Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 8
8
FAGNAÐARBOÐI
F. M. Russell:
Höfrungsmerkið
Séra McCrossen, er gegndi herprestþjónustu með lið-
sveitum Kanadamanna í fyrri heimsstyrjöldinni, lagði
eitt sinn leið sína árla morguns, niður að ströndinni. Sá
ég þá, segir hann, að fleiri en ég voru snemma á ferli
þennan morgun, því þar á einum bekkjanna sat gamall
maður. Klæðaburður hans og veðurbitið andlit gaf ótví-
rætt til kynna, að þarna var maður, sem stundað hefði
sjóinn um ævina.
Ég settist á bekkinni hjá honum og gaf mig á tal við
hann. Mér varð starsýnt á nál eða merki, sem hann bar
í jakkabarminum. Spurði ég hann þá, hvað höfrungs-
myndin, sem á merkinu var, ætti að tákna.
Þetta merki á sína sögu, svaraði gamli maðurinn. Og
er mér sannarlega ljúft að segja þá sögu hverjum sem
heyra vill.
Hóf nú hinn aldraði sjómaður frásögn sína, en hún
er á þessa leið:
,________________________________________________J
Við verðum að fara sextíu ár aftur í tímann. Þá var
ég unglingspiltur og hafði ætlað mér til sjós eða öllu
heldur í siglingar. Svo giftusamlega vildi til, að skip-
stjórinn á fyrsta skipinu, sem ég réði mig á, var sann-
kristinn maður. Og þarna um borð fékk ég að skilja hina
réttu merkingu þess orðs. Ég tel þennan skipstjóra fvrsta
sanntrúaða manninn, sem varð á vegi mínum.
Ekki vorum við komnir iangt frá landi í þessari fyrstu
sjóferð minni, þegar skipstjórinn kallaði okkur alla upp
á þilfarið. Hann ávarpaði okkur og sagði: — Piltar mín-
ir — það er föst regla mín að eiga bænarstund með skip ■
verjum mínum, áður en lagt er út á höfin úr heimahöfn
og fela Guði almáttugum til varðveizlu áhöfn og skip.
Það er trú mín og sannfæring, að Guð heyrir bænir okk-
ar mannanna barna. Og aldrei hefur það brugðizt, þegar
ég hef lagt allt í Hans hönd.
Síðan bauð skipstjórinn okkur öllum að krjúpa á þil-
farinu og hann bað bæn. Hann fól almáttugum Drottni
Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafn-
arfirði, sími 50075. — Afgreiðsla á sama stað. Árgjald
blaðsins 28 kr. en eintakið 7,00 kr. 4 blöð koma út á ári.
til varðveizlu skipið og okkur alla, sem um borð vorum.
Á hverjum degi átti hann síðan helgistund með okkur,
flutti bæn og las kafla fyrir okkur úr Heilagri Ritningu
og talaði til okkar út frá Guðs Orðinu. Og að því kom, að
við allir skipverjarnir höfðum áunnizt til trúar á Drott-
in Jesúm Krist,. Hér réði einnig sínu um, og því skal ekki
gleymt, að líferni skipstjóra okkar og framkoma öll mót-
aðist af þeim boðskap, er hann flutti okkur. Hvorki
áfengisneyzla né slagsmál þekktust um borð. Og ekki
heyrðist, blótsju-ði af vörum nokkurs okkar á allri þess-
ari löngu sjóferð.
En af ferðinni er það að segja, að allt gekk vel suður
fyrir Góðravonarhöfða (syðsta odda Afríku) og áfram
alla leiðina til Indlands. Þar var farminum skipað upp á
áætlunarstað. Á sínum tíma var svo aftur lagt af stað
heimleiðis með nýjan farm innanborðs. Var þá rétt ár
liðið frá því við lögðum úr heimahöfn. Ekkert sérstakt
bar svo til tíðinda, fyrr en við erum svo að segja komnir
langleiðina heim, eða inn á Biskaí-flóa úti fyrir Frakk-
lands-ströndum. En þá skellur á okkur fárviðri. Þá er ég
minntur á það, sem sagt er í Heilagri Ritningu um Jónas
og stórfiskinn, og þessi orð Jónasar spámanns: .... þvi
að ég veit, að jyrir mína skuld er þessi mikli stormur
yfir yður kominn.
En hér var enginn Jónas um borð á flótta frá Guði.
Hafrótið var svo ógurlegt, að ýmist var skipið uppi á
fjallháum ölduhrvgg eða þá niðri í hyldýpis öldudal. Allt
í einu tók skipið niðri og sjórinn fór að flæða inn í það.
I ofboði þustu menn að dælunum. Allir vissu, að ef okk-
ur tækist ekki að láta þær hafa við að dæla burt sjónum,
sem inn flæddi, þá væri voðinn vís. En þó allt væri gert,
sem unnt var, varð raunin sú, að skipið fyllti æ meir og
meir af sjó. Þegar við sáum að við ekkert varð ráðið, og
allir orðnir næstum örmagna af þreytu, var farið til
skipstjórans og honum sagt frá því, hvernig komið væri
fyrir okkur. En honum virtist ekki bregða hið minnsta
við að fá þessi válegu tíðindi. Hann sagði með stillingu
og festu: Piltar mínir, þið munið, að almáttugum Drottni
var falið skip og áhöfn, þegar við létum úr heimahöfn í
Framhald á bls. 6.
4. tbl.
1970
23. árg.