Heima og erlendis - 01.07.1953, Blaðsíða 8

Heima og erlendis - 01.07.1953, Blaðsíða 8
HAFNAR-ANNÁLL Fátt hefir gerst merkilegt meÖal íslendinga hér, síðan hlaÖ þetta kom út í apríl mán- uöi, svo aÖ mér sé kunnugt. Islendingafélag liélt sumarfagnaÖ sinn fimmtudaginn 23. apríl í Sludenterforeningen. RæÖu fjrir minni sumars flutti aÖ þessu sinni Olafur Halldórs- son, stud. mag., Carlo Andersen, kgl. kon- sertm. lék á fiÖlu, aÖstoÖaÖur af Elvi Hen- riksen, Elith Foss, leikari, las upp og Manja Mourier söng gamanvísur, síÖan var dansaÖ. Næsti fundur félagsins var lýöveldishátíöin 17. júní. Minni Islands flutti sendiherra SigurÖur Nordal, dr. phil., frk. Elsa Sigfúss söng ísl. söngva og aöstoÖuÖ af móÖur sinni frú Yalhorg Einarsson, þá var sýnd ný ísl. lit-kvikmynd og loks lék Axel ArnfjörÖ á píanó. A fundinum voru um 230 mauns og dansað til kl. 2. þennan dag haföi sendiherra og kona hans hoó inni aÖ heimili þeirra, A. N. Han- sens Alle 5, Ilellerup. StúdentafélagiÖ hélt fund laugardaginn 11. apríl i Kannibalnum, Norregade 10, kallaÖ- ist þetta Gerplukvöld. HalldórKiljanLaxness, rithöfundur, las úr hók sinni Gerplu „og svarar spurningum, ef fundarmenn hafa ein- hvers aÖ spurja um bókina“ segir í fundar- hoÖinu. Ekki minnist eg eiginlegra spurn- inga, en þorf. Kr. ávarpaöi Halldór meÖ nokkrum orÖum. 20. apríl tilkynnir Stúdentafélagiö söng- æfingu i liúsi K. F. U. M., Rosenhorggade 15. „þar verÖur gerö tilraun til aÖ stofna söng- fiokk (karlakór), og er skoraÖ á alla félaga, sem áhuga hafa á málinu, aÖ koma og vera stundvísir.“ Er síst aÖ lasta þessa tilraun, en verÖur hún annaö og meira en — „sápu- kúla“? A fundi félagsins G. maí í Biskupakjallar- anum, ræÖa hinir ungu menn áfengismálin, „hjórinn og skipan áfengismála á Islandi“ nefndist erindiÖ og framsögu haföi Ari Bryn- jólfsson, stud. mag. þá er aö nefna sameiginlegan fund ísl. og færeyskra stúdenta í Kaupmannahöfn, „gleði- fund“, eins og segir í fundarhoöinu og er liann haldinn í Borgernes Hus, Bosenhorg- gade 1, 15. maí kl. 1930. Chr. Matras, próf., fiutti ræÖu, Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, las upp, þvínæst var almennur söngur, gáfna- próf og færeyskur og enskur dans. AÖgangs- eyrir var kr. 2,50. Enn er aÓ nefna skógar- för félagsins um Norður-Sjáland áhvítasunnu- dag, 24. maí. „HafiÖ nestisbagga meÖ. Far- gjald kr. 12,00“. Líklega hefir þó enginn sligast undan „nestishagganum.“ AÖ lokum þetta frá Stúdentafélaginu: „BlaÖ- kvöldið í þessari viku (10. júní) verður þaö síÖasta í vor. Félagiö fer í kynningarferð til Túhorgar (ölgerðin) n. k. föstudag, 12. júní. Fariö verÖur meÖ lest frá Austurporti kl. 1330. Komið tímanlega“. Hinir ungu vinir mínir hafa sjálfsagt ekki þjáðst af þorsta þann dag! Skrifstofa Sambands ísl. samvinnufélaga vekur „athygli Islendinga á því, aÖ íslenzkt hraðfryst dilkakjöt á ný er fáanlegt hjá slátrurum í Kaupmannahöfn og umhverfi“. Einsog ávallt á sumrin, einkum síðan „Gullfoss“ hóf hraðferÓirnar, eru margir Is- lendingar á ferÖ hér, fiestir aÖeins milli feröa skipsins. HéÖan leggja þeir svo leiÖ sína til SvíþjóÖar og Noregs, aðrir fara á- fram til „suðrænni landa“ og enn aðrir eyða tímanum liér í Höfn, enda er hér margt aö sjá, en hvort allir þeirra leita uppi hiÖ besta, er annaÖ mál, og fer eftir smekk manna. Nöl’n hiuna ýmsu ferÖamanna veit eg ekki, hefi þó heyrt um herra biskupinn Sigurgeir Sig- urösson, en hann mun hafa haldiÖ áfram til SvíþjóÖar. þá hefi eg rekist á „Hannes á horninu“ (Y. S. V.), hann er hér á vegum utanríkisráÖuneytisins danska, en „hornar“ Fjón og Jótland einsog stendur. þá hafa líka nokkrir Islendingar, húsettir hér, lagt leiö sína til Islands, þannig Gunnar Björnsson, konsúll og kona lians og Hall- grímur Thomsen. landsretssagf., og íslenskir slúdentar, er oftast hregÖa sér heim í sumar- leyfinu. IIEOIA OG ERLENDIS ÚTGEFANDI OG IUTSTJÓRI: pORFINNUR KRISTJÁNSSON ENGTOFTEVFJ 7, K0BENHAVN V. + BlaÖið kemur út briðj'a livern mánuÖ. VerÖ árgangsins í Danm. kr. 4.50. A íslandi einstök blöö kr. 2.25, árg- kr. 10.00. Aöaluraboö á Islandi: Bókaverzlun Isafoldar. í Kaupraannaböfn: Ejnar Munksgaard, Norregade G. PrentaÖ bjá S. L. Moller, Kaupniannaböfn. 24

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.