Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 15
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 15VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. JÚLÍ 2010 ÍÞRÓTTIR Bið Keflvíkinga eftir nýjum grasvelli er á enda. Næst- komandi sunnudag verður fyrsti leikurinn á nýja gras- inu leikinn þegar lið Kefla- víkur og FH mætast í Pepsi- deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sérstök vígsluathöfn í sal Fjölbrauta- skóla Suðurnesja kl. 17:00. Þar verða Íslandsmeistarar Keflavíkur árin 1964, 1969, 1971 og 1973 heiðraðir með gullmerki knattspyrnudeild- ar Keflavíkur. Í tilefni dags- ins verður tendrað upp í grill- inu og boðið upp á pyslur og hamborgara. Síðasta leik þessara liða lauk með sigri FH á dögunum þeg- ar þeir slógu Keflvíkinga út úr bikarkeppninni. Á sunnudag- inn kemur í ljós hvort Keflvík- ingum tekst að hefna ófaranna á nýjum velli. Keflavíkurvöllur var vígður 2. júlí árið 1967. Hann þótti bylt- ing fyrir knattspyrnumenn í Keflavík á þeim tíma. Rúmlega 40 árum síðar var völlurinn orð- inn barns síns tíma og segja má að endurbæturnar sem gerðar Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflvíkinga, segir mikla tilhlökkun í lið- inu fyrir vígsluleikinn. Í kvöld fær liðið að stíga inn á völlinn í fyrsta skipti eftir endurbæturnar, svona rétt til að kynnast nýja grasinu fyrir leikinn á sunnudag- inn. Guðmundur leikur þá sinn 190. leik með Keflavík en á dögunum lék hann sinn tvöhundraðasta leik í deild- inni. „Við höfum horft á völlinn úr klefanum okkar í sumar og fylgst með framvindunni þolinmóðir í biðinni. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fá að spila á okkar heimavelli. Okkur líður afskaplega vel á þessum velli.“ -Ykkur hefur svo sem ekkert Dramatískar loka- mínútur í Njarðvík Njarðv í k tók á móti Fjarðabyggð á laug- ardaginn þegar liðin áttust við í áttundu umferð 1. deild- ar karla í knattspyrnu. Leikn- um lauk með jafntefli, 1-1. Langt var liðið á leikinn þegar fyrra markið var skorað en það kom á 84. mínútu er Njarð- víkingar fengu dæmda á sig vítaspyrnu. Undir lok leiksins var dæmd vítaspyrna á Fjarða- byggð sem Rafn M. Vilbergs- son skoraði örugglega úr. Njarðvíkingar náðu með þessu að lyfta sér upp úr botnsæti deildarinnar og eru nú í næst neðsta sæti með fimm stig. 2. deild karla: Reynir í fimmta sæti – lítið þokast hjá Víði Reynismönnum í Sand-gerði gengur brösuglega að lyfta sér ofar á stigatöflu 2. deildar karla í knattspyrnu. Á þriðjudaginn tóku þeir á móti Aftureldingu og gerðu jafnt- efli 2-2. Þar á undan mættu þeir KS/Leiftri og töpuðu 3-2. Á markatölunum má sjá að Guðmundur leikur sinn 190. leik fyrir Keflavík liðið illa á Njarðtaksvellinum miðað við árangur? „Nei alls ekki, þeir tóku vel á móti okkur í Njarðvík og um- gjörðin þar var eins góð og hægt er. En manni líður alltaf betur á eiginn heimavelli og það er mikil tilhlökkun að fá að vígja þennan völl.