Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 5

Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 5
ræðu, er hann flutti í boði hjá Skjærne, nokkru eflir að hann haföi fengið styrkinn. Hann þakkaöi honum, eins og styrkurinn væri hans verk, en að Sveinbjörn sjálfur væri styrkþeginn, án þess að hafa unnið til þess nieð verkum sínum. Hann var ekki að hælast af verkum sínum, en lítillátur og glaður eins og barn yfir þessum óverðskuld- aöa lieiðri. þau Sveinbjörn og kona hans komu oft á heimili okkar og það sýnir þakklátsemi hans, að einhverntíma í ræðu í hoði hjá okkur, kallaði hann heimili okkar „annað heimili sitt“. ViÖ annað tækifæri kom frú Elenora snemma morguns með fangið fullt af hlómum, áttu þau að vera til þess að skreyta borðið um kvöldið. þau hjónin hjuggu Dr. Priemis Vej 1 á Friðriksbergi, höföu þar tvö herbegi en borð- uðu í matsölu, gátu þó veitt kaffi eða te á heimili sínu. þegar við komum þar, setti Sveinhjörn sig við hljóöfærið, meðan kona hans sá um kaffi eða te handa okkur, svo nutum við góðgerðanna og Sveinhjörn hélt uppi viðræðum, varð hann oft að snúa úr ensku í dönsku eða dönsku í ensku. Kona hans skildi dönsku nokkurn veginn en við ekkert ensku. Inn í milli töluðum við svo íslensku. Sveinhjörn átti ekki hljóðfæri en hafði það á leigu. Gömlu lijónin sátu oft ein heima og kom fyrir aö við litum inn til þeirra og huöum þeim heim með okkur. þannig var það sumardag einn að við komum inn til þeirra og buðum þeim til kveldverðar. það var heitt í veðri og Sveinhjörn sat i þunnum innijakka, bæði vegna hitans og eins þess, að hann hafði sár í brjósti vinstra megin er náði undir handarkrekan og þoldi illa þungan og þröngan jakka. Hann óskaði því að mega koma í innijakkanum og öm- uðumst viö ekki við því. Vegur okkar lá um Frederiksberg Alle og þegar við erurn miója vegu heim, koma tveir ungir, auösjá- anlega gáskafullir piltar, þeir stansa og stara á Sveinhjörn og skelli hlæja svo. Við snér- um okkur við og sjáum þá að frú Elenora hlær líka og segir: „þeir hlægja að mannin- um mínum, af því hann er í innijakka!“ »Láttu þá hara hlægja“, segir Sveinhjörn, »mig sakar það ekki!“ það hafa margir Islendingar orðið á vegi mínum hér í landi og margir góöir, en eg hefi engum mætt hetri en Sveinhirni og Elenoru konu hans. þau voru samrímd í öllu, báru einlæga virðingu hvert fyrir öðru, Ijúf í allri framkomu og innilega þakklát fyrir minnstu samúð og sýndan vinahug. porfinnur Kristjánsson. IX. Úr sögu íslendingafélags. þegar eg kom hingað haustið 1918 var enginn fast- ur félagsskapur hér meðal Islendinga, en nokkrir áhugasamir stúdentar gengust fyrir fundarhaldi og kvöddu á fund þá Islendinga, er þeir náðu til, einkum stúdenta, og gerðu sér svo far um, að hafa fundina eins fjöl- hreytta og frekast var kostur. þessari fram- takssemi stúdenta var það að þakka, að Is- lendingar þó hiltust stöku sinnum. En árið 1919 tóku Islendingar höndum saman um fastan félagsskap og nefndu þaö Islendinga- félag. Af nefndaráliti um stofnun félagsins sést þaö, að skoðanir manna hafa verið skift- ar um ýmislegt, einkum þó smámunina, t. d. mætti það andstöðu, einkum frá Finni Jónssyni, að nefna fundi félagsins Islend- ingamót, en heitið sigraði og helst ennþá. Islendingafélagið liefir því starfað óslitið síðan 1919 og um haustið eða voriö 1920 er H. J. Hólmjárn kosinn formaður, og hafði þann starfa í fimm ár. Flest stjórnarár hans átti félagið eiginlega aldrei neitt í sjóði og af reikningsskilum frá þeim tíma sést, að formaður og gjaldkeri hafa oft orðiÖ að lána félaginu peninga í hili, og hafi því orðið tekjuafgangur af stöku fundi, mun þaÓ hafa farið til greiðslu skulda. Fundir félagsins voru oft í stjórnartíÖ Hólmjárns vel sóttir, enda margt Islendinga hér eftir fyrri heimsstyrjöldina og Hólmjárn hafÖi áhuga fyrir því, að halda félaginu í horfinu. Til aÖ skemmta á fundum félags- ins var þá ekki um aðra að ræða, en danska listamenn, hér var þá naumast um annaÖ ísl. listafólk að tala en Harald Sigurðsson og frú Dóru konu hans, enda oftast leitaÖ til þeirra 1. desemher, en nú er húiö að koma öllum hátíðablæ þann dag fyrir kattar- nef. þá amaðist enginn við dönsku lista- fólki til aÖ skemmta á fundum félagsins, nú þurfa það helst að vera Islendingar og oft án tillits lil hæfileika. þaö sem oft var áhyggjuefni á stjórnar- 5

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.