Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 1

Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 1
<>. árfj. 1. tbl. Heima og erlendis Um Island og Islendinga erlendis Janúar 1958 JÓNAS HALLGRÍMSSON MINNIKVÖLD íSLENDINGAFÉL. 10. APRÍL 1937 Laugardaginn 10. apríl áriÖ 1937 hélt Is- lendingafélag Jónasar Hallgrímssonar kvöld í Studenterforeningen, Yestre Boulevard 6, kl. 8V2 e. h. A fundi þessum flutti Jón próf. Helgason ræðu þá er hér birtist. Um fund þennan segir svo í fundarbók félagsins: „Lárus Pálsson las upp: Leggur og skel, Hulduljóð og Drotninguna í Englandi og Jóhanna söngkona (Jóhannsdóttir Johnsen) söng: Fýkur yfir hæðir, Fífílhrekku, Kossa- vísur, Ljúfí gef mjer lítinn koss, Ferðavísur, það er svo margt ef að er gáð og Stóð jeg úti í tunglsljósi, og sem aukalag Sprett og eitt eða tvö önnur. A eptir stakk formaður upp á því að sungið yrði Hvað er svo glatt, en gat þess jafnframt að hest væri að halda sjer við tvö fyrstu erindin, því það væri opt- ast svo, að menn kynnu ekki meira. Sam- komufólkið tók þessu vel og var tilnefndur forsöngvari. Fyrsta erindið tókst vel, en þegar því var lokið, byrjaði forsöngvarinn á fimta erindinu og ruglaði það þá fáu sem kunnu annað erindið. Einhverjir gárungar höfðu orð á því að forsöngvarinn hefði jafn- vel ekki sjest hæra varirnar, þegar komið var út í þetta erindi. En margt er satt og niörgu logið eins og skrifað stendur og skal ekki orðlengt frekar um þennan söng. A eptir þessu öllu saman var svo dansað langt fram eptir nóttu. Meðal hoðsgesta voru Sigurður Guðmunds- son, skólameistari frá Akureyri, og Páll Is- ólfsson hljómlistarmaður og kona hans“. Hér fer svo á efiir ræða Jóns próf. Helga- sonar eins og hún er skráð í fundarhókinni: Ef við athugum hversu mörg mannslíf þarf til þess að brúa aldirnar, þá rekum við °kkur á að þau eru í rauninni ótrúlega fá, færri en okkur hafði grunað í fyrstu. I fyrra dó hjer í Khöfn háaldr- aður maður, sonur þess manns sem mest sluddi Jónas Hallgrímsson og var hestur vinur hans af dönskum mönnum. Jeg sá þennan gamla mann oft, og mjer datt ein- lægt þaö sama í hug: að líklega væri hann eini maöurinn á lífí sem hefði sjeð Jónas Hallgrímsson. En hvort sem það er nú rjett eða ekki, þá er það víst að ekki heföi verið til mikils að spyrja hann, hvernig Jónas kom honum fyrir sjónir, því að hann var ekki nema misseris- gamall þegar Jónas dó. Djúpið milli okkar og Jónasar er ekki hreiðara en svo, að ein löng mannsæfí getur tejgt sig yfír það, og er þó nú orðið í það allra tæpasta. Á þessum árum sem nú eru að líða, eiga ýmsir höfuðatburðir í lífi Jónasar aldaraf- mæli sitt. 100 ára stúdentsafmælið var 1929, en 1932 voru 100 ár liðin frá því að hann kom fyrst til Hafnar. 1935 voru 100 ár lióin síðan Fjölnir byrjaöi að koma út, síðan Island farsælda frón var ort og síðan Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur var sungið fyrsta sinni. Nú um þessar mundir eru 100 ár frá því að Jónas var að húa sig til fyrstu rannsóknarferðar sinnar á íslandi. Hann hafði verið hjer í Höfn á 5. ár, Garðtíminn var út- runninn, auðsjeð aö hann myndi aldrei Ijúka því lögfræðiprófi sem hann hafði fyrir önd- verðu gert ráð fyrir aö taka, örvænt um að blöðin myndu nokkurntíma flytja þá fregn að cand. jur. Jónasi Hallgrímssyni hefði verið veitt sýslumannsembætti þar og þar. Hugur- inn hafði verið tvískiptur, að nokkru leyti við skáldskap og fagrar mentir, að nokkru 1

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.