Fagnaðarboði - 01.01.1950, Page 2

Fagnaðarboði - 01.01.1950, Page 2
2 FAGNAÐARBOÐI Hvert ætlarðu? Hjarta yðar slcelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig. 1 húsi Föður míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, mundi ég þá nafa sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt, og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er. Og veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér. Tómas segir við Hann: Herra, vér vitum ekki hvert þú fer; hvernig skyld- um vér þá þekkja veginn? Jesús segir við hann: Eg er vegurinn og sannleikurinn • og lífið; enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig. Jóh. lý. 1---6. í hinni hreinu trú, er ekkert að skelfast, en allt að öðlast. Því trúin er siguraflið, sem hefir sigrað heiminn. Að trúa á Guð, er að trúa á Soninn. Trúin á Soninn, er trúin á Guð. Á náðartímabilinu, opinberar Faðirinn sig aðeins í Syninum. Fyr- ir utan Hann hefir enginn aðgang að Föðurn- um. En Jesús kallaði og sagði: Sá sem trúir á mig, hann trúir ekki á mig, heldur á þann, sem sendi mig. Jóh. 12. ýý. Eftir sigurinn á jörðinni í holdinu steig Sonur- inn upp til himna, til að búa sínum börnum stað heima í dýrðinni, sem Hann nú hafði áunnið þeim með fórn sinni. Þar munu hinir vitru skína eins og ljómi himinhvelfingarinnar, og þeir sem leitt höfðu marga til réttlætis, eins og stjörnurnar, um aldur og æfi. Sjá hve huggunarríkur spádómurinn er í þriðja versinu, þar sem Jesús segir fyrir komu sína, verk, og hvar Hann ætlar sínum samastað. öll Guðs Orð, eru skínandi ljós, sem lýsa þeim, er þekkja þau, veginn heim til Föðurhúsanna. Þetta ljós hafði skinið til lærisveinanna frá Meist- ara þeirra, svo að þeim var kunnur vegurinn, þó að Tómas skildi ekki líkinguna. Svo skulum við þá íhuga ,hvernig Jesús Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Aðeins vegur hins eilífa Kærleíka, sem allt leggur í sölurnar, öllu fórnar og allt hefir að gefa, liggur inn til hinna eilífu Föðurhúsa. Þetta finnst aðeins í Kristi, sem öll fylling Guðdómsins opin- berast í. Þess vegna er Hann einasti vegurinn. Frelsarann skortir ekkert, hvorki vizku, speki, vísdóm, þekkingu, kærleika, mátt né vilja til að frel§a hinn fremsta syndara og saklausasta barn. Þess vegna er Hann fullkomni vegurinn. Kristur er sá eini, sem komið hefir frá himni. Honum eru kunnir frá eilífð allir leyndardómar spekinnar. Hann þekkir allt á himni og jörð, hið smæsta og stærsta. Hinar huldustu hugrenning- ar og duldustu tilfinningar mannshjartans. öll leyndarmál tilverunnar. Allt þetta, og allt það sem augað ekki sér, og eyrað ekki heyrir, af vizku og dýrð, býr í Jesú Kristi. Þess vegna er Hann sannleikurinn. Fræðimenn og spekingar heimsins fljúga hátt og kafa djúpt, en eru þó eins og Guð er órannsak- anlegur langt frá hinum fullkomna sannleika. Kristur er eini sannleikurinn. Ekkert er honum hulið né torskilið. Allt á himni og jörð er opið og augljóst fyrir alvitund Hans. Hann sem heldur öllu uppi með Orði máttar síns, en englar, völd og kraftar eru undir Hann lagðir. 1 upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir. eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem tíl er orð- ið. 1 því var líf og lífið var Ijós mannanna. Jóh. 1. 1—4. Þannig lýsir Heilagur Andi uppsprettu hins sanna lífs. Ef maðurinn hefði eilíft líf, þyrfti hann ekki að lúta valdi dauðans. Það er því augljóst, að það er ekki maður- inn, heldur Kristur einn, sem hefir eilíft líf í sér varandi. Hann, sem allir hlutir eru gjörðir fyrir, og lífið er runnið frá. Þessari vegsemd tapaði maðurinn, þegar hann syndgaði, með því að brjóta boðorð lifsins. En Jesús Kristur kom í heiminn, til þess að ávinna manninum hið tapaða líf með því að gjörast maður og sigra í holdi þann, sem hafði mátt dauðans. Þeir sem sofa í dufti jarðarinnar hafa verið brenndir á báli, eða orðið villidýrum að bráð, vegna Nafns Drottins, bíða eftir komu hins

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.