Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Page 10

Víkurfréttir - 01.07.2010, Page 10
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR10 Garðbúar og gestir þeirra skemmtu sér vel á fjölmennri Sólset- urshátíð um helgina. Þessi árlega fjölskylduhátíð fór vel fram að venju þó sólskinið léti á sér standa. Þungamiðjan í dagskránni var á laugardaginn þar sem skemmti- kraftar og hljómsveitir stigu á svið og skemmtu viðstöddum langt fram á kvöld. Kvöldinu lauk svo með varðeldi og útihátíðarstemmningu sem Árni Johnsen sá um að skapa eins og honum er lagið. - VFmyndir/elg MannlífiÐ í myndum Gengið milli vita á Jónsmessunótt Góð mæting var í Jónsmessugöngu sem efnt var til í tilefni Sólseturshátíðar í Garði um helgina. Um 80 manns gengu frá Stafnesvita að Garðskagavita í fylgd val- inkunnra manna sem þekkja vel til stað- hátta og sögu svæð- isins. Komið var að Garðskagavita um kl. hálf fimm um morg- uninn eftir rúmlega fjögurra tíma göngu og þar beið ljúffengur morgunverður eftir fólkinu. Ljósm/Reynir Sveins- son. Eigi verður kvartað yfir lélegri þátttöku í Jónsmessugöngu Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar síðastliðið laugardagskvöld því hátt í þrjú hundruð manns mættu í gönguna í ljómandi fínu veðri. Stemmningin var góð að vanda. Gengið var frá Sundlaug Grindavíkur og upp á Þorbjörn þar sem kveikt var í varðeldi og hljómsveitin Árstíðir sá um brekkusönginn við góðar undirtektir. Síðan var haldið af stað í Bláa lónið en þar var opið fram eftir kvöldi. Ljósm/Þorsteinn Gunnarsson. Ekki vantaði einbeitinguna og ánægjuna þegar knatt- spyrnusnillingar á aldrinum 3 - 6 ára mættu til leiks á Iðavöllum í vikunni. Lið Grindavíkur, Keflavíkur og Breiðabliks í 8. flokki háðu þar keppni. Ljóst var að þarna voru knatt- spyrnumenn framtíðarinnar á ferð. VFmyndir/elg Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar Um 300 manns í Jónsmessugöngu Ljósmyndir frá þessum viðburðum og öðrum er að finna á ljósmyndavef Víkurfrétta á vf.is. Varst þú með myndavél á skemmtilegum mannlífsviðburði á Suðurnesjum? Endilega sendu okkur myndir á vf@vf.is og leyfðu okkur hinum að njóta þeirra. Sólarlaust en gaman

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.