Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 6
FAGNAÐARBOÐI Guð minn, er ég trúi á! Því að Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar, Hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum Hans mátt þú hælis leita, trúfesti Hans er skjöldur og verja. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga, drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið. Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín. Þú horfir aðeins á með augunum .... Þessi dásamlegi söngur varð okkur lifandi opinberun um mátt Drottins til þess að f relsa sína frá drepsóttinni. Dag einn var ég ein á bæn í stofunni minni. Ég bað Drottin um aðvernda okkur. Börnin voru fimm, svo alls vorum við þá sjö á heim- ilinu. Allt í einu sá ég í sýn húsið, sem við bjuggum í. Það stóð á grænni grund og bar fallega við skóginn í baksýn. Eg sá stóran engil svífa yfir þaki hússins og heyrði þessi orð: Er ég sé Blóðið, mun ég ganga fram hjá yður; .... 2. Mós. 12,13. og því næst heyrði ég einnig þessi orð: En yfir yður, sem óttist Nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum. Malak. 4, 2. Enginn okkar fékk veikina. Lofað veri Hans Heilaga Nafn. Við fengum að þreifa á því, að Hann er þess megnugur að vernda sína. Oft hefur Drottinn opinberazt mér í dásamlegri' lækningu. Sérstaklega er mér minnisstæður atburður, sem kom fyrir skömmu eftir að ég lét skírast. Þá fékk ég miklar þrautir í bakið og hnakk- ann, sem breiddist út um allt höfuðið. Eg var mjög þjáð og kvalirnar jukust með degi hverjum. Ekki vissi ég hvaða sjúkdómur þetta var. Eg hafði ekki leitað til neins læknis, ég treysti þvi, að Drottinn væri minn læknir. Eg lá sjúk í margar vikur. Dag einn var ég ákaflega þungt haldin. Mér fannst ég ekki vera með fullri rænu og var sem ég mundi liða út af þá og þegar. Með mestu erfiðismunum gat ég haldið mér vakandi. Eg sendi son minn til nábýliskonu minnar, er var systir í Drottni og bað hana um að koma og biðja fyrir mér. Hún sendi drenginn til baka með þau skilaboð, að hún væri að þvo þvott, og gæti því ekki komið. Þá sendi ég drenginn aftur til hennar með þau boð, að hún yrði að koma þar sem ég væri afar mikið veik. Þá kom hún. Eg man eftir því, að hún sagði við mig: Ó Margit, ég er svo vesæl og snauð í anda að ég get ekkert annað gert, en lesið fyrir þig í Biblíunni. En þá hrópaði ég: Viltu biðja — biðja, aðeins biðja, og áður en ég vissi af kom kraftur Drottins yfir mig og ég fann hvernig mér var lyft upp af tveim sterkum örmum. Eg fann hvernig ég hvíldi á þeim hátt uppi undir þakinu og heyrði þá greinilega þessi orð: Sökum þess að þú ert dýrmætur í minum augum .... Jes. 43, 4. Nú komst ég aftur til sjálfrar mín og fann heit tár systurinnar falla niður á hendur mínar. Því næst tók hún í hönd mér og reisti mig upp í Jesú Nafni. Kvalirnar voru álgjörlega horfnar, og ég hef ekki fundið til þeirra siðan. Ég hef einnig reynt Drottin í að lækna börn- in mín. Ritningin segir: Því að yður er ætlað fyrirheitið og börnum yðar .... Post. 2, 39. Sonur minn var ekki nema fimm ára, þegar hann varð alvarlega veikur af gulu. 1 marga daga lá hann rúmfastur og nærðist ekkert. Því, sem hann kom niður af mat, kastaði hann jafn- óðum upp aftur. Hann gat ekki haldið niðri svo miklu sem ein- um vatnssopa. Hann varð horaður og vesæll og var ég mjög hrædd um að við myndum missa hann. Ég bað Drottin um að lækna hann og gefa honum heilsuna aftur. Svo var það morgun einn, að einkennileg ró kom yfir mig samfara ríkri þörf til bænargerðar. Mér fannst ég þurfa að hraða mér að leita til Drottins í bæn, því að Hann vildi mér eitthvað. Ég fór þess vegna fram í eldhúsið en dyrnar stóðu opnar inn að stofunni, þar sem drengur- inn okkar lá í rúminu sínu. Ég kraup niður við stól og opnaði nú sorgmædda hjartað mitt fyrir Jesú. Allt í einu heyrði ég hljómfagra djúpa karlmannsrödd segja við hægri hlið mér: Ef þér eruð í mér og Orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og það mun veitast yður. Jóh. 15, 7. Við síðustu orðin hvarf röddin upp á við. Ég fékk ríka blessun þarna, sem ég kraup og fann að Jesús sjálfur hafði birzt mér. Á sömu stundu hrópaði drengurinn á mig og

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.