Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 Hvern segið þér mig vera? Matt. 16, 13—20. getum við örugg horft fram á ókomna árið, sem enginn veit hvað ber í skauti sér, nema Hann einn. Lofaðu þessari sigurdýrð Guðs að skarta til þín, svo árið verði þér ekki neyð, hörmung og grátur, heldur verði það þér sannur fögnuður Himnaríkis. Þú ert Sonur minn, í dag hefi ég getið þig! Og í ann- an stað: Ég víl vera Honum Faðir, og Hann mun vera mér Sonur! Leyf þú Honum að vera þér það sem Hann er — Frelsari, svo þú megir vera Honum Sonur og finna þig heima, í alsælu Hans, á hinu nýja ári. Frelsarinn er alltaf að bíða og kalla, en þú heldur að heimurinn hafi meira hrós, að gefa þér, heldur en þú getur öðlast í samfélaginu við Frelsarann, Jesúm Krist. En hve mikið sem mönnunum er hrósað, lifs eða liðn- um hér á jörð, þá fylgir það hrós þeim ekki yfir gröf og dauða. En hvenær, sem við tökum við hrósinu, líf- inu í Kristi, þá fylgir það okkur yfir gröf og dauða. Og er Hann aftur leiðir hinn Frumgetna inn í heims- byggðina, segir Hann: Og állir englar Guðs skulu til- biðja Hann. Og þetta er það, sem Guð hefir búið okkur á nýju ári að við í Anda og sannleika tilbiðjum Hann, lifum Honum, vegsömum Hann og tignum. Og tak þú nú við nýja árinu með því að búa þig undir að mæta Drottni Jesú, Honum sem kemur innan skamms, svo þú megir vera einn eða ein í hópi vakandi og biðjandi barna Hans þegar að Hann kemur aftur, því þeir, sem dóminn gista, í eldi og brennisteini, falla ekki fram og tilbiðja Almátt- ugan Guð til þess að njóta neins. Þeir gerðu það ekki meðan þeim bauðst það. Og þeir geta það ekki nú, því það er of seint. Þeir eru ávallt viðskila við Hann og fá sinn réttiáta dóm. Þó allir Egyptar herðu fallið fram á þeim degi, er Drottinn leiddi Israelsmenn út af Egyptalandi, og sagt: „Nú skulum við tilbiðja Guð Hebrea.“ Þá hefðu þeir ekki fengið áheym. Þeir höfðu svo lengi lokað eyrum sín- um fyrir Orðum Guðs og þverskallast í hjarta sínu á móti Hans dýrð, svo þeir urðu að taka plágunum, sorg- inni og eyðingunni. En í dag er náðardagur. Hönd Drottins er útrétt, til þess að taka við hverjum, sem vill öðlast fyrirgefning syndanna, leiða hann inn í friðinn og gefa Honum það hlutskipti, að vera sannur tilbiðjandi hins sanna Guðs og öðlast dýrð með Honum. Um aldaraðir höfðu Israelsmenn vænzt þess, að Guð uppfyllti fyrirheit sín, sem Hann hafði gefið, fyrir munn spámanna sinna frá öndverðu. Fyrirheitin um, að senda þeim Frelsara. Full eftirvæntingar beið þjóðin eftir því, að hinn fyrirheitni Messías birtist, þó margvíslegar væru hug- myndir þeirra um komu Hans og verk. Allir voru þó fullvissir um, að Hann mundi endurreisa ríki fsraels og hefja þjóðina til vegs og valda. Æðstu prestarnir og fræðimennirnir voru og fullvissir um það, að Hann mundi fæðast í Betlehem, eins og spámaður- inn hafði sagt: Og þú Betlehem, land Júda, ert engan veginn hin minnsta meðal höfðingja Júda, þvi að frá þér mun koma höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns, Israéls. En enda þótt þeir þekktu Ritningarnar, Lögmálið og spámennina, sem greindu greinilega frá því, að hinn Smurði mundi pínast og að það væru syndir lýðsins, sem Hann mundi líða fyrir, þá var það reyndin að þegar Hann kom undirorpinn þjáningum þekktu þeir Hann ekki. Fyrir hugskotssjónum þeirra stóð Hann í dýrðar- ljóma, sem hinn voldugasti konungur, sem sigra mundi lönd og ríki. Eftir því sem önnur ríki þrengdu meir að þjóðinni, varð þrá ísraelsmanna heitari eftir því, að Kristur kæmi. Og þegar ok Rómverja var orðið þeim óþolandi, og Jó- hannes skírari kom fram eftir fjögur hundruð ára tíma- bilið, en allan þann tíma hafði Guð ekki talað til lýðs- ins, fyrir munn spámanna, þá vaknaði eftirvæntingin enn meir en áður. Nú hlyti Kristur að koma á hverri stundu, til að endurreisa hina föllnu tjaldbúð Daviðs. Sumir héldu jafnvel að Jóhannes kynni að vera Krist- ur. Gyðingarnir sendu því til hans nefnd presta og Levíta frá Jerúsalem, til þess að ganga úr skugga um, hvort svo væri eða ekki. Um leið og Jóhannes neitaði því ákveðið, að hann væri Kristur, þá vitnaði hann um, að Kristur væri þeg- ar kominn og gengi um mitt á meðal þeirra. Hann mundi ekki aðeins skíra með vatni, heldur með Heilögum Anda og eldi. Guð hafði gefið Jóhannesi tákn að hann gæti þekkt Krist þegar Hann kæmi fram. Nú hafði Jóhannes séð þetta tákn, er hann sá Heilaga Andann stíga niður af Framhcdd á bls. 8.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.