Fagnaðarboði - 01.01.1950, Síða 8
8
FAGNAÐARBOÐI
Drottinn kallar
Leitið Drottins meðan Hann er að finna
kdllið á Hann meðan Hann er nálcegur.
Jes. 55. 6.
Hér er náðin Drottins boðuð til allra fyrir
Heilaga Andann, er einn þekkir að tími manns-
ins er stuttur, en þörfin er mikil fyrir nálægð
Drottins.
Það er eins og margir hugsi á þá leið, það er
gott í ýtrustu neyð, að kalla á Drottinn, en eg
reyni að komast hjá því svo lengi sem mögulegt
Bæn Krists var Konungleg: Faðir fyrigef þeim,
því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Lúk. 23, 34-
Hann vissi til hvers Hann leið og bað í gras-
garðinum. Hann vissi hverra bikar Hann drakk.
Hann vissi fyrir hvern Hann dó. Hann vissi hví-
líkir syndarar við vorum. Hann vissi vel, að
Hann var kominn í fullkominni elsku, til að gjöra
þessa að þegnum sins Ríkis.
Enn er tími til að hrópa til Hans á hinum
mikla náðardegi, sem stendur yfir á meðan iðrun
og syndafyrirgefning er boðuð fyrir sáttmála
Blóð Krists.
En náðardagurinn styttist og eitt er víst, að
hann líður fljótt.
Mikil er dýrð Guðs, er Hann gaf og uppfyllir í
Jesúm Kristi í öllum, sem til Hans koma. Nú var
skelfing ræningjans afmáð honum til handa, því
hann þráði Krists samveru, með því að ákalla
Hann sér til miskunnar. Ekkert annað varir, en
frelsið til huggunar, friðar og gleði. Aðeins í Jesú
Kristi krossfestum er dauðinn afmáður.
Náðu vinarfundinum, svo angist dauðans sé
ekki að skelfa þig. Því í minning Frelsarans er sú
sára, beiska kvöl umflúin. Kristur ritar á hjarta
þitt friðarsættina, og viðheldur sínu verki í
hjarta þínu, með ljósi Sannleikans, sem er tryggt
með sáttmála Blóði Hans.
Minnst þú Jesú Krists til frelsis í dag. Vertu
viss um, að Hann er við til að sinna þér og veita
þér þína grasgarðsbæn.
Það er blessunarbikar Krists.
Guðs náð, sé verkandi í frelsandi ki’afti Jesú
Krists til þín, sem biður og hrópar.
Leitið Drottins til þess, að þér megið lífi hálda.
Amos 5, 6. Guðrún Jónsdóttir.
er. Það væri mjög óhyggilegt að hugsa þannig,
eða mundi nokkur, sem er í lífsháska að veltast
í hafrótinu hugsa á þá leið; neyðarskeyti sendi
eg ekki fyrr en eg er meðvitundarlaus. Þannig
hafa menn misst andlega meðvitund sína í volki
veraldarinnar við brimgný synda og freistinga.
Hrópið meðan Hann er að finna heyrist langt
í fjarska. Hinir unaðasríku ómar heyrast ekki
lengur, því botnlaus leðja veraldarglaumsins lok-
aði eyrum og öllum skilningarvitum, sama um
allt. Kæruleysið sezt að völdum í hjartanu. En
Guð er hinn sami, náðugur og ríkur að miskunn.
Hann segir: „Hér er eg, hér er eg — við þá þjóð,
er eigi ákallaði Nafn mitt. Jes. 65, 1.
Og nú hrópar hinn eilífi Fagnaðarboðskapur
til allra: kallið á Hann til Hjálpræðis, sýnið
Drottni virðing, Hann einn elskaði að fyrra
bragði; fallið fram fyrir hásæti Hans, öll þjóðin,
notið tímann, því sjá, sorti grúfir yfir þjóðunum
og enginn megnar að frelsa, nema Drottinn, er
breiðir út hendur sínar móti þrjóskum börnum,
svo reiðin komi ekki yfir land og þjóð, gefið
Drottni dýrðina, þvi Hann er mikill Frelsari fyrir
alla þá, er á Hann trúa, og Hann blessar sín börn
með fi’iði. Það er gott á neyðartímanum að eiga
Frelsara frá allri neyð og vita, að Hann ber um-
hyggju fyrir þeim, er á Hann vona. Hann þerrar
tárin af augum þeirra. Það er vitnisburður allra
endurleystra Guðs-barna, að þau fá nýja sjón,
til að líta dýrðina, sem þeim er fyrirbúin í Kristi,
því Hann hefir snúið við hag þeirra, frá dauða
til eilífs lífs. Honum sé dýrðin um aldir alda.
Hálldóra S. Einarsdóttir.
Jesús sagði:
Sanhlega, sannlega segi ég yður: ef nokkur
varðveitir mitt Orð, hann skál áldrei að
eilífu sjá dauðann. Jóh. 8, 51.
Þökk sé Guði fyrir að Hann vakir yfir Orði
sínu, til þess að framkvæma það.
Þegar Fagnaðarboði nú byrjar þriðja árgang
sinn, þökkum vér öllum velunnendum blaðsins
og þeim, sem lagt hafa á sig margvíslegt
erfiði við útbreiðslu þess, enn fremur þökkum
vér gjafimar er blaðinu hafa borizt og biðjum
Drottin að blessa ykkur öll og launa eftir rík-
dómi sínum og kærleika.