“ Guðmundur segir andann í leikmannahópnum mjög góð- an og tapið í bikarleiknum gegn FH hafi ekki slegið menn út af laginu eins og kom í ljós í næsta deildarleik á eftir þegar Kefl- víkingar komust aftur á topp deildarinnar. „Menn peppuðu hver annan upp fyrir næsta leik. Okkur fannst við ekki fá það út úr bikarleiknum sem við áttum skilið og vildum sýna sjálfum okkur og öðrum hvað í okkur bjó,“ sagði Guðmundur. Vígsluleikur á sunnudaginn -eftir gagngerar endurbætur á knattspyrnuvellinum Frá vígslu vallarins fyrir 43 árum. hafa verið á vellinum í dag séu einnig byltingarkenndar. Vígsluleikurinn var viðureign heimamanna á móti úrvalsliði Reykjavíkur. Það var Sveinn Jónsson bæjarstjóri sem vígði völlinn að viðstöddu miklu fjölmenni. Á þessum tíma varð Keflavík fimmti kaupstað- urinn á landinu til að byggja upp grasvöll en árið 1967 voru 14 kaupstaðir á Íslandi. Þetta var mikil bylting fyrir knatt- spyrnuunnendur í Bítlabænum og margir glæstir sigrar unnust á þessu grasi í gegnum tíðina. ÍRB í öðru sæti á AMÍ 2010 Lið ÍRB hafnaði í öðru sæti á Aldursflokkameistaramóti Íslands, en mótið fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi. Alls vann liðið 17 einstaklingstitla og 6 titla í boðsundi. Í lok móts voru verðlaunaðir þeir sund- menn sem bestum árangri náðu í hverjum aldursflokki og þar bar Ólöf Edda Eðvarðsdóttir sigur úr býtum í flokki telpna 13 - 14 ára, en hún sigraði jafnframt í þremur grein- um á mótinu. Flesta Íslandsmeistaratitla einstaklinga hjá ÍRB vann Jóhanna Júlía Júlíusdóttir en hún vann alls fimm greinar. Lið ÍRB var jafnframt valið prúðasta liðið á mótinu. Í heildina var mótið afar jákvætt fyrir ÍRB, nánast allir bættu sína bestu tíma verulega og stemmningin, metnaðurinn og gleðin til fyrirmyndar, að sögn forsvarsmanna hópsins. Telpnasveit ÍRB setti nýtt íslandsmet telpna í 4 x 100m fjór- sundi, en sveitina skipuðu þær: Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir. Á íþróttavef Víkurfrétta á vf.is er hægt að sjá nánari útlistun á því hverjir hlutu titla á mótinu. Telpnasveit ÍRB á Lokahófi SSÍ, frá vinstri: Hólmfríður Rún, Jóhanna Júlía, Ólöf Edda og Íris Dögg. síðustu leikir hafa verið nokk- uð fjörugir. Eftir áttundu um- ferðina var Reynir í fimmta sæti með 11 stig. Nágrannar þeirra í Garði voru í níunda sæti með níu stig en tólf lið leika í deildinni. Víðir tapaði í síðasta leik gegn Hetti, 1-0. Björn Bergmann Vilhjálms- son, leikmaður Víðis, er ann- ar markahæsti leikmaður deildarinnar í sumar með 6 mörk í sjö leikjum. Grindavíkurstúlkur í 8 liða úrslit Grindavík er komið í 8 liða úrslit Visabikars kvenna eftir yfirburðasigur gegn sameinuðu liði Tinda- stóls/Neista á Sauðárkróki um helgina. Áttu heimastúlk- ur aldrei möguleika gegn öfl- ugu liði gestanna. Úrslit urðu 6-1 fyrir Grindavík. Keflvíkingar á toppnum Keflvíkingar komust aftur í efsta sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Val í níundu umferð. Úrslit urðu 2-0 en mörkin skoruðu Guðjón Árni Antoníusson og Brynjar Örn Rúnarsson. Grindvíkingar eru hins vegar í basli í næst neðsta sæti deild- arinnar en þeir hafa ekki getað teflt fram fullskipuðu liði í síðustu leikjum vegna meiðsla. Annars var staðan eftir 9. umferð þessi:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.