíkt er óþekt hér, eða svo hefur verið í minni tíð, og saknar þess víst enginn." Ræðu sinni lauk Páll með þessum orðum: „þið sem hingað eru komin til að þreyta langt háskólanám, eigið að hafa betri mögu- leika en flestir aðrir til að öðlast þá víðsýni, það umburðarlyndi, þá virðingu fyrir skoð- unum annara sem oss Islendingum í dag er ef til vill nauðsynlegra en flest annað. I von um að þið megið hafa þetta hug- fast, bæði við nám ykkar hér og starf ykkar hér í félaginu, býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin í vorn hóp." þá talaði Einar Bjarnason um ættfræði, fróölegt sögulegt yfirlit um þessi fræði. það var auðvitað „bjórhlé" að vanda, en dýr er nú sá sopin orðinn, kr. 1,60 fiaskan með þjórfé, meira en hálfrar stundar tíma- laun fyrir almennan prentara (setjara) hér. Við Hafnarháskóla eru nú, að því er næst verður komist, 16 ísl. stúdentar, 15 stunda verkfræði og 12 eru aö námi við ýmsa aðra skóla hér. (jleðileg jól og gott og farsælt nýár óskast lesendum blaðsins — heima og erlendis. HEI9IA OG I líl I \ IHS ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI: ÞORFINNUR KRISTJANSSON ENGT0FTEVEJ 7, K0BENHAVN V. Blaðio kemur út annan hvcrn mánuo. Veið árgangsins i Danm. kr. 4.50, einstök blöö 75 aura. Á íslandi einstök blöð kr. 1.50, árg- kr. 9.00. AÖalumboB á íslandi: Bókavcrzlun ísafoldar. I Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, Norregadc 6. Prentaö hjá S. L. Moller, Kaupmannaliðfn. 32

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.