Fagnaðarboði - 01.02.1989, Síða 3

Fagnaðarboði - 01.02.1989, Síða 3
FAGNAÐARBOÐI 1 samkomumar voru haldnar hafi þyrst eftir Sannleikanum. Einu gilti hvort áheyrendurnir voru börn eða fullorðnir, henni var fullkomlega ljóst að leiðsla Orðsins væri í hendi Drottins. Hjá Honum var lykil boðskaparins að fá í Heilögum Anda. Það var barátta upp á líf og dauða að fá kröftugan boðskap í Anda Sannleikans og þess vegna varði hún miklum tíma í föstu og bæn.Þeir sem heyra Sallý flytja Fagnaðarerindið, finna að boðskapurinn er lifandi og kröftugt Orð frá Guði sem swjgur ///// / ms/u /j'/jsM sá/ar oj aur/a ///JaMo/a oj Merg/ar. (Hebr.j:iaJ I dag er Sarons Rose falleg stofnun með fimm húsum sem hafa rúm fyrir meira en 60 börn, auk skólabygging- ar og skrifstofu fyrir kristniboðið, eldhúss, matsalar, þvottahúss og síðast en ekki síst stað fyrir neyðarhjálp. Þegar Sallý Olsen er spurð hvaða leyndardómur liggi að baki öllu þessu starfí, svarar hún alltaf brosandi: „Mikil bæn og þrotlaus vinna - og ekki hvað síst, allir hinir mörgu vinir í Skandinavíu sem biðja fyrir þessu starfi”. Nú hefur yngra fólk úr hópi þeirra sem Sallý Olsen annaðist fyrrum tekið við því verki sem hún byggði upp á sínum tíma. Eftir að Sallý fór að eldast, stóð hún fyrir því að koma upp húsi til að taka á móti utangarðsmönnum, sem að manna dómi áttu sér ekki viðreisnar von. Nú eiga yfir sextíu manns þar athvarf og njóta mikillar bless- unar á þessu nýja heimili sínu. Hver einasti þeirra hefur gengið Kristi á hönd og sérhver eignast sína eigin Bibl- íu til að byggjast upp í þekkingunni á Orði Guðs. Árum saman höfum við Guðrún Jónsdóttir, sem um 50 ára skeið hefur þjónað að boðun Fagnaðarerindis Jesú Krists og staðið að útgáfu Fagnaðarboða, haft bréfasamband við Sallý Olsen, Það hefur verið okkur, ásamt mörgum öðrum systkin- um í Drottni mikil gleði, að fylgjast með starfi hennar og mega taka þátt í að koma kærleiksgjöfum til hinna þurfandi, sem hún ber fyrir brjósti. Við birtum hér hluta úr bréfi sem við fengum nýlega og hljóðar eitthvað á þessa leið. Kæru samverkamenn. Ég vildi óska að það væri ekki svona langt á milli okkar, svo ég gæti þrýst hendur ykkar til að þakka fómargjafirnar og bréfin. Með sendingunum frá ykkur hefur Herrann aftur og aftur staðfest sitt fyrirheit sem Hann gaf mér fyrir mörgum árum: AÍ/ö/sÆ/ó/au sÆa/ eÆÆJ /o'm rereJa og o/mia / Æn/s/m: eÆÆ//ryó/a. (i.Kon./y.rj) Og Hans heilaga Orð stendur stöðugt um eilífð. Hjart- ans þakkir fyrir allt. Vissulega er það náð, já einungis af náð, að við megum vera Hans samverkamenn. Þr/ aó Guós saMrerÆaMeuu er/uu re'r; Guós aÆur/eui//, Guós /u/s eruó /e'r. (i.Kor.j.y) Páll postuli skrifar um samverkamenn sína í Kristi Jesú, þá sem elska Sannleikann og þjóna Honum. í Biblíunni er fjöldi tilvitnana um samverkamenn Krists, sem okkur er einnig boðið að vera. Herrann Jesús mun af náð sinni birta og kunngjöra börnum sínum það verk sem Honum þóknast að úthluta hverju þeirra. Svo langar mig að bera bestu kveðju til samstarfs- manna ykkar. Ég þakka enn og aftur fyrir sendingarnar sem urðu til þess að við gátum keypt Biblíur, þær eru í stöðugri notkun og Guð gefur visku og vöxt í Orði sínu. Að þessu sinni langar mig að segja lítillega frá óham- ingjusömum manni sem var illa á sig kominn af eitur- lyfjaneyslu. Aðframkominn barði hann að dyrum á tveimur endur- hæfingarstöðvum fyrir eiturlyfjaneytendur, en var sagt að því miður væri hvert rúm skipað og dyrum síðan lokað. Honum fannst hann ekki geta lifað lengur, en ráfaði örþreyttur eftir veginum, niðurbrotinn og veikari en nokkru sinni fyrr. Þá stöðvast allt í einu bifreið og ökumaðurinn ávarpar hann hlýlega: „Ég er kristinn, mig langar að aka þér heim til þín”. Maðurinn muldr- aði að hann ætti hvergi heima. „Aðeins að ég gæti feng- ið einhvers staðar skjól, það er sama hvar er”, tautaði hann og steig svo upp í bílinn. Bifreiðarstjórinn fór með hann á nýja heimilið til Sallýjar þar sem hann fékk kærleiksríkar móttökur. Um kvöldið var hann á sam- komu sem haldin var á heimilinu. Þar tók hann við boðun Orðsins í trú og frelsaðist til nýrrar sköpunar, fyrir fórnarverk Drottins Jesú Krists. Öllum til gleði starfar hann nú á heimili okkar og komið hefur í ljós að þar er mikill hæfileikamaður. Hann er lærður útvarpsvirki og kemur það sér einkar vel í þeim þætti boðunar Fagnaðarerindisins, sem sent er út á öldum ljósvakans. En þar er komið að enn einum starfsvettvangi Sallýj- ar. Effirfarandi frásögn er eitt dæmi þess. Don Rogelio var alinn upp í sárri fátækt. Þrettán ára að aldri varð hann ásamt fjórum bræðrum sínum að yfirgefa heimilið, fara til borgarinnar og sjá um sig sjálf- ur. Hundruðir barna leita sér þar fæðu í sorptunnum og mörg þeirra leiðast út í að stela sér til matar.

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.