Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 1

Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 1
Heima og erlendis Um Island og Islendinga erlendis 1. árg. Febrúar 1947 5. tbl. ISLENDINGAR FAGNA í KADPMANNAHÖFN I. 1. desember 1918. Hátíðahöldin 1. des. 1918 munu liafa verið hin stærstu meðal íslendinga hér síÖan þjóð- hátíðina 1874. Hinn þriðji stærsti fagnaður Hafnar-íslendinga var svo 17. júní 1944. Viðburðarins 1. desember 1918, er féll upp á sunnudag, fögnuðu Islendingar hér í Sass Selskabslokaler, Linnégade 25. Rás viðburðanna hafði hagað því svo, að mörgum var allt annað en gleði í huga. Spánska veikin herjaði hér í landi og margir Islendingar höfðu tekið sótt þessa. Um miðj- an nóvember mánuð bárust þær fregnir hingað heiman af íslandi, að um 10,000 manns lægju sjúkir af pest þessari í Reykja- vík og að fólk létist í hrönnum. Mönnum gat því ekki verið svo glatt innanbrjósts sem skyldi. En sjálfstæðis Islendinga skyldi fagnað af löndum þeirra í Danmörku og var fagn- að eftir bezta mætti. Allir sem vetlingi gátu valdið komu á vettfang. Nokkrir voru nýstaönir upp úr leg- unni, en vildu með engu móti missa af þessum fagnaði þó veður væri kaldranalegt og því gæti verið hætt fyrir þá, að fara út. Fagnaðurinn hófst kl. 7,30. Kristinn Ar- mannsson, nú lektor við Menntaskólann í Reykjavík, setti hátíðina; mun hann hafa verið formaður íslendingafélagsins þá, þótt hvergi finnist þess getið. Islendingamót 1. des. 1928 á 10 ára sjálfstæðisafmæli íslands. í fyrstu rðö f. v.: Sig. Guðmundsson, skólam., frú Georgia 'Björns- son, Sveinn Bjðrnsson báv. sendih., M. Bartels, þáv. form. félagsins, f'rú Guðríður Klerk, Har. Sigurðsson. í annari röð frá v.. •fón Krabbe, Bogi Th. Melsteð, frú Stefania Clausen, Pétur Jónsson óperusðngvari. í fjórðu röð frá vinstri: Finnur Jónsson próf. og frú, frú Agústa Thomsen og lengra til hægri Ditlev Thomsen og Oddur Rafnar. 33

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.