Víkurfréttir - 20.12.2012, Side 4
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR4
Jólablað II
PÁLL KETILSSONvf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
afgreiðsla og ritstjórn:
ritstjóri og ábm.:
fréttastjóri:
blaðamenn:
auglýsingadeild:
umbrot og hönnun:
auglýsingagerð:
afgreiðsla:
Prentvinnsla:
uPPlag:
dreifing:
dagleg stafræn Útgáfa:
RITSTJÓRNARBRÉF
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. auglýsingar berist fyrir
kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka
smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá
færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. aðsendar greinar birtast á
vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Ljós og sKUggI á jóLUm
Jólin eru ekki bara fæðing-
arhátíð frelsarans og trúar-
legs eðlis þegar mörg okkar
fara í jólamessu. Jólin eru
líka tími til að verja með
fjölskyldunni. Hátíð ljóss
og friðar og ljúfra stunda.
Við ræðum um gjafirnar,
matinn, smákökurnar og
jólafríið og allt sem tilheyrir
þessum yndislega tíma. Allir vilja
eiga gleðileg jól. Vissulega er þetta
ekki veruleikinn hjá öllum. Fréttir
um að það séu margfalt fleiri sem
leiti til hjálparstofnana og hvers kyns
aðila sem hjálpa þeim sem minna
mega sín, eru sláandi. Velferðarsjóður
Suðurnesja sem stofnaður var eftir
bankahrun hefur síðan þá sinnt þessu
hlutverki mjög vel og látið skjólstæð-
inga sína fá gjafakort sem gilt hafa í
verslunum á Suðurnesjum. Gert þeim
þannig lífið léttara á erfiðum tímum.
Fjölmargir aðilar, fyrirtæki, félaga-
samtök, stofnanir og einstaklingar
hafa komið Velferðarsjóði til aðstoðar
með ýmiskonar framlögum og er
það vel. Það er mikilvægt
að þeir sem standa styrkari
fótum í samfélaginu hugi
að þeim sem minna mega
sín. Það er alltaf mikil-
vægt en aldrei eins mikil-
vægt og á jólum. Það skal
einnig þakkað að fjölmargir
einstaklingar leggja fram
vinnufúsar hendur í sjálf-
boðaliðastörf á þessum vettvangi.
Þrátt fyrir slæmar fréttir af atvinnu-
ástandinu hér á Suðurnesjum þá er
margt skemmtilegt í gangi. Vaxtasp-
rotar hér og þar. Ekki bara svartnætti,
langt frá því. Ekki má heldur gleyma
því að yfir 90% Suðurnesjamanna
hafa atvinnu. Atvinnuleysi á Spáni
og víðar er um 25%. Það er þó ekk-
ert launungarmál að við viljum sjá
tölu um fjölda atvinnulausra lækka.
Atvinnuleysi er böl. Leiðarahöf-
undur ræddi við sextugan atvinnu-
lausan einstakling hér á svæðinu
sem hafði haft vinnu alla sína tíð.
Þessi maður sagði að það sem væri
erfiðast við atvinnuleysið væri
einsemdin. „Maður verður einhvern
veginn svo afskiptur, svo einn,“ sagði
hann. Atvinnuleysið verður því ekki
bara peningalegt vandamál heldur
félagslegt. Þess vegna hlýtur það að
vera forgangsverkefni stjórnvalda
að taka á þessari meinsemd. Gera
umhverfinu og samfélaginu kleift
að vaxa á nýjan leik. Koma þannig
hjólum atvinnulífsins í fullan gang
án þess þó að allt fari á annan endann
í einhverri vitleysu eins og gerðist í
góðærinu. Ekki er ólíklegt að þetta
verði stærsta málið þegar gengið
verði til kosninga til Alþingis í vor.
