Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Side 2

Víkurfréttir - 01.07.2010, Side 2
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR2 HS Veitur áætla að setja upp rennslismæla fyr- ir heitt vatn á heimilum í framtíðinni sem leysa munu hemlana af hólmi. Engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um tímasetningu, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS Veitna. Heimilin munu þá greiða samkvæmt notkun. Að sögn Júlíusar mun húshit- unarkostnaður að meðaltali verða sá sami en hjá ein- stökum notendum geti hann ýmist hækkað eða lækkað. HS Veitur auglýstu útboð í síðustu viku þar sem óskað er eftir tilboðum í uppsetningu á rennslismælum fyrir heitt vatn í fyrirtækjum á Suðurnesjum. Skipta á út hemlum í heita- vatnsgrindum fyrir mælana. Heildarmagn er um 900 mæl- ar og skal verkinu lokið fyrir 20. desember á þessu ári. Júlíus segir helstu ástæðuna fyrir þessari breytingu þá að sífellt erfiðara verði að fá hemla sem standist kröfur HS Veitna um nákvæmni og stöðugleika. Mælarnir gefi aukið svigrúm til stjórnunar nýtingar en hætta geti skapast á kostnaði séu húskerfi ekki í góðu lagi og rétt jafnvægisstillt. „Þar sem settir verða upp mælar verður greitt sam- kvæmt þeim. Mælar eru þó ekki eitthvað sem er alveg nýtt hjá HS Veitum hf og voru þannig um síðustu áramót 238 mælar í kerfinu á móti 6.715 hemlum. Svæði eins og flug- stöðvarsvæðið hafa frá upp- hafi verið nánast eingöngu með mæla,“ segir Júlíus. Að meðaltali er gert ráð fyrir að kostnaður verði sá sami en hjá einstökum notendum get- ur kostnaður ýmist lækkað eða hækkað eftir því hver nýting viðkomandi var á því magni sem hemlastillingin gat gefið, svarar Júlíus aðspurður um það hvaða áhrif þessar breyt- ingar muni hafa á kostnað. „Það hefur alla tíð verið í gildi gjaldskrá, annars vegar fyr- ir hemla og hins vegar fyrir mæla. Gjaldskráin hefur byggt á þeirri gefnu forsendu að nýt- ing á hemli væri 67 - 68% þ.e. það væri það magn sem við- skiptavinur nýtti af því hámarki sem hemillinn getur gefið. Þeir sem hafa nýtt hámarksmagn- ið betur en það gætu hækkað eitthvað og hinir þá lækkað eitthvað. Gjaldskrá fyrir hemil byggir á því að nægilegt magn sé keypt til að hita upp hús að vetrarlagi en notkunin að sama skapi þá mun minni að sumarlagi þó stilling hemilsins og mánaðarleg greiðsla sé hin sama,“ segir Júlíus sem setur upp eftirfarandi dæmi í form- legu svari til Víkurfrétta: Hver mínútulíter getur á árs- grundvelli gefið 1 x 60 mín. x 24 klst. x 365 dagar eða 525,6 tonn á ári. Hvert tonn kostar án vsk 95,66 og árlegur kostn- aður væri þá 50.279 með fullri nýtingu hemils en gjaldskrá fyrir mínútulíter í ár er 34.082 eða þá hin sama miðað við 67,8% nýtingu. Rennslismælar koma í stað hemla: Notendur greiði samkvæmt notkun Háhitasvæðið við Gunnu-hver á Reykjanesi var fyrir helgi opnað formlega að nýju eftir þriggja ára lokun. Í kjölfar borframkvæmda á svæðinu hljóp aukin virkni í hverinn og var svæðinu lokað af öryggisástæðum. Svæðið hefur gjörbreyst við Gunnuhver frá því sem var fyrir þrem árum og hefur myndast þar stærsti leirhver á Íslandi með gígop sem er 20 metrar í þvermál. Ferðamála- samtök Suðurnesja hafa látið smíða útsýnispall við Gunnu- hver þar sem hægt er að sjá og heyra orkuna brjótast úr iðrum jarðar. Einnig hefur verið lögð göngubrú upp á Kísilhól þar aðgengilegur ferðafólki á ný Gunnuhver sem gott útsýni er að stærsta leirhver landsins. Framkvæmdirnar við Gunnu- hver eru fjármagnaðar með styrk frá Ferðamálastofu, Reykjanesbæ og Grindavík- urbæ. Göngustígur um svæðið milli útsýnispallanna var lagð- ur og kostaður af HS Orku hf.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.