Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI Saga þessi gerist í litlum bæ á Sjálandi. Mörg ár eru nú umliSin, og jólahald fólks meS öSrum hætti nú, en í þá daga. En hvaS öllu hinu ytra liSur, verSur jólagleSin ávallt ein og hin sama, þar sem boSskapur jólanna nær til hjartnanna, boSskapurinn um kærleika GuSs til okkar mannanna barna. V-------------------------------------------------------------/ Á heimili Hinriks Hellers, efnaverkfræðings, var öllum jólaundirbúningi að verða lokið, enda komin Þorláks- messa. Úti á svölunum beið jólatréð þess að verða tekið inn í stofuna næsta kvöld og standa þar ljósum skreytt. Þrátt fvrir annríki undangenginna daga hafði hin unga húsmóðir, Anna Heller, gefið sér tíma til þess að eiga stundir með börnum sínum tveim, Birgittu 6 ára og Mikael 4 ára. Það höfðu verið henni ánægjustundir engu síður en þeim að búa til ýmislegt jólaskraut þar sem börnin sjálf höfðu fengið að leggjahöndað verki.Eitthvað ógert átti nú Anna af þessum sökum, svo hún þurfti jafnvel að vinna eitthvað fram eftir kvöldinu. Bæði börnin voru nú sofnuð, þó erfiðlega hefði gengið að koma þeim í ró. Tilhlökkun þeirra til næsta dags hafði verið það mikil, að komið var langt fram yfir venjulegan tíma, þegar þau loks sofnuðu. Anna hafði lesið með þeim bænirnar þeirra, eins og hún var ávallt vön að gera og broshýr á svipinn stóð hún nú um stund og virti þau fyrir sér, þar sem þau lágu sofandi. Hún fór svo fram í eldhús til að sinna þeim verkum, sem biðu hennar þar. Maður hennar hafði sagt, að hann mvndi koma seint heim frá vinnu sinni í verksmiðjunni, svo nú gat hún átt næðistund til bænar. Hún kraup á eidhúsgólfinu og beindi huga sínum í þakkargerð til Drottins síns og Frelsara. Sannarlega hafði hún mikið fyrir að þakka. — Hún var gift manni, sem hún elskaði. — Þau áttu tvö yndisleg börn. — Heil heilsu mátti hún vinna að undirbúningi jólahátíðarinnar á fallega heim- ilinu þeirra og hafa til þess allt til alls. Þó var það eitt, sem mikillega skyggði á hamingjusól hennar. Hinrik hafði ekki tekið við Jesú Kristi sem Frelsara sínum, og það nísti hjarta hennar að minnast orða hans og ofsafenginnar reiði, þegar honum skildist, að hún hafði tekið trúarskrefið. Já, hún hafði tekið við frelsinu og lífinu í Kristi. Margra ára innri baráttu henn- ar var lokið. Nú átti hún friðinn og hvíldina i hjarta sínu, sem Drottinn einn getur gefið. T heif't sinni hafði Hinrik hreytt út úr sér hverju Jólasaga bituryrðinu á fætur öðru. Ósegjanlega sárt hafði það verið henni að heyra hann segja: — Á ég nú að búa við þau ósköp, að eiga heilaga konu? — Og þér hlýtur að vera ljóst, Anna, að með þessu er komið djúp aðskilnaðar okkar á milli, djúp, sem mun bera okkur æ lengi-a burt hvort frá öðru. Og vissulega var henni þetta ljóst. Hún hafði þraut- hugsað þetta allt, sem þó engu hafði umbreytt. Hún setti nú traust sitt á Drottin, vonaði og trúði, að Hann mundi leiða þetta allt fram þeim báðum til blessunar. Og nú, sem ávallt fyrr, er hún leitaði huggunar í Orði Ritningarinnar, fékk hún nýja von og styrk í fyrirheitum Guðs og loforðum. Hún strauk burtu tárin, sem höfðu þrengt sér fram nú, eins og ávallt áður, þá er hún barð- ist í bæninni vegna mannsins síns, — að hann lilyti einnig frelsið og lífið í Drottni. Að bæninni lokinni reis hún á fætur, hugdjörf og styrk í trúnni. Hún gekk rösklega að því, sem hún átti ógert og söng nú við störf sín hvern lofgerðarsálminn á fætur öðrum. Langt var liðið á kvöldið, þegar hún hafði lokið því, sem ógert var. En Hinrik var enn ókominn. Hverju sætti þetta? Hún fór að velta þessu fyrir sér, og þá skaut upp í huga hennar, að óneitanlega hefði hann verið ör í skapi undangengna daga, og engu líkara, en honum væri ekki sjálfrátt, hvemig hann talaði til hennar tillitslausum orðum. Og svo varð þessi sorglegi misskilningur þeirra á milli út af peningunum, sem föðurbróðir hennar hafði arfleitt hana að. Hinrik taldi sig eiga óskoraðan yfir- ráðarétt yfir þeim, þar sem hann einn væri fyrirvinna heimilisins. En skýr ákvæði höfðu fylgt, og þannig frá málunum gengið, að þessir peningar skyldu vera hennar séreign. — Gat það verið, að Hinrik teldi hana sýna honum vantraust, með því að vilja hafa þennan arf sinn eða að minnsta kosti einhvem hluta hans til eigin af- nota? Gat það einnig hafa komið illa við hann, að hún hafði reynt að forðast, eins og unnt var, að mál þetta yrði frekar rætt. þeirra á milli? Slíkar hugsanir sóttu nú á hana hver af annarri. Einnig var það ekki útilokað, að

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.