Jólaljósin í Reykjanesbæ eru ótrúlega
mörg og hús Suðurnesjamanna eru
fallega skreytt. Lýsa upp skamm-
degið sem frá og með morgundeg-
inum gefur eftir þegar daginn fer að
lengja. Við skulum vona að ljósið
fari að verða skammdeginu sterkara
í samfélaginu okkar á nýju ári.
Starfsmenn Víkurfrétta senda les-
endum og Suðurnesjamönnum öllum
bestu óskir um gleðilega jólahátíð.
Klapp, Klapp út!
Skólinn er ein af grunnstoðum samfélagsins og grunnþáttur
velferðar þess. Mikilvægi þeirra
í undirbúningi framtíðarþegna
þjóðfélagsins er gífurlegt. Skóla-
starf á að miða að framförum og
vellíðan nemenda sinna. Metn-
aður, áhugi og vilji til góðra verka
þarf að endurspegla skólastarfið
allt. Þegar ég tala um skólastarf
á ég vissulega við það starf sem
fer fram innan alls skólasam-
félagsins þ.e. skólans, heimilisins
og allra þeirra sem bera ábyrgð á
menntun þeirra einstaklinga sem
koma til með að erfa landið og
lifa í íslensku framtíðarsamfélagi.
Velferð barna skal höfð að leiðar-
ljósi í öllu því starfi sem fram
fer innan sem utan skólanna.
Menntun felur í sér samstíga
skólasamfélag sem rær í sömu
átt. Grunneiningin, fjölskyldan,
ræður samkvæmt rannsóknum
um 70-80% af árangri og líðan
barnanna. Þar með gefur að skilja
að tengsl heimilisins við skólann,
vilji þeirra til árangurs og metn-
aður gagnvart menntun skiptir
sköpum.
Úttekt á starfi grunn-
skólans í sandgerði
Nú nýverið gaf Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið út skýrslu um
starf Grunnskólans í Sandgerði eftir
úttekt sem gerð var á skólanum.
Rauði þráðurinn í skýrslunni er
að efla þurfi tengsl aðila skóla-
samfélagsins og skilning á mikil-
vægi menntunar. Með þessum
skrifum óska ég enn og aftur eftir
frekari þátttöku foreldra í skóla-
starfinu. Grunnskólinn í Sandgerði
er Heilsueflandi skóli sem leggur
metnað sinn í að ala af sér ham-
ingjusama, heilbrigða og hrausta
einstaklinga, bæði líkamlega og
andlega. Skólastarf sem miðar að
heilsueflingu stuðlar að góðri heilsu
og líðan nemenda og starfsfólks.
Áhersla á bættan námsárangur
nemenda er greinileg sem og örvun
til þátttöku og ábyrgðar með virð-
ingu fyrir lýðræðislegum vinnu-
brögðum. Einnig er mikil áhersla
á að efla nemendur í félagslífi og
virkri þátttöku í samfélaginu. Með
þessum áherslum erum við Sand-
gerðingar að tengja saman heilsu-
og menntamál og efla heilsu og
vellíðan nemenda og starfsfólks
skólans í samvinnu við foreldra og
bæjarstjórn. Heilsueflingin fléttar
heilsumálin saman við daglegt
skólalíf, námskrá og árangursmat.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
það sjálfsvirðing, þrautseigja, vilji
og hamingja sem kemur okkur
áfram í lífinu. Við viljum vinna að
því að einstaklingar sem útskrif-
ast úr Grunnskólanum í Sandgerði
standi jafnfætis jafnöldrum sínum,
trúi á sjálfa sig og viti hvernig þeir
eigi að geta verið besta útgáfan af
sjálfum sér með hraustan líkama
og heilbrigða sál. Þetta getum við
gert saman.
Viltu með í leikinn þramma?
