Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI
5
Allt er nýtt
En er Jesns var fœddur í Betlehern í Júdeu, á dögum
Ileródesar konungs, sjá, þá komu vitrmgar frá Aust-
urlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn ný-
fœddi Gyðingakonungur? Því að vér höfum séð stjörnu
Hans austur frá og erurn kornnir, tii þess að veita
Honum lotningu. (Matt. 2, 1—2.)
Við fylgjumst með ferðum vitringanna og komum við
á sömu stöðum og þeir. Fyrsti áfanginn, sem við höfum
sögur af, er til Ileródesar. Við íhugum hvernig hann tók
fréttinni, sem þeir fluttu. Hann varð felmtsfullur og öll
Jerúsalem með honum. Konungurinn og borgarbúar voru
sem vaktir af svefni við óþægilegan draum.
Þegar Heródes spurði æðstu prestana og fræðimenn
Gyðinga, gáfu þeir honum greið svör við því, hvar Krist-
ur ætti að fæðast. Svo vandalaust myndi verða að finna
hinn nýfædda Gyðingakonung, þar sem um var að ræða
Betlehem, litla, fámemia borg.
Allt virtist tryggt og öruggt í valdstign Heródesar. En
þá kemur þessi himinsfrétt: — Gyðingakonungnr er
f'æddur. — Öllu, sem virtist vera vel og haganlega fyrir
kotnið, var nú kollvarpað, öllum hinum miklu og veg-
legu áætlunum hins háreista, rómverska einvaldsríkis.
— Gyðingakonungur fæddur. — Og þessir menn frá
Austurjöndum hingað komnir til þess að veita Honum
lotningu.
/-^
Guð gleymdi ekki lýð sínum. I svartasta mvrkri, dinnn-
ustu niðurlægingartímum Gyðingaþjóðarinnar, er allt í
einu kveikt á vonarstjörnu Israels. Hún lýsir yfir í þessu
dimma valdaríki heiðingja sem og Gyðinga. Allt, sem
mennirnir höfðu byggt og reist, féll nú í rústir og auðn
á þeirri stundu, þegar vitringarnir spurðu eftir nýfædda
Gyðingakonunginum. Þannig er það, þegar Guði dýrðar-
innar þóknast að birta náðina til sinna bama, samkvæmt
því sem Hann hefir fyrirheitið í Ritningunum. Þá falla
öll ráð og ráðagerðir mannanna í þeirra drambsemi í
rústir og auðn.
Og nú fylgjumst við áfram með vitringunum annan
áfangann, — að jötunni. Hvað kom hirðunum og vitr-
ingunum til að dýrka þetta barn, — að falla fram og
veita barni lotningu, sem þeir sáu liggjandi í jötu? Voru
það ekki dýrmætu fyrirheitin ásamt trú þeirra. Þeir vissu
og trúðu því, að fyrirheiti Guðs myndu uppfyllast, sam-
kvæmt því, sem um var talað í Ritningunum. A Guðs
Orði festu þeir sjónir. Og barnið í jötunni var sá hinn
fyrirheitni, — sá sem frá fyrstu var um talað að koma
myndi til lausnar þjáðu mannkyni. Um harmkvæli Hans
var talað og um Hans sigra, allt frá því fyrst var grátið
í aldingarðimun Eden í syndafallinu, falli mannsins frá
Guði, já allt til þess tíma, er Guð talaði um verk krossins
og sigurinn, sem þar yrði unninn.
Og fjandskap vil ég setja mitti þín og lconunnar, milli
þíns sœðis og hennar sœðis; það skal merja höfuð þitt
og þú skalt rnerja hœl þess. (I. Mós. 3, 15.)
Þessir vottar litu Jesú-bamið með augum þekkingar-
innar á Guðs ráðstöfun. Hvernig myndum við, þessi
kynslóð, hafa litið Hann, sem í jötunni lá? Mundum við
hafa hyllt Hann af sannri trú, eða líkt og Heródes af
valdafíkn dauðans?
Ennþá erum við á tímamótum sem þessir, er hér um
greinir. Þeirra tímamót þekkjum við af stuttri heimssögu,
sem skráð er á spjöld Ritningarinnar. Þar stendur saga
þeirra skráð nú á þessum tíma, eins og hún stóð þar áður
fyrr. Og Guðs ráð og vilji er enn fluttur lýðnum og verð-
ur, samkvæmt. Ritningunni, allt til enda, sýndur í sigri
ljóssins yfir öllum óvinum Krists. Og eins og Guð benti
vitringunum frá dyrum Heródesar, svo leiðbeinir Hann
börnum sínum, allt til enda. Öll völd og allir kraftar eru
undir Hann lagðir. Það hugga Guðs börn sig við.
Margir eru þeir, sem hylla völd dauðans. Þjóðirnar
hræsna hver fyrir annarri, bítast og berjast. Allar hyggja
þær á að reka réttar síns með eigin krafti og valdi, enda
þótt. þær viti, að allt það sé unnið fvrir gýg.
Ekki með valdi né krafti, lreldur fyrir Anda minn, segir
Drottinn.
Og þannig eflist Guðsríkið hér á jörð.
Enn rennur upp sú himneska hátíð, er varð englum og
mönnum fagnaðartíð. Englarnir boðuðu fögnuðinn. Þeir
fluttu hann hirðunum, sem tóku við honum. Og þannig
heldur sagan áfram. Fagnaðartíðindin berast áfram með
hverjum þeim, sem frelsisfögnuðinn þiggur. Heiðrum því
Frelsara okkar og Konung, eins og fyrirmælin segja um,
sem okkur eru gefin í Heilagri Ritningu.
Allt okkar líf ætti að vera í tilbeiðslu og þjónustu við
kærleikans Guð, svo við verðum hæfari til þess að geta
umflúið það, sem koma á yfir heimsbyggðina, og Andi
Guðs fái vitnað með okkur, að við heyrum Guði til og
tignum Frelsarann, samkvæmt Guðs kærleiksráði, með
því að við hlýðnumst sannleikanum.
Við sjáum fyrstu vottana, er þeir tignuðu Jesúm sem
barnið í jötunni. Þeir vissu fyrir Orðið, er spámenn Guðs
höfðu flutt í Anda sannleikans, hvað í Honum bjó. Og
við ættum að gera hið sama, tigna Jesúm sem Frelsara,
því Hann kom til þess að frelsa sitt fólk frá svndum ]>ess.