Fagnaðarboði - 01.01.1950, Side 5
FAGNAÐARBOÐI
5
Náðarár Drottins
Og Jesús sneri í krafti Andans aftur til
GálíleUj, og orðrómur um Hann barst út
um öll héruðin í grend. Og Hann kendi
í samkunduhúsum þeirra og var lofaður
af öllum. Og Hann kom til Nazaret, þar
sem Hann liafði alist upp, og gekk á hvíld-
ardeginum, eins og Hann var vanur, inn
í samkunduhúsið og stóð upp til að lesa.
Og var Honum fengin bók Jesaja spámanns
og Hann fletti sundur bókinni og fann
staðinn þar sem ritað var: Andi Drottins
er yfir mér, af því að Hann hefir smurt
mig, til að flytja fátækum gleðilegan boð-
skap; Hann hefir sent mig, til að boða
bandingjum lausn og blindum, að þeir skuli
aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa, til
að kunngjöra hið þóknanlega ár Drott-
ins. Lúk. ý, IJf—19.
Fylltur Heilögum Anda snýr Jesús til Nazaret,
þar sem Hann hafði alist upp. I samkunduhúsi
þeirra boðar Hann lýðnum, að upp sé runnið
hið þóknanlega ár Drottins. Þar sem öllum f jötr-
um sé aflétt. Þó þeir undruðust hin yndislegu
Orð, er fram gengu af munni Hans, reiddust þeir
yfir ræðu Hans, hröktu Hann út úr borginni og
ur um náð. Efasemdirnar kvelja hann, er um náð
að tala fyrir hann, sem hefir svikið Frelsara
sinn? Syndaneyðin verður meiri og meiri. Hon-
um finnst allt svo vonlaust. Á meðan hann liggur
þarna á hnjánum, hrópandi á náð, mætir Guð
honum. Ljós Drottins skín í hjarta hans. Guð er
nálægur þeim, sem hafa sundurmarið og sund-
urkramið hjarta. Hann svarar frá sínum heilaga
himni með frelsi til nauðstaddra barna. Og
lausnar Orðið honum til handa er Jesaja 53, 5.
En Hann var særður vegna vorra synda og
kraminn, vegna vorra misgjörða; hegningin, sem
vér höfðum til unnið, kom niður á Honum, og
fyrir Hans benjar urðum vér heilbrigðir.
Gleði og friður fyllti hjarta hans, hann reis
á fætur með þakklæti fyrir frelsið, fyrir Jesú
Blóð. Hann er nýr maður. Drottinn hefir fund-
ið hann aftur. Lausl. þýtt.
vildu fyrirfara Honum, vegna þess að Hann op-
inberaði þeim sannleikann.
Flestir þekkja svo söguna um Jesú frá Naza-
ret. Hversu Hann gekk um kring, gjörði gott og
græddi alla þá, sem af djöflinum voru undirok-
aðir. Hvernig Hann var smánaður, hrjáður og
hrakinn, negldur á kross með höndum vondra
manna og tekinn af lífi. Hjálpræði og náð Guðs
hafnað. Vanþekkingar- og syndamyrkrið hertók
hugi fjöldans, svo að þeir þekktu ekki rödd Guðs
framar. Hinir kristnu, sem við trúnni höfðu tek-
ið voru smánaðir, deyddir eða reknir úr landi.
Þannig hélt þjóðin áfram að fylla mælir synd-
anna, þar til hún var dreyfð út á meðal allra
þjóða. Þar sem þeir svo hafa orðið að búa við
ótta og skelfingu, bæði nótt og dag, hinar mörgu
og dimmu aldir meðan heiðingjarnir hafa fót-
umtroðið Jerúsalem og Landið helga.
Guð gaf Israelsmönnum hvíldarár og fimm-
tugasta hvert ár Fagnaðarár. Þá skyldu þeir hvíl-
ast frá hvers konar erfiði. Þrælunum skyldi vera
gefið frelsi, og hver og einn hverfa aftur til arf-
leifðar sinnar, er hann hafði orðið að láta af
hendi. Þessi Fagnaðarár gaf Guð sínum lýð, til
þess að búa þá undir hið mikla Náðarár, þar sem
allar syndir eru fyrirgefnar og skuldir uppgefn-
ar.
Flestir munu vera fullvissir um, að betur
hefðifariðfyrirGyðingunum,ef þeir hefðu þekkt
verk sitt og vitjunartíma, þegar Drottinn gjörði
sig kunnan á meðal þeirra.
Á margvíslegan hátt hefir Drottinn vitjað
þjóðanna og kynslóðanna og auðsýnt þeim elsku
sína og náð.
Með hinu nýbyrjaða ári, fimmtugasta árinu,
talar Drottinn til kynslóðarinnar, sem lifir í dag,
og boðar henni hið þóknanlega ár Drottins. öll-
um skuli nú vera boðað eilíft frelsi, sem er í því
fólgið, að Faðirinn á himnum hefir af elsku sinni
og náð ákveðið að taka oss sér að sonum fyrir
Jesúm Krist, og veita oss eilífa ai’fleifð á himn-
um, fyrirgefa oss allar syndir vorar og minnast
ekki framar afbrota vorra, án allrar okkar verð-
slculdunar, er við gengum Jesú á hönd og gjörð-
umst lærisveinar Hans. Meðtækjum í trú Hans
fórn og friðþægingarverk og byggðum á þeim
einasta grundvelli, sem ekki bifast um eilífð.
Tími þeirra, sem höfnuðu Kristi, er Hann