Heima og erlendis - 01.07.1953, Blaðsíða 2

Heima og erlendis - 01.07.1953, Blaðsíða 2
meðal annars „Grasaferö“ og „Eg biö að lieilsa“. Aö þessu loknu söng Söngfélag Islend- inga í Kaupmannahöfn nokkur lög, meÖal annars: Island farsælda frón, Hættu aÖ gráta hringaná, Fanna skautar faldi háum, og lauk söng sínum meÖ: Yorió er komiÖ og 0, GuÖ vors lands. Er sjálfri minningarhátíÖinni lauk, settust menn að sameiginlegri kaffidrykkju og sungu ýmsa ættjarðar söngva. A móti þessu voru um 150 manns. A myndinni hér aÖ framan eru í fyrstu röö frá hægri: Tryggvi Sveinbjörnsson, Magnús Z. Sigurðsson, Kristján Albertson, frú þórun Björnsdóttir, systurnar Lára og Stefanía Nelim (Eggertsdætur frá Laugar- dælum), frú E. Bartels, jón Helgason og M. Bartels. I síÖustu röÖ frá v.: Jakob Benediktss., Marteinn Björnsson, stud. polyt., Matthías Jónasson, dr„ þorf. Kristjánsson og Helgi Briem, endurskoðandi. SAGT OG SKRIFAÐ UM ÍSLAND OG ÍSLENDINGA Úr gömlum dagbókar-blöÖum. Eg kem valla svo nokkurs staðar í Danmörku, að ekki verði á vegi mínum menn, er einhver kynni hafi af Islendingum. Og fyrir liðugu ári síð- an, varÖ á vegi mínum kona, er gift haföi verið dönskum landmælingamanni, Lauritz Jensen, er veriÖ hafÖi viÖ dönsku landmæl- ingarnar á íslandi um langt skeió. Hún sagði mér frá því, aÖ maður hennar hefÖi haldiÓ dagbók um feröir sínar á Islandi og spurði, hvort eg hefÖi liug á aö kynna mér þaö, er hún ætti í handriti af þessum dagbókar- hlöÖum manns hennar, og þaÖ varÖ úr, aÖ eg fengi handritið til Jesturs. Við lestur þessarar daghókar fann eg svo ýmislegt það, sem mér þótti gaman aÖ, og einnig fannst mér anda svo lilýju i garö íslands og Islendinga, að eg réÖ þaÓ með mér, aö birta hrafl úr þessum nú fimmtíu ára gömlu minningum þessa danska manns. þau Lauritz og Thyra Jensen eru bæði dáin, liann fyrir 4—5 árum, hún fvrir liðugu ári síÖan. þessi daghókarblöð hefjast 27. maí áriÖ 1902 og ná til 12. ágúst sama ár. En annað hvort hefir áframlialdið glatast eöa Jensen ekki endst aldur til hreinskriftar, því dag- bókinni lýkur í Vík í Mýrdal, en þaðan hefir jensen ekki farið út aftur. þriöjudaginn 27. maí árið 1902, kl. 8l/2í er Jensen kominn á skipsfjöl. það er „Laura“ gamla sem á aö íleyta honum heim og það er fyrsta ferð hennar á árinu, hún hefir verið til eftirlits og viðgeröar og því á hún líka aÓ veltast í sundinu og rétta áttavitan. KJ. 9V4 leggur hún frá liafnarbakkanum í „Gamle Dok“ á Kristjánshöfn. Jensen hafði lítið komið á sjó áður og ekki vitaÓ hvaÓ sjóveiki var, en fekk nú aÖ þreifa á þeim gesti. þeir eru fjórir í klefa og allir veikir, loftið er ílt og rúmlítiÖ í klefanum, en Jenseu segir, að „ekki megi búast við eins rúmgóðu svefnherbergi á skips- fjöl og heima lijá sér“. A 1. farrými eru þessa ferÖ 22 farþegar. Föstudaginn 30. maí er „Laura“ í Leith og laugardaginn 31. maí er lagt á staó þaðan, en þegar út í fjöröin kemur, skellur á storm- ur og skipstjóri áræÖir ekki aö halda áfram ferðinni, en lætur fyrirberast í fyröinum, þar til stormurinn liefir lagt sig. MiÖvikudaginn 5. júní er „Laura“ komin þaÖ nærri Islandi, aö Jensen sér hylla undir fjöllin og nú blasa viÖ honum Eyjafjalla- og Mýrdalsjöklar. Jensen segir Eyjafjallajökul vera 5430 fet. Nokkru seinna kemur hann svo auga á Vestmannaeyjar og likir þeim við „liláar keilur". þykja honum eyjarnar einkennilegar tilsýndar, þessi háu, hrika- legu hjörg, fléttuÖ grænu grasi í skorum og sprungum og fuglana setja á stöllum og í holum og sjá fjaðrirnar rjúka af þeim, er þeir lljúga upp. þaö minnir hann á aÖ sjá „fiðri lielt úr sængurveri“. þegar „Laura“ er lögst við Vestmannaeyjar, sér hann betur yfir sjálfar eyjarnar, kemur auga á ýms liús og kirkjuna á staðnum, en vegna fjarlægðarinnar verÓur kirkjan ekki stærri í augurn hans en leikfang barna. Frá Vestmannaeyjum segir Jensen 12 tíma siglingu til Reykjavíkur og fimmtudagsmorg- uninn 5. júní kl. 6 er „Laura“ á lleykjavíkur höfn. Jensen segir raunar, aó enn sé ekki höfn í Reykjavík, og aÖ það sé 15 mínútna róður á land á opnum hátum. „Mér leist 18

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.