Víkurfréttir - 20.12.2012, Side 45
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012 45
Jólablað II
OPNUNARTÍMAR YFIR JÓL OG ÁRAMÓT
BÆJAR-
SKRIFSTOFUR
Bæjarskrifstofur verða lokaðar aðfangadag, jóladag
og annan dag jóla. Opnað verður kl. 10:00
fimmtudaginn 27. desember. Lokað verður 2. janúar
en skrifstofurnar opna aftur 3. janúar kl. 09:15.
Þjónustuborð Þjónustumiðstöðvar er opið allan
sólarhringinn, sími 420 3200.
112 – þegar áhyggjur eru af líðan og umönnun barna.
Barnavernd Reykjanesbæjar vill minna á að hægt er
að tilkynna til barnaverndarnefndar í gegnum 112 ef
áhyggjur eru af því að barn búi við óviðunandi uppeld-
isaðstæður, að það verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða
að heilsu þess og þroska sé stefnt í alvarlega hættu.
Bókasafn Reykjanesbæjar
Lokað á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag,
annan dag jóla, gamlársdag og nýársdag.
Annars gildir hefðbundinn opnunartími.
Opnað miðvikudaginn 2. janúar kl. 10:00.
Vatnaveröld – Sundmiðstöð
Opið Þorláksmessu frá kl. 08:00 – 16:00
Lokað aðfangadag, jóladag og annan dag jóla.
Opið gamlársdag frá kl. 06:45 – 10:30.
Lokað nýársdag.
Að öðru leyti venjulegur opnunartími.
Innileikjagarðurinn
Lokað frá 15. desember til 5. janúar.
Á nýju ári verður opið um helgar frá kl. 14:30 – 16:30.
Tekið við bókunum fyrir afmælisveislur frá 4. janúar
2013 í síma 898 1394.
Íþróttamiðstöð við Heiðarskóla, Myllubakkaskóla
og Akurskóla. Reykjaneshöll, íþróttahús Sunnu-
braut og Njarðvík. Lokað Þorláksmessu, aðfangadag,
jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.
Skessan í hellinum
Lokað Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan dag
jóla, gamlársdag og nýársdag.
Annars opið frá kl. 10:00 – 17:00.
Duushús og Víkingaheimar
Lokað verður frá og með 23. desember til 2. janúar 2013.
NÝTT OG BETRA
STRÆTÓKERFI 2013
Kynnið ykkur nýtt leiðakerfi á vefsíðu Reykjanesbæjar
www.reykjanesbaer.is og www.sbk.is
Hafnargötu 21 - Sími: 421 1011 - www.skart.is
JÓLAGJÖFIN ER...
Svindlarar
enn á ferð
Enn eru brögð að því að hringt sé í fólk og reynt að plata út úr
því fjármuni. Lög-
reglunni á Suður-
nesjum barst til-
kynning af þessum
to g a , þ a r s e m
hringt var í konu
í umdæminu frá
„tækniþjónustu tölvufyrirtækis.“
Hringjandi bað hana um að prófa
ýmislegt á netinu, gefa upp ýmsar
stillingar og fleira í þeim dúr.
Þegar samtalið hafði staðið í um
það bil klukkustund, vildi hringj-
andinn að konan færi að borga
sér. Hún bað hann þá vel að lifa
og lagði á. Fleiri svipuð mál hafa
verið tilkynnt til lögreglunnar á
Suðurnesjum að undanförnu.
Full ástæða er til að vara við at-
vikum af þessu tagi og hefur emb-
ætti Ríkislögreglustjóra margsinnis
sent út viðvaranir af slíkum til-
efnum.
Föstudaginn 21. desember verður Skötuhlaðborð ung-
lingaráðs Víðis haldið í Sam-
komuhúsinu í Garði. Skötuhlað-
borðið er árlegur viðburður sem
mörgum þykir ómissandi hluti af
jólahátíðinni. Í fyrra mættu hátt í
300 gestir sem skemmtu sér vel og
nutu vel kæstrar skötunnar og úr-
vals sjávarfangs úr Garðsjónum.
Á boðstólum er meðal annars að
finna saltfisk, plokkfisk, siginn fisk
að ógleymdri skötunni ásamt til-
heyrandi meðlæti. Verðinu er stillt
í hóf og kostar aðeins 2500 kr. á
manninn.
Hádegishlaðborðið er opið milli
11:00 og 13:30 og kvöldborðið milli
17:30 og 21:00.
Skötuhlaðborð í Garði