Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Page 6

Víkurfréttir - 07.02.2013, Page 6
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR6 n Marmeti tekur brátt til starfa í Sandgerði: N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800 FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ OSTBORGARI franskar kartöflur og ½ l. Pepsi eða Pepsi Max í plasti 1.095 kr. AÐALPYLSA með osti og frönskum kartöflum á milli og ½ l. Pepsi eða Pepsi Max í plasti 749 kr. Hátæknifiskvinnslufyrir-tækið Marmeti hefur starf- semi í Sandgerði á næstu vikum en nýverið var undirritaður fjár- festingarsamningur um skattaí- vilnanir við Marmeti vegna bygg- ingar fiskvinnslunnar. Heildar- fjárfesting verkefnisins er áætluð 609 milljónir, framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 5.000 tonn og gert er ráð fyrir 41 starfs- manni við rekstur vinnslunnar. Samningar Marmetis við Sand- gerðisbæ annars vegar og ríkis- valdið hins vegar voru undirritaðir í húsakynnum Sandgerðisbæjar. Ívilnanirnar eru í formi afsláttar á tryggingagjaldi og tekjuskatti og af fasteignagjöldum hjá Sand- gerðisbæ. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins og sagði hann mjög ánægjulegan. „Ég fagna mjög stórhug forsvars- manna Marmetis og það segir sig sjálft að tilkoma hátæknifiskvinnslu sem veitir 40 manns atvinnu hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Sand- gerðisbæ og reyndar öll Suðurnesin. Þá fagna ég því sérstaklega að hér er vf@vf.isfréttir úr sandgerði nýtt hátæknifisk- vinnslufyrirtæki skapar 40 störf á ferðinni fjárfestingarsamningur um ívilnanir við íslenskt fyrirtæki en þess misskilnings hefur gætt að lögin um ívilnanir vegna nýfjár- festinga og samningar sem gerðir eru á þeim grundvelli standi aðeins erlendum fjárfestum til boða, en svo er að sjálfsögðu ekki eins og undir- ritunin hér í dag sýnir. Ég treysti því að fleiri slíkir ívilnanasamningar komi í kjölfarið enda eru þeir öflugt verkfæri til að liðka fyrir nýfjár- festingum og uppbyggingu.“ sagði Steingrímur. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði sagði samninginn hafa jákvæð áhrif til nýsköpunar og uppbyggingar. „Það er mikið fagnaðarefni að fá hingað til Sand- gerðis fleiri öflug fiskvinnslufyrir- tæki. Fiskvinnslufyrirtækið Mar- meti mun hleypa auknum krafti í atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu og bæjaryfirvöld lýsa ánægju með að fyrirtækinu hafi verið valinn staður í Sandgerði.“ sagði Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis- bæjar. Verksmiðja Marmetis verður búin fullkomnasta hátæknibúnaði til fiskvinnslu sem völ er á og kemur hann allur frá íslenskum fram- leiðendum eins og Marel og Frost og fleirum. Staðsetning fiskvinnsl- unnar þykir einkar hentug en hún er í 150 metra fjarlægð frá þeim stað sem Örn KE landar afla sínum og innan við 70 metra fjarlægð frá Fiskmarkaði Suðurnesja. Þá eru einungis 4 kílómetrar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Undanfarna níu mánuði hefur Bragi Guðmundsson, verktaki í Garði unnið við uppsetningu og smíði fiskvinnsluhússins en á hans vegum eru nú tíu manns við störf. Þá var húsið hannað af verkfræðistofunni Verkviti sem einnig er með aðsetur í Garðinum en þangað á eigandi Marmetis, Örn Erlingsson, ættir sínar að rekja. „Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að nær eingöngu Suðurnesjamenn hafa unnið við að koma fyrirtækinu upp,“ sagði Örn en hann hefur verið viðloðinn útgerð og fiskvinnslu í áratugi. Það sem mun skipta hvað mestu máli í vinnslunni hjá Marmeti er kæling fisksins eftir flökun og snyrtingu, áður en hann fer í kassa til útflutnings. Það mun lengja líf- tíma vörunnar fyrir afhendingu. Þannig mun vinnast meiri tími og svigrúm sem gefur möguleika á að nýta útflutning með skipum sem er mun ódýrari kostur en flugið. Frá undirritun samninga í húsakynnum Sandgerðisbæjar. F.v. Ólafur Þ. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri, Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra, Örn Erlingsson eigandi Marmetis og Rúnar Guðfinnsson, framkvæmdastjóri. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skoðaði aðstæður í Marmeti í Sandgerði með eigendum fyrirtækisins og forráðamönnum Sandgerðisbæjar. VF-myndir/pket. Séð inn í 2500 fermetra byggingu Marmetis. Hér eru iðnaðarmenn frá Braga Guðmundssyni að störfum í vinnslusal. Holtsgata 56, Reykjanesbæ, sími 421 2000 ATVINNA Starfskraftur óskast í almennar ræstingar í FLE Starfskröfur: Viðkomandi þarf að hafa reynslu af ræstingum, þarf að vera 30 ára eða eldri og þarf að geta setið námskeið í flugvernd sem er á íslensku og þarf því að tala og skilja íslensku. Vinnutími er frá kl. 08:00 til 12:00 (50% starf) Áhugasamir sem uppfylla þessi skilyrði vinsamlega farið á allthreint.is og sendið umsókn undir liðnum atvinna í boði.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.