Fagnaðarboði - 01.03.1961, Síða 3
FAGNAÐARBOÐI
3
faðir minn mér, að þarna hefði það verið ég, sem not-
aði keyri á hann. Hann lét undan og féllst á, að leyfa
mér að predi’ka með því skilyrði, að ég hætti þessu
svelti og færi að borða.
Fyrsta predikun mín.
Foreldrar mínir, María systir mín og ég, vorum oft
kölluð „syngjandi Walker-fjölskyldan“. Flestir í borg-
inni könnuðust við okkur. Söng okkar hafði í lengri
tíma verið útvarpað um stöðvarnar KGER og KFOX
fyrir Long Beach og Los Angeles svæðið. Pabbi vildi
ekki að fjölskyldan yrði fyrir neinni smán eða vanvirðu,
og til þess að fyrirbyggja það, tók hann á leigu lítinn
samkomusal, eign kvennaklúbbs nokkurs í Colton í
Californíu. Þetta var í margra mílna vegalengd frá
Long Beach, þar sem enginn kunni nein deili á okkur.
Þarna skyldi ég fá að reyna mig — flytja mína fyrstu
predikun. Smáauglýsing var nú sett í dagblað borgar-
innar, og pabbi sagði mér síðar, að hann hefði vonað,
að enginn tæki eftir þessari auglýsingu. En það fór á
annan veg. Meðal áheyrenda minna, þennan sunnudag,
var lögreglustjórinn, margir prestar og margir helztu
'kaupsýslumenn borgarinnar.
Ég stóð í ræðustólnum, en faðir minn faldi sig bak
við eitt gluggatjaldið. Ég fletti upp í Heilagri Ritningu,
og er ég fór að lesa Lúk. 15, 11. um týnda soninn kom
Heilagi Andinn yfir mig og ég — litli drengurinn — var
þarna orðinn vakningapredikari, — farinn að ávinna
menn fyrir Guðsríkið. Hvílík undra dásemd, að fyllast
Anda Drottins, hafinn upp, til þess, sem er af Anda
Hans, þá er Guðs Orð rennur fram af vörum manns,
sem lækir lifandi vatns, mannana börnum til blessunar.
Þegar ég hafði flutt boðskapinn flykktist fólk á öllum
aldri, og ýmsum stéttum fram til fyrirbænar. Augu
margra flutu í tárum, er kraftur Drottins verkaði til
þeirra, og þeir hlutu lausn frá syndum og sjúkdómum.
Faðir minn kom nú fram úr felustað sínum og leit þenn-
an hóp karla og kvenna, er þurfandi leituðu náðar Drott-
ins. Hann lagði handlegginn yfir herðar mér og sam-
eiginlega báðum við fyrir þessu leitandi fólki, og að við
mættum verða til blessunar mönnum víða um heim.
Ég helgaði nú alla krafta mína vakningastarfinu og þjón-
ustunni meðal hinna líðandi og þurfandi. Starfsferill
minn lá nú frá smáborginni Colton til næstum allra
helztu borga Ameríku. Á ferðum mínum um Bandarík-
in má segja, að mitt eiginlega nafn „Davíð Walker“
hafi vikið fyrir nafninu „Davið litli, drengpredikarinn“.
Undir þessu nafni gekk ég í mörg ár og geng jafnvel
enn, þótt ég sé kominn töluvert yfir tvítugt. Oft er ég
kallaður „Davíð litli“. 1 rauninni skiptir það minnstu
og það því fremur, sem ég get alls ekki talizt hár vexti.
Á ferðum minum víðsvegar um heiminn, hefir móðir
mín staðið mér við hlið ,hvatt mig og uppörvað. Það
hefir verið mér slíkur styrkur í lífi mínu og þjónustu-
starfi ,að það mun ég ávallt geyma í þakklátum huga.
Iðulega, þegar ég, hvítklæddi litli snáðinn, stóð og
prédikaði frammi fyrir troðfullu húsi áheyrenda, þá
ávarpaði hún áheyrendahópinn þessum orðum: „1 náðar-
ráðstöfunum Guðs er margt, sem ég fæ ekki skilið og
mun jafnvel aldrei skilja. En ég mun hugleiða það allt
og ávallt geyma það í hjarta mínu.“
V akningarsamkomur.
Þegar á fyrstu samkomum okkar vaknaði sterk þrá
í hjarta mínu, til þess að fara út um heiminn og boða
Fagnaðarerindið. Fyrstu vakningai’samkomurnar héld-
um við í Los Angeles og nærliggjandi héruðum. Voru
þær ýmist í tjöldum, stórum samkomusölum, eða kirkj-
um, bæði í sjálfri borginni og þar í grennd. Fólkið
flykktist til okkar þúsundum saman og mörg hundruð
létu frelsast.
Á einni kvöldsamkomu í Tacoma, Washingtonríki,
stóð upp maður nokkur, og óskaði eftir, að beðið yrði
fyrir honum til frelsunar og lækningar. Var það gert.
Næsta kvöld kom hann aftur en þá var með honum um
átján manns. Konurnar voru klæddar síðum litskrúð-
ugum kjólum. Þessi maður reyndist vera sonur Tatara-
konungsins og hafði hann hlotið frelsið í Kristi. Hann
hafði einnig læknazt af hjartasjúkdómi. Nú hafði hann
farið heim, sagt ættfólki sínu frá kraftaverkinu og öllu
því er fram við hann hafði komið á samkomunni. Nú
voru þau þarna komin með honum, til þess að meðtaka
einnig lífið og frelsið í Jesú Kristi. Hið undursamlega
skeði. Þau frelsuðust öll. Næsta sunnudagskvöld lýstu
þau yfir fyrir um 3000 áheyrendum, að sökum aftur-
hvarfs síns til lifandi trúar, myndu þau aldrei framar
spá fyrir nokkrum manni.
Setið um líf mitt.
Við fórum nú að ráðgera ferð til Vestur-Indía.
Frá Jamaica hafði borizt fjöldi beiðna um, að við
kæmum og héldum vakningarsamkomur. Við fórum
loftleiðis til borgarinnar Kingston á Jamaica. Þar var
Gi’and Stand skeiðvöllurinn leigður í eina viku fyrir
samkomur. Áætlað var, að um 10 þúsund manns hafi
verið á samkomunni fyrsta kvöldið. Aldrei gleymi ég
því, þegar þúsundir Jamaicabúa hófu upp raddir sínar
þetta kvöld og sungu: „Við þörfnumst vakningar hér
á Jamaica. Ó, Drottinn, lát ske vakning."
Þriðja kvöldið, þegar ég sat í bíl kristiboðans við
skeiðvallarhliðið, hrópaði kristniboðinn allt í einu til
mín: „Beygðu þig bak við sætið.“ Ég varpaði mér strax
Framhald á bls. 6.