Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Tvær aldraðar frænkur voru jólagestirnir þetta kvöld. Sungnir voru jólasálmar og börnin tóku fallega undir. Þau vildu sýna frænkunum, hvað þau kunnu af jóla- sálmum. En hin unga húsmóðir bar harm í hjarta. O, hve henni veittist þungbært, að eiga nú að setjast að hátíðarborðinu án Hinriks. Hún vissi ekki einu sinni, hvar hann var niður kominn. En nú hringdi síminn, og Anna talar við mág sinn, sem glaður í bragði segist hafa verið að fá jólakort frá Hinriki, póstlögðu þar í borg á aðfangadag. Hinrik hljóti því að vera heill á húfi, og engiii ástæða sé fyrir hana að óttast um hann. Þessi fregn varð Onnu til óumræðilegrar huggunar. Sannarlega mundi Drottinn vel fyrir öllu sjá, hugsaði hún með þakldæti í hjarta. 011 hin sára angist vék nú burt frá henni, og hún gat tekið þátt í hátíðargleði barn- anna sinna. Þrátt fyrir allt, sem að hinum ytri aðstæðum laut, þá átti hún hátíðargleðina í hjarta sínu og naut helgi jólanna með börnum sínum, því boðskapur jólanna: —• Yður er í dacj Frehari fœddur — náði til hennar í enn fyllri kærleiksdýrð, heldur en hún hafði nokkru sinni áður fengið að reyna. Hún fann frið Drottins og elsku umvefja sig, — og sannreyndi það, að ekkert megnaði að útiloka frá hjarta hennar fögnuðinn, sem englarni]• sungu um á Betlehems-völlum. Nú skildist henni betur en nokkru sinni áður, hve dýrmætt það er að eiga gleðina í Guði Frelsara sínum, hina einu sönnu og eilífu jóla- gleði, sem Guð hefur búið mönnunum, og hverjum og ein- um þeirra stendur til boða að þiggja. Ekkert gat tekið þennan fögnuð frá henni. Guði sé lof og þakkir. Börnin voru nú sofnuð, og jólagjafirnar á víð og dreif um allt herbergið þeirra. Og þegar hún sjálf lagðist til hvíldar, þá var það henni í rauninni óskiljanlegt, að hún skyldi hafa átt svona yndislegt hátíðarkvöld með börn- unum sínum, þótt Hinrik, maðurinn hennar, væri í burtu frá þeim. En til hans leitaði hugurinn, og hún fann, hve heitt hún þráði, að hann væri hjá henni og börnunum. Næsta dag að loknum morgunverði, heyrði Anna að gengið var um útidyrnar. í sömu andrá var hún þotin fram. Þar stóð þá Hinrik, og af svip hans mátti ráða, hvemig honum leið. — Velkominn heim, hrópaði hún og vafði hann örm- um. Og svo komu bæði börnin hlaupandi í fangið á pabba sínum, kysstu hann og tóku um hálsinn á honum. — Mikið var gaman hjá okkur í gær, pabbi, þegar jólin komu. — Af hverju gazt þú ekki verið hjá okkur? — Já, af hverju? sagði Anna. Getur þú fyrirgefið mér allt? hvíslaði hún grátklökkum rómi. — Ert þú að biðja mig að fyrirgefa þér, spurði Hin- rik. — Þú átt hér enga sök að máli, vina mín, sagði hann um leið og hann þrýsti henni í faðm sér. Þetta var bjartur og fagur jóíadágur, og börnin fengu að skreppa út í snjóinn. Þegar Anna og Hinrik voru orðin ein iiini, gátu þau opnað hjarta sitt hvort fyrir öðru. Hann sagði henni allt af létta. Um nóttina hafði hann gist á þriðja flokks gistihúsi, því þar þurfti hann ekki að óttast, að eftir honum yrði spurt. Svo hafði hann ráfað stefnulaust um götur stórborgarinnar. Alltaf átti hann í látlausri baráttu við sjálfan sig. Hugurinn leitaði heim til hennar og bamanna, — og jafnframt fann hann að Guð var að kalla til hans, þrýsta honum til þess að flýja í náðarfaðm Frelsarans. Anna hlustaði þögul á frásögn manns síns. Allt, sem hann sagði, staðfesti henni sannleiksgildi þess, að þegar við felum Drottni málefni okkar, gerir Hann langt fram yfir það, sem við biðjum eða skynjum. Þessar reynslu- stundir höfðu þá ekki orðið til einskis. Allt hafði snúizt til góðs fyrir þau bæði. Um kvöldið var aftur setzt að hátíðarborði. Gleði allra var mikil og allt umvafið hátíðarblæ jólanna. Nú lét Hinrik ekki sitt eftir liggja í neinu. Og gleði barn- anna var mikil. Þegar hann setti ný kerti á jólatréð og kveikti á þeim, þá voru það augu þeirra, litlu barnanna, sem skærast ljómuðu. En svo gerði hann það, sem þau höfðu aldrei áður séð hann gera. Hann tók Biblíuna hennar mömmu þeirra, gekk með hana til hennar og sagði: Nú ætlum við að hlusta á þig lesa fyrir okkui- boðskap jólanna. Ekki verður með orðum lýst þeim fögnuði, sem nú fyllti hjarta hinnar ungu húsmóður. Og nú las hún úr Jóhannesar Guðspjalli: . ... Og Ijósvð skín í myrkrmu .... En öUum þeim, sem tóku við Honum, gaf Iíann rétt til ctð verða Guðs böm: þeim, sem trúa á Nafn Hans .... Er hún hafði lesið írelsisboðskap Guðs kærleika, leit hún til manns sins og sagði með ró og stillingu: — Hinrik. — Eigum við ekki að biðja saman? Hann hneigði höfuð sitt til samþykkis. Nú var djúpið brúað. Einum huga gátu þau nú sameinast í bæn til Drottins þeirra og Frelsara. Og hinni sameiginlegu bænarstund þeirra hjóna lauk með þessum þakkarorðum af vörum Onnu: Eg þakka þér Drottinn minn og Frelsari. Þú hið Sanna Ljós, sem upplýsir hvem mann, hefur skinið inn í hjörtu okkar og sigrað þar allt myrkrið. I óumræði- legum kærleika þínum vinnur þú náðarverkið í hjört- um okkar, hreinsar þar burt alla harðúð og gefur okkur í auðmýkt að þiggja fyrirgefning syndanna og fyllir þar allt þínum friði og fögnuði. Já, fyllir hjörtu okkar mannanna hinum eina sanna jólafögnuði.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.04.1970)
https://timarit.is/issue/379426

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.04.1970)

Aðgerðir: