Fagnaðarboði - 01.01.1990, Side 6

Fagnaðarboði - 01.01.1990, Side 6
6 FAGNAÐARBOÐI Jim Rosencutter, Guthrie, Oklahoma: Bíddu í viku Morgun einn í ágúst árið 1973 er ég sat framan á rúmstokknum mínum, fann ég glökkt hvernig þreytan og örvæntingin þrengdi stöðugt meir að mér. Ég var tarveikur, bæði á líkama og sál og fannst sem öllu væri lokið í lífi mínu. Við hjónin höfðum verið gift í 24 ár, en samkomulagið milli okkar varð erfiðara með hverju árinu sem leið. Alla ævi hafði mig dreymt um, að eignast eigið býli. Þessi draumur hafði að vísu ræst, en hann endaði í martröð. Það var eins og allt gengi mér í óhag. Nú hafði uppskeran á býlinu brugðist og bústofninn orðið fyrir sýkingu. Ég var svo illa haldinn af gigt, að mér fannst hún vera að gera út af við mig og gat varla lyft handleggjunum upp yfir höfuð. Fingurnir voru svo bólgnir, að stórir hnúðar mynduðust við liðina, svo þegar ég þurfti að mjólka kúna olli það mér ólýsanleg- um sársauka. Eins og heilsu minni var nú háttað, gaf það auga leið, að ég gat ekki stundað vinnu í næstu borg, eins og ég hafði gert að undanförnu. Hugur minn var altekinn beisku til alls og allra, mest þó til sjálfs mín. Aðeins fjörutíu og níu ára að aldri fannst mér ég vera til einskis nýtur og komst að þeirri niðurstöðu, að líf mitt væri ekki þess virði að lifa því. Þess vegna hlaut heimurinn að verða betri án minnar tilveru. Ég tók mér byssu í hönd og fór út í skóg. Yfirkom- inn af angist, settist ég þar niður á trjádrumb og út- hellti hjarta mlnu frammi fyrir Guði í von um hjálp. Var hugsanlegt að Hann mundi skilja einstæðingsskap minn og úrræðaleysi og fyrirgefa mér það örþrifaráð sem ég ætlaði nú að grípa til? Ég hef alltaf verið sannfærður um tilvist Guðs. En þekkingu á Hjálpræði Hans í Kristi átti ég ekki og hafði því aldrei öðlast lifandi trú. Innra með mér fann ég glökkt að ríkti tóm og áleit það vísbendingu um þörf fyrir samfélag við Guð. Af og til sótti ég hinar ýmsu kirkjudeildir heim í von um andlega leiðsögn. Þar sem ég sat á trédrumbnum og ígrundaði ástand mitt, var eins og hjúpaðist um mig huliðshjálmur og einangraði frá umheiminum. Friðarblær sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður, sveipaðist um mig og ég heyrði greinilega rödd sem sagði:„Bíddu í viku”! Hvað var þetta? Bíða í viku! Orðin ómuðu fyrir eyr- um mér. Var það virkilegt að Guð hefði talað til mín? Þetta var ofar mínum skilningi. Skyndilega skynjaði ég jarðnesk hljóð í kringum mig á ný. Ég hugsaði með mér: Ef þetta hefur nú verið Orð frá Guði, þá er best að bíða vikutíma og sjá hvað setur. Ein vika skiptir ekki sköpum í lífi mínu. Það er útilokað að ástandið geti versnað frá því sem nú er. Næstu vikur reikaði hugur minn aftur í tímann. Ég var kominn af fátæku fólki, yngstur 14 systkina sem áttu ánægjulega bernsku hjá elskulegum foreldrum. Sjö ára að aldri fór ég að fara í heimsóknir til manns sem hét Elmo Davis. Ég var einn úr hópi fátækra barna sem hann bauð oft heim til sín og sagði sögur af Jesú Kristi, en konan hans gaf okkur góðgerðir. Elmo hvatti okkur öll til að fara í sunnudagaskóla hjá Meþó- distum, en fljótlega helltist ég úr lestinni. Þegar ég var tólf ára gamall, tók ég upp á því að ferðast með vörulestum víðsvegar um Ivansasfylki, mér til skemmtunar. Atján ára að aldri gekk ég svo í sjóher- inn og gegndi þrjú ár herþjónustu í síðari heimsstyrjöld- inni. Eftir stríðið kvæntist ég og eignaðist tvö börn, en frá upphafi myndaðist mikil spenna milli okkar hjónanna. Segja má að líf okkar hafi einkennst af stöðugum flótta, því hverju sinni er erfiðleikar steðjuðu að, þá tókum við það til bragðs að flytja búferlum frá einum stað til annars. Meðan við vorum önnum kafin að koma okkur fyrir á nýja staðnum minnkaði spennan í samskiptum okkar. Þannig atvikaðist það að við fórum frá Col- orado, til Florida, Kansas, Missouri þá aftur til Florida og loks til öklahoma. Um árabil fluttum við þannig frá einu fylki til annars sem varð til þess að ég vann stuttan tíma á sama stað, svona frá tveimur vikum upp í þrjú ár. Meðan við bjuggum í Colorado fór ég á Biblíunám- skeið og sótti samkomur meðal fólks sem var mótfallið hjónaskilnuðum, en konan mín var fráskilin. Þetta jók enn á missættið milli okkar og vildi hún að ég hætti samskiptum við fólkið í þessari kirkjudeild. A sjötta og sjöunda áratugnum hélt ég áfram að fara til Guðsþjónustu meðal ýmiss konar trúarsamfélaga, því þar vænti ég huggunar Drottins. Þótt Kærleikur Guðs í fórnarverki Krists væri mér hulinn og mig skorti skiln- ing á iðrunarboðskapnum, þá fór ég samt til altaris. Loks rann upp sú langþráða stund, að við settumst að

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.