Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 07.02.2013, Qupperneq 4
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR4 Hilmar Bragi Bárðarsonvf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamenn: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. sjónvarp af suðurnesjum Sjónvarpið er áhugaverður miðill. Lifandi myndir, tal og tónar. Ör tækniþróun á síðustu árum og jafnvel bara misserum bendir til þess að sjónvarpið ætli ekki að víkja fyrir tölvum og netinu. Netið er hreinlega komið í sjónvarps- tækið og nú er flatskjárinn í stofunni að verða marg- miðlunarstöð heimilisins. Efnið sem sjónvarpsstöðvarnar sjálfar senda ekki út sækir fólk bara sjálft á myndveitur eins og YouTube eða Vimeo, svo eitt- hvað sé nefnt. Myndbandaleigurnar í sinni gömlu mynd eru að hverfa en þess í stað er leigan komin í mynd- lykilinn eða á netið eins og Suður- nesjafyrirtækið Filma.is býður. Fólk sækist í íslenskt efni að horfa á. Í flóru sjónvarpsstöðvanna sem má nálgast í gegnum myndlykilinn eru tvær alíslenskar, þ.e. stöðvar sem framleiða bara sitt eigið íslenska sjón- varpsefni. Þetta eru norðanstöðin N4 sem einbeitir sér að sjónvarpsefni frá Norður- og Austurlandi. Hin stöðin er ÍNN, spjallþáttastöð sem er krydduð með matreiðslu- og garðyrkjuþáttum í bland við fræðslu um golf og tækni. Þegar sá sem þetta skrifar fær valdið yfir fjarstýringunni á heimilinu er alltaf skipt á N4 eða ÍNN, því þar er íslensk dagskrá allan sólar- hringinn. N4 endursýnir sína dagskrá á klukkustundar fresti og ÍNN á tveggja tíma fresti. Þarna má alltaf finna eitthvað áhugavert að horfa á. Þrátt fyrir að dagskráin á N4 sé staðbundin fyrir Norður- og Austurland, þá er þar oft að finna áhugavert efni. Undirritaður horfir á dagskránna með þeim augum að finna hliðstæðu í efnisvali á Suðurnesjum. Nú er einmitt komið að því að fram- leiða sjónvarpsefni af Suðurnesjum og koma því í landsdreifingu. Víkurfréttir hafa byrjað samstarf við sjónvarps- stöðina ÍNN um að senda út tæplega hálftíma langan sjónvarpsþátt um Suðurnes. Þættirnir verða vikulega á dagskrá og sendir út á mánudags- kvöldum kl. 21:30. Mánudagar eru taldir gott sjónvarpskvöld og erum við sem vinnum að þáttagerðinni hjá Víkurfréttum full tilhlökkunar en fyrsti þátturinn fer í loftið mánudaginn 18. febrúar eða eftir rúma viku. Framleiðsla sjónvarpsefnis er dýr, þar sem margar vinnustundir fara í raun í framleiðslu á fáum mínútum í sjón- varpi. Við hjá Víkurfréttum ætlum að byrja með vikulega þætti og leyfa svo verkefninu að þróast áfram. Eins og sagði að framan er tækni- þróunin hröð og hún býður upp á fjölbreytta möguleika. Í nánustu framtíð verður kannski sjónvarps- stöð sem sýnir bara efni frá Suður- nesjum. Kannski verður þróunin sú að Suðurnes verða með sína „rás“ á efnisveitum eins og YouTube eða bara vf.is og þangað fari fólk í sjónvarpinu sínu til að sækja sjónvarpsdagskrá frá Suðurnesjum. Við ætlum a.m.k. að leggja okkar af mörkum í framleiðslu á áhugaverðu efni frá Suðurnesjum. Haustið 2011 var farið af stað með þróunar-verkefnið FS-Skemmtilegri skóli og stendur það til vorsins 2013. Styrkur fékkst úr Sprotasjóði til að fjármagna verkefnið að hluta og var Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fenginn til ráðgjafar við verk- efnið. Ráðinn var verkefnisstjóri og sér hann ásamt stýrihópi kennara um verkefnið. Meginmarkmið verkefnisins er