Fagnaðarboði - 01.01.1950, Side 3
FAGNAÐARBOÐI
3
Steinninn sem talaði
Sveinn kaupmaður er í heimsókn á æsku-
stöðvunúm. Hann hafði ekki heimsótt þær í
mörg ár. Nú hafði hann fengið mikla löngun,
til að fara þangað og dveljast þar nokkra daga.
Sveinn var maður um fimmtugt. Hann var
duglegur verzlunarmaður. Hann hafði og rekið
verzlun sína í mörg ár langt frá æskustöðvunum
og þar af leiðandi sjaldan heimsótt þær.
Hann var ríkur og vel metinn.
Ungur hafði hann verið lifandi kristinn. Hann
hafði verið það frá því hann var barn, en smátt
og smátt hafði hann dofnað með aldrinum og nú
var honum orðið það ljóst, að hann var ekki
kristinn lengur.
Það var verzlunin sem hafði altekið hann.
Hann var andlega dauður, þrátt fyrir að hann
sótti mikið kirkju. Hann bar virðingu fyrir Guði
og Guðs-Orði, og gaf mikið til kristniboðsins, en
hann átti ekki lifandi samfélag við Guð. Hann
var fráfallinn maður. Þetta vissi bæði hann sjálf-
ur og aðrir trúaðir, er umgengust hann, og voru
hryggir yfir því. Einnig var bróðir hans á ættar-
óðalinu hryggur yfir því, og bað fyrir honum.
Þó var eitt, sem gladdi þessa vini hans, að þeir
urðu varir við, að Sveinn var órólegur, og þeir
vissu að óróleikinn var af því, að góði Hirðirinn
var að leita að týnda sauðnum sínum.
Sveini fannst ánægjulegt að heimsækja æsku-
heimilið sitt. Það voru svo margar endurminn-
ingar, sem vöknuðu hjá honum. Allt var svo ljóst
og lifandi frá þeim tíma. er hann var ungur. Það
var líkast því, að hann lifði aftur glöðu og
áhyggjulausu árin, og þau gjörðu hvort tveggja,
að vekja hjá honum bros á brá og tár í augu.
Hann minntist sinna kæru foreldra, hvað þau
voru góð og umhyggjusöm og sannkristin, þann
vitnisburð var óhætt að gefa þeim. Já, væri
almáttuga Frelsara, til að heyra Hann kalla þá
fram til hins fagnaðarsæla eilífa lífs, sem Hann
hefir áunnið þeim með fórnar Blóði sínu.
Kristur er vegurinn sannleikurinn og iífið.
1 Honum eru allir möguleikarnir fyrir sérhvern
iðrandi syndara, sem þráir að komast heim.
Einar Einarsson.
nokkur kristinn, þá voru þau það. Ströng höfðu
þau verið, en mikið réttlát í allri sinni breytni.
Já, hann hafði átt góða foreldra. Nú hvíldu þau
í kirkjugarðinum, en hann var fullviss um að
sálin var hjá Guði. Þau mundu hafa það gott þar,
það efaðist hann ekki um. Þau höfðu erfiðað
hér, en nú höfðu þau gengið inn til hvíldarinnar,
þannig hugsaði hann um leið og hann gekk inn
í skógarholtið. Hér var svo fagurt, milt og stilt,
hér hafði hann svo oft gengið, þegar hann var
barn, hann kom inn í rjóðrið að stóra steininum,
sem hann hafði svo oft verið hjá, þegar hann var
drengur, hann stóð þar nokkra stund og tárin
komu fram í augu hans. Það var líkast því að
steinninn talaði til hans. Hér hafði hann oft set-
ið sem barn, hér hafði hann grátið, sungið og
beðið. Endurminningarnar urðu honum yfir-
sterkari og hann féll grátandi niður á steininn,
hann mundi svo glöggt eftir deginum, þegar
hann hafði legið biðjandi á hnjánum við þennan
stein. Móðir hans var mikið veik, hann var að
eins tólf ára, og gat ekki hugsað sér að missa
hana, og nú bað hann af öllu hjarta fyrir
mömmu. Hann lá lengi á hnjánum og bað, neyðin
og sorgin var svo mikil, að stundu liðinni kom
pabbi hans þar að. Hann vissi ekki hvað orðið
var af drengnum, en hann hafði heyrt rödd hans,
þegar hann var að biðja og sagði milt og stilli-
lega: Ert þú hér drengur minn. Hann lagði hönd
sína á höfuð mér og sagði: Guð blessi þig Sveinn
minn. Það var huggunarríkt að finna þig þannig.
Mættir þú alltaf vera biðjandi Guðs-barn. Mundu
það, að það er það stærsta, sem nokkrum getur
hlotnast í þessum heimi, að vera Guðs-barn. —
Þetta var heilög stund fyrir hann, þennan dag
við steininn. Himininn var svo nálægur og þeir
töluðu um himininn og um Jesú og mömmu. Ef
til vill er mamma á förum til himins, sagði
pabbi. En hann mundi svo vel, að hann hafði í
barnslegu trúnaðartrausti svarað, nei, pabbi
ekki enn þá. Eg trúi því að mamma verði heil-
brigð. Það var eins og Guð segði það við mig,
þegar eg kraup hér við steininn. Já, sagði pabbi,
Guð hefir bæði mátt og vald til þess, ef Honum
þóknast. Þeir fylgdust að heim til mömmu og
undrið var skeð, mamma var mikið betri og
hafði fengið fulla meðvitund og gat talað dálítið
við þá, og styrktist dag frá degi.