Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 aði og lofaði Drottin fyrir hina óumræðilegu elsku Hans, er Hann auðsýnir þeim sem trúa. Ég minnist einnig annarrar konu, sem þarna var. Hún hélt á dreng, sem var lamaður og krepptur eftir mænuveiki og gat á engan hátt staðið í fæturna. Eftir stutta trúarbæn, var konunni sagt, að setja barnið niður á gólfið og láta það standa þar, á meðan hún sjálf færi fram á pal’lsendann hinum megin. Þetta gerði hún. Og hið undursamlega skeði, að drengurinn gat ekki einung- is staðið í fæturna, heldur hljóp hann yfir pallinn í faðm móður sinnar. Hvílíkur fagnaðar-lofsöngur. Aldrei hef ég heyrt annan eins. Það var engu líkara en þakið ætl- aði af húsinu. Sumir hágrétu, margir tárfelldu og aðrir lofuðu Guð hástöfum. Hvar sem var, í þessum stóru salarkynnum, mátti greinilega merkja nálægð Drottins í krafti Heilags Anda. Þvi að livar sem tveir eða þrír eru saman komnir i mínu Nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. Matt. 18, 20. Kæru vinir mínir. Sannarlega var Hann þar, hinn lif- andi Drottinn, og gerði kraftaverkin fyrir augum okkar. Þegar hér var komið, tók ég ákvörðun mína. Nú þráði ég og óskaði af öllu hjarta að vera ein í hópi þessa fólks, þar sem Guð opinberar sig og verkar með undrum og kraftaverkum. Nógu lengi hafði ég verið blinduð af kreddum, og kennisetningum manna og hinum ýmsu helgisiðum þeirra. Ég sótti skömmu síðar tjaldsamkomur þessara kristnu vina. Og þar gekk ég eitt sinn grátandi fram og bað Drottin að fyrirgefa mér syndirnar, hreinsa hjarta mitt og frelsa mig. Á þessum ,,Full Gospel“-samkomum öðl- aðist ég skilning á því, að mér var nauðsynlegt að end- urfæðast, ef mér ætti að auðnast að sjá Guðsríki. Kæru vinir! En það krefst þess og leiðir með sér, að þú verður að snúa bakinu við öllu þínu fyrra líferni, láta af synd- um þínum og byrja nýtt líf í samfélaginu við Drottin þinn og Frelsara. Ef einhver elskar heiminn þá er kærleiki til Föð- urins ekki í honum. 1. Jóh. 3, 15. Þrátt fyrir alla þína menntun, hversu víðtæk, sem hún kann að vera, þá ert þú fávís í augum Guðs, ef þú veitir ekki viðtöku Sannleiksorði Guðs í Heilagri Ritningu. Ótti Drottins er upphaf þekkingar; vizku og aga fyrirlíta afglapar einir. Orðsk. 1, 7. Það er aðeins einn meðalgangari milli Guðs og manna, en það er Kristur Jesús. Fyrir ekkert annað nafn undir himninum getur þú hlotið frelsið. Játa ekki syndir þín- ar fyrir presti eða predikara, heldur játa þær frammi fyrir Drottni sjálfum, því Hann einn megnar að fyrir- gefa syndir. Jesús Kristur er okkar æðstiprestur og aðeins fyrir Hann einan getum við öðlast frelsið. Jesús lagði sjálfan sig í sölurnar og Blóð Hans rann út á krossinum á Golgota vegna okkar misgjörða og fyrir Hans benjar erum við læknaðir. Ekki ef til vill lækn- aðir, he'ldur tvimœlálaust læknaðir. Fyrir Hans benjar erum við læknaðir. Hvorki predikari eða prestur getur læknað þig. Far því þangað, þar sem þér er fluttur Fagnaðarboðskap- urinn heill og óskertur, svo þú megir öðlast þekkingu á Lausnara þínum. Gröfin hélt Honum ekki. Hann er sannarlega upprisinn og situr Guði Föður til hægri handar og biður fyrir okkur. Ó, ef þú aðeins vildir lesa í Biblíunni, vinur minn, sérstaklega Nýja Testamentið. I hverjum kapítula, hverju versi, hverri línu talar Guð beint til þín. Bið af einlægu hjarta til okkar himneska Föður, óþvingað og í barnslegri einlægni. Ef þú hefðir í hyggju að biðja jarðneskan föður þinn um eitthvað, mundir þú þá fara að þylja beiðnir þínar upp úr bæna- kveri. Nei, það mundir þú aldrei gera. Árum saman gerðist ég brotleg við fyrsta boðorðið. Ég kraup til bænar frammi fyrir myndum og líkneskjum af Kristi, Maríu mey og St. Thereseu. En fyrsta boð- orðið hljóðar þannig: Þú skált ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkurar myndir eftir þvi, sem er á himnum uppi, eður þvi, sem er á jörðu niðri, eður þvi, sem er í vötnunum undir jörðinni. 2. Mós. 20, 3—J}. Eða eins og stendur í næsta versi: Þú skált ekki til- biðja þær ... Með þessum orðum Ritningarinnar er okkur berlega sagt, að við eigum ekki að krjúpa fyrir né tilbiðja þess- ar myndir eða líkneskjur eða láta loga ljós í tilbeiðslu skyni frammi fyrir myndum eða líkneskjum af Kristi, eða dýrlingamyndum. Þegar þú hefir þegið frelsið í Drottni, þá ert þú end- urfæddur. En það segir ekki hið sama, og að þú sért aðeins endurbættur. Þú ert algjörlega umbreittur. Ef þannig einhver er í samfélaginu við Krist, er hann ný skepna, hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt. 2. Kor. 5, 17. Við lifum á myrkum hættutímum. Menn eru kvíða- fullir um, hvað bíður þeirra í þessum gamla heimi. En Guði sé lof. Okkur stendur til boða, að hvíla í náðar- faðmi Frelsarans og vænta þessa, sem Guð hefir búið sínum börnum: ... Því að sjálfur Drottinn mun með kálli, með höfuð- engilsraust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa, siðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drott- in í loftinu; síðan munum vér vera með Drottni álla tima. I Þess. 4, 16—17. (Heimildarrit: „Hjemmets Venn“, Trondheim).

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.