Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 6
6
FAGNAÐARBOÐI
Jesaja spámaður lirópar: Því að bam er oss jcett, Son-
ur er oss gefinn; á Hans herðum slcal höfðingjadómur-
i.nn hvíla; Nafn Hans slcal kallað: Undraráðgjafi, Guð-
hetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. (Jes. 9,6.)
Og Davíð segir í 45. sálmi 3. versi: Fegurri ert þú en
mannanna böm, yndisleik er úthellt yfir varir Jnnar,
fyrir því hefvr Guð blessað þig að eilífu.
f Hebreabréfinu 1. kap. 3. versi segir: Hann, sem er
Ijómi dýrðar Hans og ímynd veru Hans, og ber allt
með Orði máttar síns; Hann settist, er Hann liafði
hreinsun gjört syndanna, til hægri handar hátigninni
á hæðum.
r**/ /w /%/
Við sjáum í vöggu nýfædd börn. Margir eiga ásamt
foreldrunum, óskir þeim til handa. En enginn veit, hvað
þetta barnið eða hitt á fyrir höndum. í óvissunni er allt
sársaukakennt, gieðin jafnt sem annað. En það, sem um
Hann var talað, barnið í jötunni, var og verður allt. í
fullkomnum og eilífum fögnuði, hugfestum það, hvar,
sem um Hann verður talað á komandi tíma, og dveljum
við þann brunn blessunarinnar, sem Guð, í kærleika
sínum, hefur í Honum fyrir okkur lagt.
Hálfvelgjan og áhugaleysið víki frá okkur, fávísum
mönnum, svo við blessuð fyrir Hann, megum erfa bless-
unina og bera ávöxt friðarins, þess friðar, er Guð hefir
okkur ákveðið í dýrð síns elskaða Sonar, Jesú Krists.
Oft hefir Guð fært fram umkvartanir vegna okkar
mannanna barna, og Hann sent mönnum villu, af því
þeir veittu ekki viðtöku kærleikanum til sannleikans, að
þeir mættu hólpnir verða.
Nýtt ár rennur upp með öllu því leynda, sem það felur
í skauti sér. En allt, sem þeim er fyrirbúið, er Guð elska,
stendur skrifað, öllum Ijóst og opið, í bók Sannleikans.
Þar stendur skrifað, hvað við munum uppskera og hver
arfur okkar mun verða.
Mætti Jesús Kristur veita okkur af sinni óforgengi-
legu náð. Mætti Hann upplýsa okkur, svo við öðlumst
þekkinguna á kærleika Guðs ,og líf Frelsarans, fái borið
ávöxt með okkur, á sama hátt og vitnisburður þeirra
fvrstu, er Fagnaðarerindið fluttu.
Friður og náð Guðs margfaldist öllum þeim til handa,
sem Drottni hlýða. Þá verður verk hvers eir.r Guði til
dýrðar, þá er Kristur lcemur til að dæma heimsbyggðina.
Því að föðurland vort er á himni, og frá himni vænt-
um vér Frelsara, Drottins Jesú Krists ....
(Filip.br. 3,20.)
Búum okkur undir komu Hans, svo við erfum dýrð
fyrir Hann.
Guðrún Jónsdóttir.
Höfrungsmerkið
Englandi, og ég er þess fullviss, að Hann heyrði þá bæn
okkar. — Öruggur treysti ég Honum og horfi á Hann
máttugan okkur til hjálpar. Sannarlega mun Hann leiða
okkur farsællega í höfn. — Eg trúi á Hann og treysti
Honum. Þessi orð skipstjórans, sögð í einlægu trúar-
trausti, urðu oklcur hughi-eysting og aflgjafi, og við sner-
um aftur til starfa við dælumar. En nú bregður svo við,
að innan stundar förum við að sjá, að sjórinn, sem kom-
inn var í skipið, er greinilega farinn að minnka. Við að
sjá þetta jókst okkur þróttur, og sleitulaust héldum við
áfram við dælurnar, þar til við sáum, að hættan var
liðin hjá.
En hvað hafði hér gerzt? Enginn olckar gat gefið svar
við því. En upp frá brjósti eins og sérhvers okkar, stigu
heit og einlæg þakkarorð til Drottins.
Þegar við vorum komnir í lygnan sjó, var strax höfð
sameiginleg lofgerðar- og þakkarstund. Einum huga
þökkuðum við Drottni fyrir hina undursamlegu björgun.
Þegar við náðum landi, var skipið dregið upp í þurr-
lcví. En hvað heldur þú, að þá hafi komið í ljós, sagði
gamli maðurinn brosandi. Upp í stórt gat, sem rifnað
hafði á skipið fyllti stærðar höfrungur og það svo kyrfi-
lega, að nær enginn sjór rann þar inn um. Þótt ótrúlegt
kunni að virðast, þá var það þetta sem gerzt hafði og orð-
ið okkur til björgunar. Já, sannarlega var hér hönd Drott-
ins að verki. Hér bauð Drottinn höfrungnum að gera sitt
verk, — synda inn í gatið, sem komið hafði á skipið, á
sama liátt og Hann bauð stórfiskinum að svelgja Jónas
spámann. Og má ekki með sanni segja, að stundum hlýða
mállausu dýrin betur raustu Drottins, heldur en menn-
irnir, heimskir í vantrú sinni.
En hvernig fellur svo nælan þín eða merkið inn í frá-
sögnina, spurði ég.
Jú, það skal ég segja þér. Við skipverjarnir komum
okkur saman um að láta gera okkur eitthvert merki
með höfrungsmynd, sem við gætum ávallt borið, og
væri til þess að minna okkur á kærleika Drottins. Ég
ber þetta merki hérna í jakkanum mínum. Á hverjum
morgni geng ég niður til strandarinnar, sit hér á ein-
hverjum bekknum um stund, ef vera kynni að einhver
huggunarþurfi eða í nauðum staddur ætti hér leið um.
Gæfist mér þá ef til vill tækifæri til þess að segja hon-
um þessa sögu mína, og þá jafnframt vitna fyrir honum
um náð og kærleika Drottins. Því hjá Honum einum er
hjálpina að fá í hvers konar neyð og vanda.
Á þennan hátt leitast ég við að fara að dæmi skip-
stjóra míns, þess manns, sem leiddi mig inn á veg trú-
arinnar, þegar ég sem ungur og óreyndur piltur var
að leggja út í siglingar um heimsins höf.
(Þýtt úr vikublaðinu ,,Live“)