Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Síða 12

Víkurfréttir - 01.07.2010, Síða 12
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR12 Ágæti Suðurnesjamaður. Ég ákvað að skrifa grein í Víkurfréttir til að kynna hugmynd sem ég tel að yrði íbúum á Suðurnesjum til mikils fram- dráttar verði hún framkvæmd. Ég kalla hugmyndina „Suður- nesjahringurinn“. Hugmynd- in er sáraeinföld: Lagður verði göngustígur meðfram strandlengjunni frá Sand- gerði til Garðskagavita. Frá Garðskagavita göngustígur meðfram ströndinni að smá- bátahöfninni í Reykjanesbæ. Frá Fitjum verði lagður göngustígur að Ósabotnum og þaðan áfram til Sand- gerðis meðfram ströndinni. Auðvitað mætti svo hafa hug- myndina stærri í sniðum og hafa Grindavík og Voga með í hringnum. Ávinningur af hugmyndinni væri margvíslegur. Í fyrsta lagi myndi útivist og hreyf- ing hjá íbúum í sveitarfélög- unum stóraukast samanber reynslu sveitarfélaganna af stígalögnum innanbæjar. Í öðru lagi væri hægt að mark- aðssetja Suðurnesjahringinn sem skemmtilega gönguleið. Með svipuðum hætti og þús- undir manna ganga á Esjuna á hverju ári myndu þúsundir ganga Suðurnesjahringinn. Í þriðja lagi væri hægt að skipu- leggja ýmsar ferðir og viðburði á Suðurnesjahringnum. Ég nefni sem dæmi: • Suðurnesjamaraþonið þar sem keppt yrði í hlaupum í hefðbundnum vegalengd- um, skemmtiskokki, 5 km hlaup 10 km hlaup, hálf- maraþon og heilmaraþon. • Keppni í hjólreiðum • Skoðun fornminja með leiðsögn. Hægt væri að setja upp skilti á sögulega áhuga- verðum stöðum • Fuglaskoðunarferðir • Safnahringur, þar sem heimsótt væru söfn á Suður- nesjum • Kirkjuhringur þar sem skoð- aðar væru kirkjur sem eru á hringnum • Hafnahringur þar sem skoð- aðar yrðu hafnir á hringn- um • Ljósmyndaferðir Listinn er auðvitað ekki tæm- andi en kjarninn í hugmynd- inni er stígur sem þræðir strandlengjuna og tengir sveitarfélögin saman. Áhrifin af framkvæmdinni yrðu mikil. Takast myndi að sýna fallegt mannlíf og nátt- úru Suðurnesja og koma svæðinu á kortið sem alvöru útivistarsvæði. Þær þúsundir manna sem myndu ganga eða hlaupa hringinn á hverju ári hefðu mikil og jákvæð áhrif á ímynd Suðurnesja og myndu til lengri tíma auðvelda mark- aðssetningu svæðisins.Verslun og viðskipti myndu aukast, Suðurnesjahringurinn myndi styrkja rekstur veitingastaða, tjaldstæða og hótela í öllum sveitarfélögum auk þess sem hluti gesta myndi auðvitað versla fatnað og matvöru í leiðinni. Vegna veðráttu yrði hringurinn í notkun allt árið. Framkvæmdin kostar auðvitað fé. Ég sé fyrir mér að hægt sé að fjármagna lögn stíganna að stórum hluta með því að gera það að átaksverkefni fyrir at- vinnulausa og hluti þeirra sem nú er atvinnulaus gæti fengið vinnu við lagningu stíganna. Augljóst er einnig að óska eftir stuðningi stórfyrirtækja eins og álvers og gagnavers við hugmyndina. Næsta skref er að kynna hug- myndina fyrir stjórnmála- mönnunum. Ég hef nú þegar sent sveitarfélögunum Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ bréf þar sem hugmyndin er reifuð. Ég hef einnig óskað eft- ir viðtölum við bæjarstjórana til að fylga „Suðurnesjahringn- um“ eftir. Ég vona að þér lesandi góð- ur lítist vel á hugmyndina og styðjir mig í að koma henni í framkvæmd. Gleðilegt sumar. Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur AÐSENT SuÐurNESjAhriNguriNN Öll börn í Reykjanesbæ fá sama mat í skólunum og hann kemur frá Skólamat. FFGÍR, foreldrafélög grunn- skólanna í Reykjanesbæ, hitti starfsmenn Skólamatar í apríl og fór yfir matseðla, nær- ingarinnihald, stefnumót- un, framkomu starfsmanna mötuneyta og almenna mat- armenningu í skólunum. Hver og einn skólastjóri ákveður hvernig hann vill hafa mat- armenninguna í sínum skóla. Matarmenning er stór partur í okkar lífi og má alveg skoða að búa til betri matarmenningu með börnunum okkar. Flestir eru ánægðir með matinn sem börnunum er boðinn en það er aldrei hægt að gera öll börn ánægð. Þegar börn eru spurð að því hvaða matur sé best- ur í skólunum þá nefna þau oft: grjónagraut eða fiskiboll- ur. Það