Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 7

Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 7
á 90 ára afmæli hennar, hve glöð hún varð: að landar hennar minntust hennar þennan dag! Hún lá í rúminu, herbergið fullt af vinum og blómum, sem hún þó gat ekki séð, því sjónin var horfín. En blómin sem eg kom með, voru henni meira virði en allt annað! Hún bað mig að setja á rúmstokkn- um, til þess að geta haldið í hönd mína og sleppti henni ekki fyr en eg fór og kvaddi mig með tár í augum. — Islendingafélag hefir aldrei haft jólatré, hvorki fyrir fullorðna né hörn, en einusinni haldið fund annan jóladag, og aðeins þetta eina sinn. Hvort Hólmjárn hefír haft hug á slíkri samkomu í stjórnartíð sinni, veit eg ekki, en eg hefí fundið bréf frá konu, sem hýður félaginu jólatré að gjöf. þykir mér líklegast, að þessi k0na hafí haft einhver kynni af Islendingum eða þekkt Hólmjárn persónulega og talið sjálfsagt, að félagið héldi nýársfagnað og viljað gleðja það á þennan hátt. Bréfíð hljóðar: Ærede Hr. Hólmjárn! Da jeg er i Besiddelse af en lille Gran- plantage, vil jeg tillade at spörge omlslend- ingafél. kunde have Fornojelse afet Juletræ til det lste Bal i det ny Aar, da vilde det være mig en stor Glæde at give et saadant samt lade medfolge 100 Lys og lidt Glimmerstads. Træets Hojde kan faas indtil 6 á 7 Alen. Svar bedes venligst sendt mig i Lohet af Dagen Tirsdag den 30te med Besked om hvortil det skal sendes, om det skal være Fredag eller Lordag (for at jeg kan give tidsnok Ordre til Omhugning). Med særdeles Agtelse. Laura Scheving, Holsteinsgade 36 St. Bréfíð er dagsett 29. des. 1924. þessu bréfí svarar svo Hólmjárn 2. janúar 1925, á þessa leið: „Hjemkommen i Dag har jeg modtaget Deres Brev hvorfor jeg takker. Styrelsen for Islendingafjelag havde for jul truffet Af- gorelse for den 3. ds. Yi havde ogsaa tænkt paa Juletræ, men bestemte at vente med den Sag til næste Aar, da vi forhaabentlig til den Tid har nogle ílere Penge i Kassen. Maatte vi da eventnelt komme tilbage til Deres venlige Tilbud skulde det være os en Glæde“. Seinna hefír félaginu aldrei hoðist slík gjöf, svo mér sé kunnugt. þ. Kr. HAFNAR-ANNALL Gleðilegt ár! gjallar úr öllum áttum! Jiað sé þá líka fyrsta ósk mín til þeirra, er kaupa og lesa þetta blað, hér og á Islandi. þeir eru að vísu ekki ýkja margir, en því þakk- látari er eg þeim, sem hafa sýnt því tryggð frá upphafi og þá líka þeim, sem slegist hafa í förina seinna. Hamingjusamt ár! — 14. október síöastliðinn lést hér í bænum Kristján S. Níelsson. Hann var fæddur í Njarðvíkum 19. sept. 1876, en hafði verið búsettur hér síðan laust eftir aldamótin síð- ustu. Hann var félagi Islendingafélags og kom oft á fundi þess, en seinustu tvö árin kom hann þar sjaldan, sökum heilsubrests. Jarðarför hans fór fram 19. okt. frá Vestri- kirkjugarði í Kaupmannahöfn. — Islendingafélag hóf starfsemi sína, eftir sumardvalann, laugardaginn 27. sept. síðastl. Átti það að vera aðalfundur, en varð að vanda ekki lögmætur. Á þessum fundi söng frú Lulu Ziegler nokkrar vísur, þá fréttir frá Islandi og að lokum dansað. J>á var aft- ur boðað til aðalfundar 27. október og var hann haldinn í Ny llosenhorg, Vestre Boule- vard 5. Ur stjórn áttu að fara þetta sinn Hoherg Petersen, einnig vantaði mann í stjórnina i stað Márs Ársælssonar, sem farið hafði til Islands snemma síðastliðins vetrar. Hoberg Petersen var endurkosinn en nýkjör- inn Jón Helgason, stórkaupm. Formaður gat í skýrslu sinni þess, að þorfinnur Krist- jánsson hefði (15. okt.) verið 25 ár í stjórn félagsins og mundi vera fyrsti maðurinn sem svo lengi hefði setið óslitið í stjórn þess. Annars gerðist ekkert merkilegt á fundinum, síst það, er sé frásagnar vert. Félagið veitti kaffi eða öl þeim 22 félögum sem mættir voru. Næsti fundur var 1. des. fundurinn, fullveldishátíðin, sem við köllum það. Á þeim fundi talaði Jón Helgason, próf., sú ræða hans liefír birts í „Frjáls þjóð“. J>á var flutt ávarp forseta Islands herra Ásgeirs Ásgeirssonar (á hljómplötum), því næst lék Erling Blöndal Bengtsson próf. nokkur lög og Sigfús Halldórsson tónskáld lék lög eflir sjálfan sig og svo var auðvitað dansað. AÖ- sókn var þolanleg. Sameiginlegan nýársfagnað — eins og líka fullveldishátíöina — héldu Islendingafélag og Félag ísl. stúdenta á gamlárskvöld i Stu- 7

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.