Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.04.1970, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 Guð er með oss Jólakveðjurnar bárust frá manni til manns: — Gleði- leg jól. — Guð gefi þér gleðileg jól. — Og þessar óskir heyrðust fram bornar manna á milli, jafnt úti sem inni. Enda þótti öllum þær sjálfsagðar og tilhlýðilegar, öllum nema hinum ókunna aðkomumanni, sem ekki átti neina hlutdeild í gleði fólksins. Hann hafði aldrei heyrt jólanna getið og vissi því ekki, hvert var tilefni hátíðarhaldanna. Hann spurði því, hvað um væri að vera, og yfir hverju fólkið væri að fagna. Ekki fór það fram hjá honum, hve allir voru hjartanlega glaðir. Hann var fljótlega frædd- ur um, að nú væru jólin og þess vegna væru allir glaðir og færðu hver öðrum gjafir. Nú vissi hann, að fólkið var að halda hátíð. En í tilefni hvers var hátíðin haldin? Það vissi hann ekki. Var það vegna unninna sigra á orrustuvellinum? Hafði fólkið verið leyst úr ánauð og þrældómi, eða var verið að krýna nýjan konung? Við þessum spurningum fékk hinn ókunni maður aðeins hið eina svar, — nú væru jól. Hann slóst í för með fólkinu, sem prúðbúið streymdi til guðþjónustu. Hann tók sér sæti meðal fólksins. Allir sátu þar þöglir. Enginn talaði við sinn sessunaut. Þar gat hann því ekki spurt neins frekar. Hátíðarsöngurinn hófst, og gleðin skein á hverju andliti, nema á andliti aðkomu- mannsins, því hann hafði ekki yfir neinu að gleðjast, þar sem fagnaðarefnið var honum hulinn leyndardómur. En sáhnasöngurinn opnaði honum sýn á því, sem honum hafði verið hulið, og sýndi honum þá atburði, er síðar runnu honum aldrei úr minni. Nú hljómaði til hans boð- skapurinn: — um söng hinna himnesku englahersveita, sem boðuðu fæðingu hins eilífa og sanna Konungs, er fæddist sem barn í Betlehem af fátækri meyju, og var lagt í jötu, — um það, að enginn viðbúnað- ur hefði verið til þess að tr«ka á móti Honum. Og þó var Hann sá sá Immanúel, (útlagt: Guð er með oss) sem spámennirnir höfðu boðað öldum saman, að koma myndi,, til þess að frelsa lýð sinn frá syndum þeirra. Aðkomumaðurinn heyrði nú, að predikunin hófst með því að lesinn var hátíðarboðskapurinn. Talað var um hinn himneska sendiboða, sem kom til þess að flytja fjárhirðunum fagnaðarboðskapinn um, að lýðnum væri Frelsari fæddur. — Hann heyrði talað um hina miklu himnesku herskara, sem vitnuðu um komu Friðarhöfð- ingjans, er leysa myndi afkomendur hins fallna Adams úr ánauð forgengileikans og verða þeim Eilífðarfaðir, þ.e. fæða þá á ný til eilífs lífs með sínu Sannleiksorði. Þá var í predikuninni sagt frá fögnuði fjárhirðanna, sem urðu vottar að lofsöng engla-hersveitanna á Betle- hemsvöllum, gleði þeirra, þá er þeir fundu barnið í jötunni eftir orði engilsins, og hve gagnteknir þeir urðu af friðnum, er umvafði þar allt. Siðar var minnst á ofsóknaræði Heródesar, þá er hann komst að því, að vitringamir höfðu ekki farið eftir fyrirmælum hans. Hann lét þá myrða öll sveinbörn í Betlehem og nálægum héruðum, tvæ- vetur og þaðan af yngri, í þeim augljósa tilgangi að fyrirfara hinum nýfædda konungi Gyðinga. Hann hugð- ist þannig koma í veg fyrir, að fyrirheit Guðs næðu að uppfyllast. Hinn nýfæddi Konungur varð því að fara huldu höfði, því ekki var Hann í heiminn kominn til þess að leggja undir sig lönd og ríki með báli og brandi, ekki heldur til þess að sækjast eftir lífi þeirra, sem ofsóttu Hann. En Harm var kominn til þess að gefa líf sitt í lausnar- gjald fyrir synduga menn, til þess, með Blóði sínu, að kaupa þeim eilífa lausn frá verðskulduðum dómi Guðs. Allt, sem fram fór fyrir augum og eyrum aðkomu- mannsins, bæði það, sem sungið var og talað, verkað: sem dögg á þurra jörð, sem svaladrvkkur þyrstu hjarta hans. Hvers vegna liafði enginn sagt honum þetta. Nú skildi hann vel, af hverju allir voru fagnandi og glaðir. Sjálfur megnaði hann ekki að standa gegn tárunum, svo mikill var fögnuður hans. Immanúel, Guð er með oss holdi klæddur og býður mönnunum eilífar sættir við sig, allt endurgjaldslaust og óverðskuldað. Hugsunin um þessi undur Guðs kær- leika var ríkjandi í huga aðkomumannsins, er var nú orð- inn hluttakandi Guðs náðar og kærleika. Hið nýja líf brann honum í brjósti, og nú vissi hann, til hvers Guð hafði gefið honum lífið. Og söngurinn ómaði á ný og sýndi honum ennþá fleiri dýrðarundur Guðs. En hve himinninn var ná- lægt jörðunni í dag, hvílíkur kærleikur Guðs til mann- anna. Og ég hafði leyft mér að álykta, að enginn Guð væri til. — Ó, fyrirgefðu mér það, góður Guð. Nú átti hann hátíðargleðina í hjarta sínu, fögnuð frelsisins í Guðs Syninum Eingetna. Ef þú, lesari góður, skyldir vera sem aðkomumaður- inn, eða ekki vita til hvers þú ert hér í heiminn bor- inn, þá hneig eyru þín að Guðs eilífa Orði og hlýð á raustu Hans, sem allir hlutir eru gerðir fyrir, bæði á himni og jörðu. Ilann býður þér samvist með sér, sama- stað á nýrri jörð, þar sem enginn er eimnana eða yfir- gefinn. Einar Einarsson.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.