að auka faglega umræðu, stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum innan skólans og síðast en ekki síst að veita fólki ákveðna umgjörð til að vinna að sínum þróunar- verkefnum. Haldin hafa verið erindi um ýmis málefni sem tengjast skólastarfi með það fyrir augum að kynna fyrir kennurum ýmis sóknarfæri í kennslu. Sem dæmi má nefna: Gerð kennsluáætlana – Hvað skiptir máli? Notkun hugarkorta í námi og kennslu Að meta á marga vegu – Námsmat Notkun Facebook í kennslu Munnleg tjáning nemenda Kallað var eftir áhugasömum kennurum til að taka þátt í skólaþróunarverkefnum og hittist sá hópur með reglulegu millibili til skrafs og ráðagerða. Kennarar höfðu frjálst val um hvaða viðfangsefni þeir tækju fyrir. Haldið var opið málþing síðast- liðið vor þar sem þróunarverkefnin voru kynnt og ætlunin er að endurtaka leikinn nú í vor. Hér eru nokkur dæmi um verkefni sem unnið hefur verið að eða eru í vinnslu: Sjálfs- og jafningjamat í hárgreiðslu Vendikennsla (Flipped learning) Umræður í tímum Tilfærsluáætlun – (Grunnskóli – Starfsbraut FS) Notkun á Facebook í kennslu Notkun einkunnaramma í námsmati (Rubric) Sjónvarpsþátturinn Landinn kom í heimsókn síð- astliðið haust og fjallaði um vélherma sem Ívar Valbergsson vélstjórnarkennari notar í sinni vél- stjórnarkennslu sem og kennsluaðferðina Vendi- kennslu (flipped learning). Vendikennsla byggir á því að stuttir fyrirlestar eru teknir upp og settir á netið. Nemendur horfa svo á fyrirlestrana fyrir tíma og vinna verkefni upp úr þeim í kennslu- stundum. Var umfjöllun Landans góð kynning á því sem Ívar er að gera með sínum nemendum og því þróunarstarfi sem er unnið hér í skólanum. Við höfum hug á því að þróa kennsluaðferðina Vendi- kennslu enn frekar í samstarfi við framhaldsskóla í Svíþjóð næsta vetur og vonandi með fleiri skólum hér á svæðinu. Það er okkar mat að vel hafi tekist til í þróunar- verkefninu. Mun meiri fagleg umræða hefur verið meðal kennara en áður. Við teljum nauðsynlegt fyrir kennara að hafa þá umgjörð sem svona skólaþróunarverkefni veitir. Í slíkum verkefnum fá kennarar tækifæri til að tvinna nýjustu stefnur og strauma í kennslufræðum og menntarannsóknum saman við vettvanginn. Þeir fá tíma til að hittast, bera saman bækur sínar og ræða verkefni sín. Hugmyndir fæðast á slíkum fundum og einhverjir ákveða að láta slag standa og prófa að framkvæma hluti í kennslunni. Kennarar, sér í lagi sérhæfðir faggreinakennarar, vinna mikið einir og því skapar verkefni sem þetta gott tækifæri til að rjúfa þá einangrun. Það er okkar trú að svona verkefni geri okkar störf faglegri og gefi möguleika á að sækja fram í kennslu og skólastarfi. Við viljum að sjálfsögðu deila með ykkur reynslu okkar úr verkefninu. Á síðunni http://www.fss.is/ skolinn/trounarverkefni/ er að finna ýmis gögn sem tengjast þróunarverkefninu sem ef til vill geta nýst einhverjum. Guðmundur Grétar Karlsson, verkefnisstjóri FS-Skemmtilegri skóli – Þróunarverkefni 2011-2013 Hefja stórsókn fyrir Suðurnes Eftir erfiðan varnarleik að undanförnu hafa Suðurnesjamenn snúið vörn í sókn. Margt jákvætt, skemmtilegt og uppbyggilegt er í gangi hér suður með sjó, gróska á ýmsum sviðum og nýsköpun. Víkurfréttir ehf., sem nýlega fögnuðu 30 ára afmæli útgáfufyrirtækisins, leggjast nú á árarnar með samfélaginu á Suðurnesjum og ætla að vekja athygli á Suðurnesjum á lands- vísu. Víkurfréttir ætla að