Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 8
8
FAGNAÐARBOÐI
HVERN SEGIÐ ... Framhald af bls. 3.
opnum himni og hvíla yfir Jesú í líkamlegri mynd, og
heyrði jafnframt Föðurinn vitna: Þessi er minn elsJcaði
Sonur, sem Ég hefi velþóknun á. Þá tók það af allan efa.
Þess vegna vitnaði hann svo ákveðið um, að Jesús
væri Kristur, sem spámennirnir höfðu boðað að koma
mundi. Guðs-Lambið, sem kom til þess að bera synd
heimsins.
Fljótlega bættust svo fleiri við, sem fullvissir vitn-
uðu um Guðdóm Jesú og fögnuðu því að hafa fundið
Messías.
Fagnandi flutti Filippus Natanael gleðifréttina um
það að hann hefði fundið þann, sem Móse hafði ritað
um í Lögmálinu, og spámennirnir höfðu vitnað um,
Jesúm Jósefsson frá Nazaret. Nú var Hann ekki lengur
Jósefsson, fyrir augum Filippusar, heldur hinn fyrir-
heitni, Sonur Guðs.
Þó að Natanael byggist ekki við, að neitt gott kæmi
frá Nazaret, þá vitnaði hann um, eftir fyrstu kynni sín
af Jesú og sagði: „Rabbí, þú ert Guðs-Sonurinn, þú ert
Israels konungur.“
Ekkert var þó höfðingjum lýðsins fjarlægara en að
viðurkenna að Jesús væri hinn fyrirheitni Messías. Hver,
sem það gerði, skyldi því vera samkundurækur.
Og þó hefir bæði 'himinn og jörð vitnað um dýrð
Hans. Gabríel engill, sem flutti meynni boðskapinn um,
að hún væri útvafin, til þess að verða móðir Frelsar-
ans, flutti einnig þann vitnisburð frá himnum: Hann
mun verða mikiTl og verða kállaður Sonur hins Hæsta;
og Drottinn Guð mun gefa Honum hásæti Daviðs föður
Hans, og Hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og
á ríki Hans mun enginn endir verða.
Fullvissa og djörfung Jóhannesar postula, og örugg
sannfæring hans um Guðdóm Jesú, erindi Hans og
verk hér á jörð, kemur fram í hinum ákveðna vitnis-
burði hans, er hann segir: Hver er lygari, ef ekki sá,
sem neitar að Jesús sé hinn Smurði?
Það er því ekki að undra né að ástæðulausu, að Jesús
spurði lærisveina sína um, hvern menn segðu Manns-
Soninn vera. Því það kom glöggt fram í svari þeirra,
að þjóðin þekkti ekki sinn vitjunartíma og var marg-
skipt í hugmyndum sínum, um hver Hann væri. Þó
voru flestir sammála um, vegna hinna mörgu máttar-
verka er Hann gerði, að Hann væri spámaður, annað
hvort endurrisinn frá fyrri tíð, eða af Guði sendur, til
að vitja lýðsins.
En eins og fyrr, gerðu höfðingjarnir lítið úr þeim,
sem Guð sendi og töldu sér ekki samboðið að sinna
boðskap Jesú, eins fáliðaður og valdalitill sem Hann
var í augum þeirra.
Og þó er það einmitt þessi spurning Drottins, sem
við verðum öll að gera skil og svara, engu síður en
1. tbl.
postularnir, ef við viljum byggja eilífa velferð okkar
á góðum grunni.
Það gerði Símon Pétur sælan, að hann hafði numið
þekkingu af Föðurnum á himnum, og gat því með allri
djörfung, svarað spurningu Jesú á hinn eftirminnilega
hátt: „Þú ert Kristur, Sonur hins lifanda Guðs.“
Þá bauð Hann lærisveinunum, að þeir segðu engum,
að Hann væri Kristur. Því fjósið skein í myrkrinu, og
táknin, sem Drottinn gerði, vitnuðu um hver Hann var.
Allur fögnuðurinn og sælan er fólgin í því, að vera
upplýstur af Anda Guðs um þá staðreynd, sem allt
varðar, að Jesús Kristur er Eingetinn Sonur Guðs,
hinn þráði og fyrirheitni Messías, Frelsari mannanna.
Þá fyrst er trúin byggð á því bjargi, sem ekki haggast,
þótt himinn og jörð líði undir lok.
Einar Einarsson.
Heilrœði
Ó, kom í trú að krossi Frelsarans
og krjúp í auðmýkt fótskör Hans við niður.
Þá friðinn öðlast fyrir máttinn Hans
og frelsisvissu nærðu er þú biður.
Ó, þakka Drottni, þig sem hefur leitt
og þráfaldlega leyst úr efnum vöndum.
Þér ótal gæði og yndi hefur veitt
og ástúðlega borið sér á 'höndum.
Ef lifað hefur langt frá krossi Hans,
þá lít til baka, náð Hans við þér tekur.
Þá berðu um eilífð bjartan sigurkrans,
því burtu Jesús allar syndir hrekur.
Ó, komið allir þér, sem þjáist nú
og þiggið kvittun sektar fyrir gjaldi.
Og þá mun ljóma lífið nýtt í trú,
er lausn er fengin burt frá synda valdi.
Ólafía Árnadóttir.
Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6,
Hafnarfirði, sími 50075. — Afgreiðsla á sama stað. —
Áætlað er að 5 blöð komi út þetta ár. Árgjald blaðsins
10 kr. en í lausasölu 2,00 kr. eintakið.
11. árg.
1958