Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 4

Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 4
þannig man eg að frk. Halldóra Rjarnadóttir ritstj. var sunnudaginn 27. apríl 1924 og sagði frá starfsemi kvenfélaganna á Islandi, líknarstarfsemi þeirra og baráttu fyrir að auka menntun og menning ísl. kvenna. Á þessu kvöldi voru liðlega 100 manns. Frið- rik Á. Brekkan kom hér líka oft og hafði frá ýmsu að segja. þá má nefna, að sá er þetta ritar, sagði einu sinni á samkomum þessum frá ferð er hann hafði farið um Dan- mörku með styrk frá félaginu. þegar fyrirlestrum var lokið, settust menn að kaffidrykkju og sá frú Karitas fyrir því, að allir fengju það, er þeir gætu í sig látið. AÖ þessu loknu skemmtu menn sér svo við söng, hljóðfæraslátt og samræður, en kl. 11 fóru menn að hugsa til heimferðar, húsið hafði staóið á öðrum endanum, við gestirnir höfðum verið í öllum herbergjunum og látið eins og við værum heima hjá okkur. þessi opnu kvöld héldust 5—6 ár, og það, hve vel þau voru sótt, sýnir að mönnum bæði þótti skemmtilegt að koma þar og að menn voru ekki feimnir, þótt hjá framandi væri, enda gafst aldrei ástæða til feimni, öll- um var tekið eins og gömlum og góðum kunningjum. þessi kvöld geymir nú sagan, hann sem var lífið og sálin þessi kvöld er nú horfinn okkur, en hún sem gekk um beina með bros á vörum og vingjarnleg orð til allra, lifír enn — einmana, en i endurminningum um samvist með góðum manni og gáfuðum, sem ávalt barðist með þeim og fyrir þá sem voru minni máttar. þorf. Kr. ISLENDINGAR BÚSETTIR í DANMÖRKU Gísli Kristjánsson, fyrv. aðstoðarmaður við Landokonomisk Forsogslaboratorium í Khöfn. Hann er fæddur 28. febrúar 1904 að Gröf í Svarfaðardal. Foreldrar hans eru Kristján Sigurjónsson og kona hans Kristín Kristjánsdóttir, fyrr búandi á Brautarhóli í Svarfaðardal. Systkini hans eru Sigurður cand. theol, Sigurjón bóndi á Brautarbóli, Filippía, skáldkona Reykjavík, Lilja stúdent og Svanfriður, Brautarhóli. Gísli kom til Danmerkur fyrst 1926; hvarf síðan heim og kom hingað í annað sinn 1931 og dvaldi svo hér til sumarsins 1945 að hann flutti til ísl. Hann hefur stundað nám við Ollerup Gymna- stikhojsk., International Peoples College, Lyngby Landboskole, Kongelig Veterinær- og Landbo- hojskole, Handelshoj- skolen og Universitetet Lauk prófi í al- mennum búvísindum 1939 og prófi eftir framhaldsnám í búmegunarfræði 1941. Fór síðan til Svíþjóðar og dvaldi þar um tíma. Gísli vann hér sem náms- og aðstoðarmaður við Samband búaðarfélaganna, Statens Korn- kontor, Landokonomisk Driftsbureau, Lig- ningsdirektoratet, Landbrugsraadet, Land- brugsministeriet og Landokonomisk Forsags- laboratorium. Á árunum 1931—39 ritaði hann í íslenzk blöð (Dag og Timann), Búnaðarritið og Frey. Auk þessa ritaði hann í ýms dönsk blöð og tímarit um búfræöileg efni og hag- fræðiJeg, í Ugeskrift for Landmænd, Dansk Landbrug, Hippologisk Tidsskrift o. fl. Stærstu ritgerðir hans eru 213. Beretning fra For- sogslaboratoriet og í bókinni Hesten. þá flutti hann erindi um ísland í útvarpið hér og fyrirlestra víðsvegar í Danmörku. Var stjórnarmeðlimur í Landbrugskandidaternes Klub 1942—43, formaður Söngfélags íslend- inga í Kaupmannahöfn 1943—44 og í stjórn íslendingafélagsins 1944. Gísli er kvæntur danskri konu er heitir Thora Nielsen, dóttir Hans Nilsens kennara í Maabjerg vió Holste- bro og konu hans Margrethe Nielsen (f. Christoffersen). þau eiga þrjár dætur er heita: Rúna, f. 3. sept. 1940, Stína, f. 16. maí 1943 og Edda, f. 20. okt. 1944. Ólöf Briem, hjúkrun- arkona, fædd 23. septem- ber 1914 aó Melstað í Miðfírði. Foreldrar henn- ar eru Jóhann Kristján Briem, prestur að Mel- stað í Miðfírði og kona hans Ingibjörg Briem. Systkini Olafar heita: Steindór, Camilla og 36

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.