hefja stórsókn fyrir hönd svæðisins með fjölbreyttri umfjöllun um mannlíf og menningu Suðurnesja, auk þess að taka púlsinn á atvinnulífinu og heyra í skemmtilegu fólki. Afraksturinn af öllu þessu verður svo sýndur í um hálftíma löngum sjón- varpsþáttum á hinni alíslensku sjóvarpsstöð ÍNN, þar sem þriðjungur þjóðarinnar er að fylgjast með dagskránni í hverri viku. Þættirnir heita Suðurnesja-magasín og verða vikulega á dagskrá á mánudagskvöldum kl. 21:30 og svo endursýndir á tveggja tíma fresti fram til kl. 20:00 á þriðjudagskvöldi. Þættirnir verða einnig sýndir á kapalrás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Þá verður efni þáttanna einnig aðgengilegt á vef Víkurfrétta. Þar verður hægt að horfa á þáttinn í heild sinni og einnig stök innslög. Sjónvarpsþátturinn Suðurnesja-magasín verður byggður upp á stuttum innslögum, allt frá einni mínútu og upp í lengri viðtöl. Með þáttunum verður reynt að varpa ljósi á menn- ingu og mannlíf svæðisins, greina frá tíðindum úr atvinnulífinu en umfram allt að segja frá öllu því skemmtilega og uppbyggilega sem er í gangi á Suðurnesjum og sýna þá grósku sem er á svæðinu, m.a. í nýsköpun ýmiskonar. Það eru fréttamenn Víkurfrétta sem matreiða þáttinn í hverri viku samhliða því að skrifa Víkurfréttir. Nú þegar er langur listi af áhuga- verðu efni fyrir þáttinn sem unnið verður úr á næstu vikum. Fréttamenn Víkurfrétta vilja hins vegar vera í góðu sambandi við íbúa svæðisins og fá ábendingar um áhugavert sjónvarpsefni frá Suðurnesjum. Besta leiðin er að senda tölvu- póst á póstfangið vf@vf.is en sá póstur berst til allra fréttamanna VF. Einnig má hringja inn ábendingar í síma 421 0002. Fyrsti þáttur af Suðurnesja-magasíni fer í loftið mánudagskvöldið 18. febrúar nk. eða eftir rúma viku. Þegar þetta er skrifað er fátt hægt að segja um efni fyrsta þáttarins en áhugasamir geta fylgst með framvindu þáttanna á Fésbókarsíðu Víkurfrétta. Þar munu m.a. birtast glefsur úr því efni sem unnið er að hverju sinni. - margt jákvætt, skemmtilegt og uppbyggilegt í gangi hér suður með sjó, gróska og nýsköpun. 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR PARKETÞJÓNUSTA Parketslípun, lagnir, viðgerð- ir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 7. - 13. feb. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leir- námskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 8. febrúar nk. kl. 14:00 á vegum FEBS, Þorvaldur Árnason, lyfsali. Allir hjartanlega velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS ÞJÓNUSTA Heimasíðugerð. Besta verðið Ég get sett upp heimasíðu fyrir þig á innan við viku fyrir 50 þús. kr. Hýsing & aðgangur að stjórnkerfi er ca: 1500 kr. á mán. S: 774-5188 heimasidugerd12@gmail.com Árétting Leiðarahöfundur fór ekki alveg rétt með í síðasta pistli varðandi kom- andi kosningar. Þar var sagt að Silja Dögg Gunnarsdóttir sem endaði í 2. sæti hjá Framsókn væri í baráttusæti hjá flokknum í Suðurkjördæmi en það er ekki alls kostar rétt. Í síðustu kosningum voru framsóknarmenn með tvo fulltrúa á Alþingi og miðað við síðustu skoðanakannanir er Silja komin með sæti á þeim bæ. Í pistl- inum var fjallað um gott gengi Suður- nesjamanna í prófkjörum og upp- stillingum og vægi þeirra á Alþingi eftir næstu kosningar. Þessi staðreynd með Silju sýnir enn meiri styrk fyrir svæðið. Sem er gott.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.