Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 Hinrik hefði einhverjar sérstakar fyrirætlanir á prjón- unum, sem væru fjárfrekar. Það væri þá mál, sem þau hjónin ættu að geta rætt í sameiningu, áleit hún. Við allar þessar leiðu bollaleggingar fannst henni hún allt í einu vera orðin þreytt og eins og einhver skuggi liryggðar hefði náð inn til hjarta hennar. Ó, Drottinn minn, hjálpaðu mér í þessum vanda, andvarpaði hún. Allt í einu heyrði hún, að gengið var um útidymar. Hún vissi, að þetta var Hinrik að koma heim. Hún óskaði þess nú allra helzt að hafa verið sofnuð. Engu líkara var, en hún fyndi á sér, að nú myndi maður hennar fara a.ð hreyfa þessu leiðindamáli í sambandi við arfinn. Hún gerði sér ljóst, að nú var ekki heppilegur tími til þess að ræða eða gera út um þetta viðkvæma vandamál beirra, því Hmrik hlaut að vera afar þreyttur eftir þennan langa vinnudag. Var við öðru að búast. Sjálf var hún dauðþreytt og hafði verið að velta fyrir sér ýmsu, sem kallaði fram beiskju og leiða. Hann gat einnig hafa verið að glíma við einhver erfið vandamál. Hvernig sem nú á því stóð, þá var ágreinings-óveðrið skollið á, áður en varði, með öllum sínum vanhugsuðu orðum. Hvort þeirra hjóna átti fyrsta ógætnisorðið, það aússí Anna ekki. En allt jókst þetta orð af orði. Hinrik, sem orðinn var ofsareiður, gaf bræði sinni lausan taum- inn í nístandi bituryrðum. — Hinrik ininn, sagði Anna, um leið og hún rétti fram höndina til hans í uppgjöf og ráðaleysi. — Guð hjálpi okkur báðum — andvarpaði hún. — Hræsnarinn þinn — hreytti Hinrik út úr sér fyrirlit- lega, um leið og hann bandaði henni frá sér. Þetta var meir, en Anna gat afborið, og í örvilnun fór hún inn í svefnherbergið, tók þar rúmfötin sín og bjó um sig á legubekk inni hjá börnunum. Þar lá hún grátandi og biðjandi, unz svefninn loks yfirbugaði hana. Þegar hún vaknaði um morguninn varð henni strax hugsað til þrætu þeirra hjóna kvöldið áður. Hún hafði hvílzt um nóttina. Hress og endurnærð eftir svefninn, leit hún nú allt öðrum augum á málið. Hinn nýi dagur var aðfangadagur jóla. Um kvöldið mundi jólahátíðin ganga í garð. Anna Heller læddist inn í svefnherbergið til þess að gæta að, hvort Hinrik væri vaknaður. Nú hafði hún tekið þá ákvörðun að láta af öllu sínu í sambandi við ágieiningsmál þeirra hjóna. Jólahátíðin var að ganga í garð og enginn skuggi missættis mátti falla á hátíðargleði þeirra. Að hugsa sér, hve þetta var í rauninni lítið og lágt, sem þau höfðu verið að deila um. Var þetta ekki jafnframt tillitsleysi gagnvart börnunum, að þau sem foreldrar skyldu eiga í orðasennu út af öðru eins og þessu. En nú sá hún strax, að Hinrik var ekki í rúminu sínu og hafði bersýnilega ekki verið þar um nóttina. Við nán- ari athugun hennar, kom á daginn, að hattur hans og frakki var horfinn. Hvernig gat staðið á þessu? Ekki átti hann að fara til vinnu í dag. Síðan fór hún inn í stofu, kveikti þar ljós og litaðist um. Jú, — þar lá blað á borð- inu. A það var skrifað með rithönd Hinriks, að hann væri farinn að hehnan. — Farinn í burtu frá þeim, sagði Anna lágum rómi, um leið og hún greip hendinni um enni sér. Hann hlýtur þá að hafa farið með næturlestinni, hugsaði hún í ör- vænting sinni. Hún þaut inn í svefnherbergið, en ferða- taskan hans var þar á sínum stað. Hann hlaut þá að hafa farið eins og hann stóð með skjalatöskuna sína eina meðferðis. Hvað gat komið honum til þess að gera þetta? Mikið hlaut hann að vera henni reiður. Gat það verið, að hér ætti hún í rauninni alla sökina? I ólýsanlegri hryggð sinni hrópaði hún til Drottins síns og bað Hann að vernda og gæta Hinriks. Hún þekkti skapofsa eiginmanns síns, ef því var að skipta, og ekki að vita upp á hverju hann gat þá tekið í bræði sinni. Hennar hlyti að vera sökin, um það blandaðist henni ekki lengur hugur. Hún átti frelsið og lífið í Kristi, og henni stóð opinn vegur bæn- arinnar til þess að biðja um sigur í hverri raun. Samt hafði hún látið þetta henda sig. Grátandi bað hún Frels- ara sinn fyrirgefningar, að hún hafði orðið til þess að ástkær eiginmaður hennar var farinn að heiman. Nú heyrði hún, að börnin voru vöknuð og farin að tala saman. Hvernig átti hún að koma í veg fyrir, að skugga bæri á jólagleði þeirra. Og hún bað Drottin að styrkja sig, svo hún gæti borið þetta með ró og stillingu. Hún laugaði útgrátið andlit sitt köldu vatni og varð nú að taka á öllu sínu þreki til þess að geta sinnt sínum skyldustörfum. Sem betur fór, spurðu börnin ekki eftir föður sínum. Þau áttu því að venjast, að hann væri far- inn til vinnu, er þau komu á fætur. Þegar þau höfðu etið morgunmatinn sinn, leyfði hún þeim að fara út í snjóinn með sleðana sína. Henni datt nú í hug að hringja til mágs síns í Kaup- mannahöfn og spyrjast fyrir um mann sinn. Þangað hafði Hinrik ekki komið. En mágur hennar lofaði að grennslast eftir honum í borginni. Nokkru síðar hringdi hann svo til hennar aftur og kvaðst þá hafa spurzt fyrir um bróð- ur sinn á gististöðum þar í borg, en árangurslaust. r~> r+-> r-~> Loks var þessi dagur að kveldi kominn, og hátíðin gengin í garð. í stofunni stóð jólatréð fagurlega skreytt, og innan stundar skyldi setzt að borðum. Þegar Anna sagði börnunum, að faðir þeirra yrði fjarverandi í nokkra daga, tók hana sárt að sjá vonbrigði þeirra. Þau áttu afar bágt með að skilja, af hverju pabbi gat ekki verið hjá þeim á jólunum. En þetta gleymdist hinni glöðu barns- lund furðu fljótt. Hugurinn hreifst af fallega jólatrénu og öllum gjöfunum.

x

Fagnaðarboði

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-7495
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
175
Gefið út:
1948-1992
Myndað til:
1992
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Sjálfseignarstofnunin (1948-1992)
Efnisorð:
Lýsing:
Trúmál. Hafnarfjörður. Sjálfseignarstofnunin.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.04.1970)
https://timarit.is/issue/379426

Tengja á þessa síðu: 3
https://timarit.is/page/6226396

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.04.1970)

Aðgerðir: