Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.03.2012, Síða 7

Víkurfréttir - 01.03.2012, Síða 7
7VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 1. Mars 2012 Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Við erum ÞAKKLÁT fyrir að eiga ánægðustu viðskiptavini orkuveitna árið 2011 í 9. skipti á síðustu 10 árum Hver er þinn raforkusali? HS Orka hf hsorka.is hs@hs.is 2011 Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Aðalfundur Aðalfundur Rauða kross Íslands Suðurnesjadeildar verður haldinn fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 20:00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar Önnur mál Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Flóamarkaður Föstudaginn 2. mars nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 – 16:30. ›› Reykjanesbær: Lögreglan á Suðurnesjum stað-festi í samtali við Víkurfréttir að þessa dagana væri töluvert um innbrot í Reykjanesbæ. Bæði væri verið að brjótast inn í heimahús víða í bænum og eins er talsvert um það að farið sé inn í bíla. Vildi lögreglan af því tilefni brýna fyrir fólki að huga vel að heimilum sínum og tryggja það að skilja ekki eftir opna glugga og læsa hurðum. Svo virðist sem að þjófarnir, en ekki liggur fyrir hve margir þjófar eru á ferð, eða hverjir séu að verki, brjót- ist inn á öllum tímum sólarhrings- ins og eru dæmi um að þeir komi inn um hábjartan daginn jafnt sem á nóttunni. Guðmundur Sigurðsson hjá rann- sóknarlögreglunni segir að ekki séu bein tengsl milli innbrota í bíla og inn á heimili fólks. Hann sagði að það væri meira um inn- brot í heimahús og augljóslega eitt- hvað sem er að freista innbrots- þjófa þessa stundina. Hann hvetur fólk því til að huga vel að öllum forvörnum og í hvert skipti sem heimilið sé yfirgefið þá eigi helst að læsa öllum gluggum og hurðum. Verðmæti í bílum skal helst geyma í farangursgeymslu eða færa hluti úr augsýn. Fyrir skömmu var m.a. brotist inn á heimili í Reykjanesbæ þar sem stolið var fartölvu, Playstation- tölvu, karlmannsarmbandsúri og farsíma. Það mál er enn óupplýst. Þann sama dag var brotist inn á bílaleigu hér á svæðinu en sá þjófur náðist í Reykjavík skömmu síðar. Svo í síðustu viku voru þrír aðilar Mikið um innbrot handteknir í Innri-Njarðvík eftir að þeir höfðu látið greipar sópa í heimahúsi. Höfðu þjófarnir á brott með sér hvorki meira né minna en þvottavél og þurrkara sem þeir báru einfaldlega á milli húsa. Til þeirra sást í flutningunum og í framhaldi voru þeir handteknir. Einnig var brotist inn í einbýlishús bæði í Njarðvík og Keflavík sama daginn og m.a. stolið þaðan fartölvum. Lögreglumaður á frívakt kom að tveimur innbrotsþjófum í síðustu viku sem voru að skríða inn um glugga í Innri-Njarðvíkurhverfi og honum tókst að hafa hendur í hári þeirra. Þjófarnir höfðu þar m.a. far- tölvu og úr upp úr krafsinu en þeir munir hafa verið endurheimtir. Einn af þeim þjófum var viðloðinn annað innbrot sem taldist upplýst. En þó eru ekki öll málin sem hafa verið að koma upp að undanförnu upplýst og lögregla vinnur hörðum höndum að því að leysa málin. Lögreglan hafði fyrir skömmu af- skipti af ökumanni seint að kvöldi til en háttalag mannsins þótti lög- reglunni grunsamlegt. Fékkst leyfi til leitar í bíl mannsins og þar fannst verkfæri sem notað hafði verið við innbrot í FS fyrir einhverju síðan. Það leiddi lögregluna á slóð sem varð til þess að við húsleit hjá við- komandi aðila fundust munir úr fleiri innbrotum. Það mál er enn í rannsókn. Auk þess ber að taka það fram að tölva, sem stolið var í innbroti í Fjölskylduhjálp Suðurnesja um síðastliðin jól, er nú komin í leit- irnar en lögregla fékk ábendingu um mann sem hafði tölvuna í sinni vörslu. Maðurinn sagðist ekki vita hver hefði látið honum hana í té en sagðist hafa keypt hana.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.