Heima og erlendis - 01.07.1953, Blaðsíða 7

Heima og erlendis - 01.07.1953, Blaðsíða 7
betur málstað íslands en hann, gerist þess þörf. Hann er Islendingur af lífi og sál. Arið 1930 réð Jóhannes sig þjón á „Polonia“ Islandsferðina. það voru nú 28 ár frá því, aö hann hafði síðast verið á Islandi, nú gafst tækifæri til þess þó að sjá landið aft- ur og því ekki að grípa það! J>egar skipiö hafði lagst í Reykjavík, fóru farþegar og þjónustufólk í land, það er leyfi hafði, meðal annars Jóhannes. Honum datt í hug að skoða safn Einars Jónssonar, enda þekkti hann líka Einar, hann hafði komið á heimili foreldra Jóhannesar í Höfn, og þegar hann hefir litast um í safninu, leitar hann ráða umsjónarmanns safnsins til þess, að ná tali af Einari. En þaö veittist örðugra en Jóh. haföi haldið, hann var talinn vera meðal ferðamanna, en það gat þreytt listamanninn og eytt um of tíma hans, að veita áheyrn hverjum ferðamanni er óskaði þess, það varð því að halda þeirri reglu, að neita viðtali, nema þá undir sérstökum kringumstæðum. Jóhannes taldi sig ekki í hóp ferðamanna, hann væri þjónn á „Polonia“, Islendingur og þekkti Einar Jónsson og því hefði hann löngun til þess að ná tali af honum. þessi skýring hafði þau áhrif, að Jóhannes náði tali af Einari er tók honum vel, og bauð honum til sín um kvöldið, en Jóhannes átti þá að vera komin til vinnu sinnar. Einar hiður hann að hinkra við, kemur svo aftur með hréf í hendinni og biður hann að koma því til skipstjóra og svo kveðjast þeir. þegar Jóhannes er aftur á skipsfjöl, lærir hann skipstjóra hréfið, hann er önugur í viðmóti en spyr, hvort hann eigi að hafa svar við hréfinu, en það vissi Jóhannes ekki og skip- stjóri hað hann að bíða. þegar hann hefir lesið hréfið, segir hann: „þekkið þér Einar JónssonJú, Jóhannes þekkti hann. „Biöjið þér brytan að koma og tala við mig“, segir skipstjóri og Jóhannes fer. Brj tinn spyr hvaö sé að, hann viti ekki af klögumálum á hend- ur Jóhannesi en biöur hann að koma með sér til skipstjóra. Jóhannes bíður við dyr skipstjóra, meðan hryti talar viö hann svo koma þeir háðir út og skipstjóri segir: „þér eruð boðinn til Einars Jónssonar í kvöld. Við erum kunningjar, og hann biður mig um leyfi fyrir yður frá vinnu, til þess að sækja hoð hans. Brytinn hefir lofað mér að koma þvi svo fyrir, að þér getið fengið ósk Einars uppfyllta. þér finniö einhver ráö til þess“ segir skipstjóri við brytan. Jóhannes fekk leyfið og haföi ánægjulegar stundir hjá Einari og konu hans þetta kvöld. En Jóhannesi fannst eins og hann hefði vaxið í áliti þessara yfirmanna sinna af kunn- ingsskap hans við Einar Jónsson. TIL HEIMSÓKNAR A ÍSLANDI / / A þessu sumri hafa þrír Islendingar hú- settir hér, fariö kynnisför til Islands á veg- um samskota þeirra meðal Islendinga hér og á Islandi, er hófust fyrir sex árum síðan. Alls hafa 13 manns notið stuttrar en ánægju- legrar dvalar á Islandi, eftir 30—60 ára slyt- lausrar húsetu hér í landi. Af þeim þremur í sumar er einn, Ásgeir Jocohsen, kominn heim aftur, glaður og ánægður yfir að hafa séð aftur land sitt og fæðingarhæ sinn, Reykjavík. Ferðaskrifstofa ríkisins bauð honum á þingvöll og til Geysis, en á hvorugan þennan slað haföi hann komið áður, og Geysir fagnaði honum þá líka með gosi, en kvað annars vera spar- samur á svo viðhafnarmikla gestristni. Hitt tvent sem heim fór, er enn á Islandi, en engin hætla er á, að þeim leiðist, eins og búið var í hagin fyrir þau af frændum og vinum. Og svo eiga þau i ráðamönnum þessarar starfsemi á Islandi ótrauóa vini, sem ekki telja eftir sér sporin, þurfi einhvers við á einhverju sviði. Annað þeirra, frú Anna Sogaard, er á vegum Loftleiða fram og aft- ur og því ekki í kot vísað. það er nú í annaö sinn, aö Loftleiðir hlaupa undir bagga með þessari starfsemi. Ollum stuðningsmönnum þessarar starf- semi hér og á Islandi þakka eg fyrir hönd þeirra, er notið hafa góðs af framlögum þeirra, hvort heldur var í peningum eða á annan hátt. Viðvíkjandi innheimtu blaðs þessa á ís- landi minnum vér á, að Bókaverslun Isa- foldar, Austurstræti 8, Reykjavík, annast hana og tekur einnig á móti nýjum áskrif- endum. 23

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.