var því ánægjulegt að heyra frá starfsfólki Skólamat- ar að þau væru farin að fram- leiða fiskibollur og kjötbollur og ætla að þróa sig áfram í fleiri réttum. Einnig láta þau sérframleiða skólabjúgu með lægra natrium og meira hlut- fall kjöts svo að börnin fái sem mesta næringu í stað hefð- bundinna bjúga. Það er mjög auðvelt fyrir for- eldra að fá nákvæma inni- haldslýsingu á matnum frá Skólamat. Þannig komum við í veg fyrir að börnin fái eitt- hvað sem við myndum ekki kaupa sjálf úti í búð eins og t.d fiskmarning eða mat sem inni- heldur uppfyllingarefni eins og duft. Það er ábyrgð okkar foreldranna að senda börnin með hollt nesti í skólann og gefa þeim hollan mat heima. Það er líka í okkar ábyrgð að fylgjast með hvað þau fá í skól- anum svo við verðum alltaf að vera vakandi og fylgjast með. FFGÍR ætlar að funda með Skólamat einu sinni á önn og fara yfir matseðla. Allir foreldr- ar geta tjáð sig um matinn við sitt foreldrafélag eða beint við Skólamat og komið skilaboðum áleiðis. Foreldrar eiga að fylgj- ast stöðugt með. Þetta er mik- ilvægara heldur en margir vilja meina. Börnin borða í skól- anum um 180 máltíðir á ári. Starfsfólk Skólamatar bregst við ábendingum sem þeim berast og eru alltaf að þróa og endur- bæta matseðlana og framleiðsl- una. Börn í Reykjanesbæ eiga kost á að kaupa á niðurgreiddu verði ávexti, grænmeti og heit- an mat í hádeginu á hverjum degi skólaársins. Börn í Reykjanesbæ eiga kost á fjölbreyttri fæðu og þau fá að borða. Það er gott til þess að vita að hugsunin á bak við Skóla- mat er metnaðarfull. Fóður er fyrir dýr en matur fyrir börn. Skólamatur selur okkur ekki fóður, heldur mat. Ég hvet alla foreldra barna í grunnskólum RNB að vera með börnin sín í mataráskrift, þannig tryggjum við börnunum fjölbreyttan og hollan mat. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, móðir fjögurra barna í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar Eru börnin í Reykjanesbæ fóðruð í grunnskólunum? Í pallasmíðina Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Festingarvörur – mikið úrval. Mikið úrval af skrúfum. Ryðfríar Torx tréskrúfur. Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 Laugard. 10-14 Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkurbæjar opnar áróðurssýningu í Saltfisk- setrinu í Grindavík næsta laugardag kl. 14:00. Þar sýnir Guðbergur fjöldann allan af áróðursveggspjöldum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina í langdvölum sínum víða um heim. Við opnunina mun Guðbergur leiða gesti í gegnum sýninguna og þau mörgu stórmerkilegu áróðurs- veggspjöld sem þar er að finna. „Áróður á veggspjöldum er stað- hæfing eða staðfesting á ein- hverju án þess að reynt sé að leiða áhorfandann með rökum í allan sannleikann. Aldrei er höfðað til vitsmuna heldur tilfinninga. Boðskapurinn blasir þá við aug- um og býr um sig í hjarta hvers heilbrigðs manns,“ segir í inn- gangi Guðbergs að sýningunni. Á sýningunni eru m.a. áróð- ursveggspjöld ýmissa einræð- isherra og stjórnmálaforingja, frá nasisma Þýskalands, fas- isma Ítalíu, kommúnisma og kalda stríði Sovétríkjanna, bylt- ingunni á Spáni, Portúgal og nýlendunum í Afríku, þarna eru veggspjöld tengd listum og ýmislegt fleira forvitnilegt. Í inngangi að sýningunni segir Guðbergur jafnframt: „Þessi sýning er haldin í þeim tilgangi að reyna örlítið að leiða áhorfandanum fyrir sjónir ýmsar tegundir af áróðri, en eink- um þann sem var mest áberandi á síðustu öld og aðferðir sem honum fylgdu. Hér er stuðst við veggspjöld. Þau voru talin vera áhrifaríkust sem miðill, hentugur til að „laða“ fólk að málstaðnum með góðu svo ekki þyrfti að gera það með illu, sem er samt talið vera besta og áhrifaríkasta meðalið: Með illu skal illt út reka!“ Guðbergur og Hrönn Kristjánsdóttir, sýn- ingarstjóri Saltfisksetursins, leggja á ráðin. Guðbergur með áróðurssýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík Guðbergur vann að upp- setningu sýningarinnar í gær þegar VF leit við.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.