Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.12.2012, Síða 22

Víkurfréttir - 20.12.2012, Síða 22
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR22 Jólablað II Skrifstofustarf Airport Associates leitar eftir starfsmanni í fullt starf á skrifstofu fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum af jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur opinn hug til að takast á við fjölbreytt verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun kostur • Góð enskukunnátta, bæði rituð og töluð, skilyrði • Bókhaldsþekking • Haldgóð almenn tölvukunnátta s.s. Excel, Word og Powerpoint • Sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð • Frumkvæði og metnaður í starfi Starfssvið: • Bókhaldsstörf • Innkaup • Uppgjörsvinna • Önur tilfallandi skrifstofustörf Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþega og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: British Airways, Cargolux, Delta Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, Primera Air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air og fleiri félög. Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com. Nánari upplýsingar gefur Telma Dögg Guðlaugsdóttir, telma@airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2013. SKATA Í STAPA 21. DESEMBER ásamt öðrum frábærum réttum kr. 3.700,- Lionsklúbbur Keavíkur og Örn Garðars hafa tekið sig saman að sjá um skötuhlaðborð. Hluti af matarverði gengur til góðgerðarmála.  Húsið opnar kl. 11:30 – 14:30, borðapantanir í síma 421-7646, 692-0200 eða á www.soho.is GJAFAKORTIN ERU FRÁBÆR JÓLAGJÖF GILDA Í VERSLANIR Í REYKJANESBÆ Hið sögufræga hús „Stóra milljón“ við Hrannargötu í Keflavík mun brátt hverfa sjónum bæjarbúa en þessa stundina er verið að jafna húsið við jörðu. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta þá var síðasti eigandi hússins Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. Lengst af var Hraðfrystihús Keflavíkur hf. starfrækt í húsinu sem var lengi vel með afar farsælan rekstur og stór hluti af bæjarlífinu. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér er lítið eftir af þessu stóra húsi og fer hver að verða síðastur að bera það augum en Viðar Ellertsson verktaki sér um verkið. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson Sögufrægt hús jafnað við jörðu Gleðilegajólahátíð! Staða Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið tryggð eftir að menntamála- ráðherra samþykkti í fyrra- dag að veita skólanum fjár- veitingu sem er sambærileg því sem að aðrir framhalds- skólar landsins fá. Fyrir lá að skólinn gæti ekki haldið rekstri í sama horfi miðað við fjárveitingu úr fjarlögum án þess að fækka nemendum um 200 og einnig starfsfólki um 12-14. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, sagði í samtali við Víkurfréttir í október að skólinn þyrfti að fá um 70 milljóna aukafjárveit- ingu til að geta rekið skólann líkt og undanfarin ár. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi, vakti athygli á þessum málalokum í ræðu á Alþingi í gærmorgun. Ragnheiður hrósaði Katrínu Jakobsdóttur, menntamála- ráðherra, fyrir að hafa tryggt stöðu FS. „Ég vil þakka hæstvirtum ráðherra sérstaklega fyrir að höggva á hnút í þessu máli og vona svo sannarlega að þetta verði til að efla skólastarfið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tryggja þeim nemendum sem þarna um ræðir farsælan skólaferil á komandi mán- uðum,“ sagði Ragnheiður. FS Fær aukna Fjárveitingu - Staða SkólanS tryggð

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.