Þetta gerir skólinn ekki einn. Fjöl-
miðlar, foreldrar, samborgarar og
yfirvöld þurfa að huga að því að
efla unga fólkið til dáða. Horfa á
það sem gengið hefur vel og gefa
börnum okkar von um að það sé
einhvers virði að huga að árangri
sínum í námi og styrkja sjálfsmynd
þeirra svo þeir geti staðið með
sjálfum sér í síbreytilegu samfélagi.
Hættum neikvæðri umræðu um
Suðurnesin. Hefjum okkur upp
yfir umræðuna og horfum á það
sem vel gengur. Mikil framþróun
hefur orðið í rannsóknum á högum
og líðan skólabarna sem byggir á
gögnum Rannsóknar og Grein-
ingar. Upplýsingarnar komnar
frá börnunum sjálfum. Gögnin
hafa aðstoðað þá sem vinna með
börnum að finna leiðir til að bæta
árangur, auka vellíðan og skoða
hvernig megi koma til móts við
þarfir komandi kynslóða. Við Ís-
lendingar getum verið stolt af
því barnvæna umhverfi sem við
búum í. Rannsóknir sýna að ung-
lingar byrja seinna að drekka nú
en fyrir 15 - 20 árum, reykingar
hafa minnkað og börnum líður
betur auk þess sem þau eyða fleiri
stundum með foreldrum sínum í
frítíma sínum nú en áður fyrr. Þessi
þróun er einstaklega jákvæð og eitt-
hvað sem við þurfum að horfa til.
Við eflum börnin okkar með sam-
ræðum, stuðningi og áhuga á lífi
þeirra og störfum. Stöndum saman
um hag barnanna, vinnum saman
að velferð þeirra. Áhrifavaldar í
lífi barna og ungmenna eru fjöl-
skyldan, skólinn og nærumhverfið.
Eflum tengslin, minnkum tímann
fyrir framan skjái, hreyfum okkur,
verum kröfuhörð á næringarríkar
máltíðir, hugleiðum og njótum
augnabliksins.
Með von um samstíga samfélag!
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir,
skólastjóri Grunn-
skólans í Sandgerði
Stu
tta
r
Tveir ungir piltar
teknir við innbrot
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í síðustu viku tvo
unga pilta, sem staðnir höfðu
verið að því að brjótast inn í
bíla og stela úr þeim. Piltarnir,
sem eru þrettán og fjórtán ára,
höfðu í þetta skiptið komið
að ólæstri bifreið og voru að
fjarlægja muni úr henni þegar
lögreglan kom á vettvang.
Við yfirheyrslur játuðu þeir
að hafa brotist inn í bíla og
selt þýfi það sem þeir höfðu
haft upp úr krafsinu.
Barnaverndarnefnd var
tilkynnt um málið.
Neytti fíkniefna-
kokteils
Lögreglan á Suðurnesjum handtók ökumann á
fertugsaldri sem reyndist
hafa neytt fjögurra tegunda af
fíkniefnum. Sýnatökur stað-
festu neyslu á amfetamíni,
metamfetamíni, kókaíni og
kannabis. Hann hafði áður
verið sviptur ökuréttindum.
Þá stöðvaði lögreglan för
tvítugs ökumanns sem var
réttindalaus. Fjórir ökumenn
voru kærðir fyrir of hraðan
akstur í vikunni og númer
klippt af tveimur bifreiðum
þar sem þær voru ótryggðar.
Kannabisræktun í
Reykjanesbæ
Í húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í
húsnæði í Reykjanesbæ í
vikunni, að fenginni leitar-
heimild, var lagt hald á tugi
kannabisplantna og búnað.
Mikla kannabislykt lagði út úr
húsinu, þegar lögreglumenn
fóru þar inn. Kannabisplönt-
urnar voru ræktaðar í tveimur
herbergjum húsnæðisins.
Tveir einstaklingar, karlmenn á
þrítugs- og fimmtugsaldri voru
handteknir vegna málsins og
þeir færðir á lögreglustöð. Þeim
var sleppt að loknum skýrslu-
tökum. Málið telst upplýst.