Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 1
 En leitið fyrst ríkis Hans og réttlœtis, og þá mún aUt þetta veiiast yður að auki. 'Uvernig Vroitinn lcysli J)eiur úi úr fangelsinu En um þessar mundir hóf Heródes konungur handa til að misþyrma nokkrum af söfnuðinum, og lét hann höggva Jaköb, bróðir Jóhannesar, með sverði. En er hann sá að Gyðingum líkaði það vel, hélt hann áfram og lét einnig taka Pétur, en þá voru dagar ósýrðu brauðanna, og er hann hafði handtekið hann, lét hann setja hann í fang- elsi og fékk hann til gæzlu fjórum ferningum hermanna, og ætlaði hann sér eftir páskana að leiða hann fram fyrir lýðinn. Pétur var þá hald- inn í fangelsi, og stöðug bænagjörð til Guðs var af söfnuðinum haldin fyrir honum. En er Heródes ætlaði að fara að leiða hann fram, svaf Pétur þá nótt milli tveggja hermanna, bundinn tveim fjötrum, og varðmenn fyrir dyrum úti gættu fangelsisins. Og sjá, þá kom engill Drott- ins, og Ijós skein í klefanum, og hann laust á síðu Pétri og vakti hann og mælti: Rís upp skjótt. Og fjötrarnir féllu af höndum honum. Og engillinn sagðivið hann: Gyrð þig og bind á þig ilskó þína. Og hann gjörði svo. Og Hann segir við hann: Far þú í yfirhöfn þína og fylg mér. Og hann gekk út og fylgdi honum, og ekki vissi hann, að þetta sem engillinn gjörði, væri svo í raun og veru, heldur hugðist hann sjá sýn. Og er þeir höfðu gengið fram hjá innri og ytri verðinum, koma þeir til járnhliðsins, er liggur til borgarinnar, og laukst það upp af sjálfu sér fyrir þeim, og fóru þeir út um það og gengu áfram eitt stræti, og þá skyldi engillinn allt í einu við hann. Og þegar Pétur kom til sjálfs sín, sagði hann: Nú veit ég sannlega, að Drottinn hefur sent engil sinn og hrifið mig úr hendi Heródesar og frá allri eftirvænting Gyðinga- lýðs. Og er hann hafði komið þessu fyrir sig, gekk hann að húsi Maríu, móður Jóhannesar — að viðurnefni Markús, — en þar voru allmargir saman komnir og báðust fyrir. En er hann knúði hurð fordyrisins, gekk stúlka fram, að nafni Róde, til að vita hver þar væri, og er hún þekkti málróm Péturs, gáði hún eigi fyrir fögn- uði að ljúka upp fordyrinu, heldur hljóp hún inn og sagði, að Pétur stæði fyrir utan fordyrið. En þeir sögðu við hana: Þú ert frávita. En hún stóð fast á því, að svo væri. En þeir sögðu: Það er þá engill hans. En Pétur hélt áfram að berja að dyrum, og er þeir luku upp, sáu þeir hann og urðu forviða. En hann benti þeim með hend- inni að þegja, og skýrði þeim frá, hvernig Drott- inn hefði leyst sig út úr fangelsinu, og mælti: Segið Jakob og bræðrunum frá þessu. Og hann gekk út og fór í annan stað. En er dagur rann, varð meira en lítið uppþot hjá hermönnunum út af því, hvað af Pétri væri orðið. En er Heródes hafði látið leita hans, og fann hann ekki, hélt hann rannsókn yfir varðmönnunum og bauð að fara með þá til lífláts.....En Orð Guðs efldist og útbreiddist. Post. 12.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.